– Allir segjast vera saklausir …

eftir Þorvald Gylfason

Samtal við Þráin Bertelsson

Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2014

Tvöfalt Líf

Þráinn Bertelsson & Þorvaldur Gylfason

 

Það gerist ekki hverjum degi, að kvikmyndaleikstjóri og rithöfundur er kjörinn til setu á Alþingi, en það gerðist 2009, eftir hrun. Þráinn Bertelsson hafði þá gert sjö kvikmyndir í fullri lengd auk einnar sjónvarpsmyndar og einnar sjónvarpsmyndaraðar. Hann varð fyrstur kvikmyndagerðarmanna til að vinna til heiðurslauna listamanna. Íslendingasögur hans um aðdraganda hrunsins, Dauðans óvissi tími (2004) og Valkyrjur (2005), vöktu athygli og endurvöktu vangaveltur um sagnfestukenninguna andspænis bókfestukenningunni: hversu sannsögulegar voru þær með öðrum orðum þessar nýju Íslendingasögur? Sjálfsævisaga Þráins Einhvers konar ég (2003) seldist í 20 þúsund eintökum.

Þráinn Bertelsson hefur frá ýmsu að segja eftir fjögur ár á Alþingi.

 

Þorvaldur Gylfason: Faðir þinn var um tvítugt, þegar fyrri heimsstyrjöldin brauzt út. Þú varst sjálfur orðinn hálfsjötugur, þegar þú settist á Alþingi 2009. Hvernig nýttust þér á Alþingi uppvöxturinn í Reykjavík árin eftir stríð og löng reynsla þín úr leik og starfi utan vettvangs stjórnmálanna?

Þráinn Bertelsson: Trúlega var það bakgrunnur minn og umhverfi æsku minnar sem gerði mig að einfara og einstaklingshyggjumanni – einfara sem þrátt fyrir að reiða sig á mátt sinn og megin lætur sig dreyma um kærleiksríkt félagshyggjusamfélag friðsemdarfólks.

Samanlögð lífsreynsla í hálfan sjöunda áratug og ævistarf við kvikmyndagerð og ritstörf og fleira innan hinna skapandi greina gerði þennan einfara að efahyggjumanni. Ævistarfið dugði til að fullnægja metnaðargirndinni að mestu. Að vinna sem kvikmyndaleikstjóri – en það foringjastarf er það næsta sem maður getur komist því í lífinu að verða einræðisherra eða marskálkur án þess að drepa fólk – er kannski ekki beinlínis góður undirbúningur undir að taka þátt í því sem á Alþingi Íslendinga gengur undirnafninu „lýðræðisleg umræða“ og er því miður ekki á háum standard.

Bjartsýnir menn segja að öll lífsreynsla komi að einhverjum notum. Þetta er athugasemd svona almenns eðlis um mannlífið vítt og breitt og höfundur hennar hvar sem hann nú hvílir lúin bein hefur trúlega ekki haft Alþingi Íslendinga sérstaklega í huga.

Uppvöxtur minn á flækingi milli mismunandi saggafullra kumbalda í Reykjavík og Árnessýslu eftirstríðs- og fátæktaráranna er sennilega orsök þess að ég tek mér stöðu meðal þeirra sem minna mega sín þegar kemur að grundvallarspurningunni um skiptingu auðsins. Þetta gerist eiginlega sjálfkrafa eins og ég sé að hlýða forritaðri fyrirskipun frá undirvitundinni. Ég er allt í einu kominn með rauðan fána í lúkurnar án þess að ég viti nákvæmlega erindið með kröfugöngunni. Þetta eru ósjálfráð viðbrögð alveg án þess að ég frekar en svo margir aðrir hafi það á hreinu, hvað það sé helst sem þessi illskilgreinanlegi hópur vinstri manna og „öreiga nútímans“ telur sig vanta og vill berjast fyrir.

Þetta á örugglega við um fleiri en mig sem láta sig dreyma um innihaldsríkara mannlíf og meiri frið og meiri kærleika að svokölluð félagshyggja– (þetta pena orð sem pólitísk rétthugsun vill að sé notað í staðinn fyrir hið ógnandi orð „sósíalismi“) – segir lítið um hvaða mál skuli setja á oddinn í þjóðfélagi þar sem búið er að útrýma heilsuspillandi húsnæði og allir verkamenn og launamenn sem vilja geta eignast drossíu eins og það var kallað og fengið sér lambasteik og ís á sunnudögum.

Með þetta í huga finnst mér að bakgrunnur minn hafi ekki beinlínis komið að miklu gagni varðandi þingmennsku. Og þrátt fyrir alllanga lífsreynslu kemur mér enn á óvart hversu margir eru reiðubúnir að leggja til hliðar megnið af því sem flestum okkar er kennt í æsku þegar þeir ganga til leiks í keppni um völd eða peninga. Það segir mér að ég muni seint verða fullnuma í þeirri námsgrein sem heillar mig mest í Skóla lífsins og fjallar um mannlega náttúru, en á Alþingi sá ég ýmsar kraftbirtingarmyndir hennar sem ég hafði ekki séð áður, eða að minnsta kosti ekki fengið að athuga við jafngóðar aðstæður.

Þorvaldur: Hvernig tóku gömlu flokkarnir nýjum þingflokki glænýs stjórnmálaafls, Borgarahreyfingarinnar? – þingflokki, sem var afsprengi hrunsins og eingöngu skipaður fólki, sem hafði ekki áður setið á þingi.

Þráinn: Skrifstofa Alþingis sá um skyndinámskeið fyrir alla nýgræðinga á þingi. Stjórnarmyndunarviðræður fóru fram án þess að Samfylking eða Vg létu í ljósi áhuga á samvinnu við Borgarahreyfinguna sem bendir til þess að í byrjun hafi vinstristjórnin ofmetið styrk sinn og samstöðu þessa tæpa meirihluta. Eðli málsins samkvæmt tilheyrði Borgarahreyfingin því stjórnarandstöðu og ég varð ekki var við nein sérstök fagnaðarlæti frá gömlu flokkunum yfir því að nýrri hreyfingu hefði tekist að ná fjórum þingsætum sem annars hefðu lent hjá þeim.

Þorvaldur: Er það rétt, að þingmenn hafi sætt einelti á Alþingi? Ég spyr vegna þess, að fjölmiðlar hafa fjallað um meint einelti á Alþingi eftir hrun. Slíkt getur varla farið fram hjá mönnum á svo fámennum vinnustað. Stjórnvöld hafa markað þá stefnu, að starfsmanni, sem verður var við einelti á vinnustað, ber að segja yfirmönnum frá því. Yfirmenn, sem láta undirhöfuð leggjast að bregðast við upplýsingum um einelti á vinnustað, geta þurft að sæta viðurlögum samkvæmt sömu reglugerð.

Þráinn: Frá æskuárum hef ég talsverða reynslu af einelti og ekkert sem ég sá eða heyrði á þinginu minnti mig á þá reynslu. Þótt pent fólk og kurteist vilji kannski líta framhjá því verður ekki hjá því komist að Alþingi sé vettvangur skoðanaágreinings, hagsmunaárekstra og átaka. Þingsköp og almennarkurteisisreglur stuðla að því að þessi óumflýjanlegu átök geri farið friðsamlega fram og jafnvel kurteislega, þótt stundum kunni að vera grunnt á því góða. Ég veit ekki hvað gerðist bak við luktar dyr í öðrum þingflokkum en þeim sem ég tilheyrði, fyrst Borgarahreyfingu og svo Vg, og þar varð ég aldrei var við neitt sem minnti mig á einelti. Á sama hátt fannst mér að fólk gæti ráðið því sjálft með viðmóti sínu og framkomu hvernig aðrir hegðuðu sér gagnvart þeim. Sumir ávinna sér virðingu með framkomu sinni. Aðrir ekki.

Þorvaldur: Ég hef tekið eftir því í fréttum, að þingmenn eru sendir heim, ef buxurnar þeirra eru ekki í réttum lit, en þeir mega kvarta átölulaust undan „útaustri ríkisfés“ úr ræðustól þingsins. Mætti þingmaður til dæmis gangaum sali Alþingis með húðflúr á áberandi stað? Mætti standa „Íslandi allt!!!“ yfir þvert ennið á honum? Mætti vera stafsetningarvilla í húðflúrinu?

Þráinn: Það eru skiptar skoðanir um þessar undarlegu reglur um klæðaburð og talsmáta karlmanna sem gilda á þinginu. Mér finnst að hver og einn eigi að ráða því hvernig hann eða hún klæðir sig og tjáir.

Þorvaldur: Er það rétt, að stundum hafi heyrzt grátur og gnístran tanna á þingflokksfundum? Og hvað geturðu sagt mér um þingmennina tvo, sem gengu glaðir og reifir inn um dyr fundarherbergis í þinghúsinu og komu útum klukkustundu síðar eins og barðir hundar? – það var sjónarvottur úr hópi þingmanna, sem lýsti þessu fyrir mér. Hvað getur hafa gerzt á bak við þessar luktu dyr? Var þér einhvern tímann boðið til slíks fundar?

Þráinn: Nei, ég man ekki til þess að neitt sérlega krassandi hafi gerst á þingflokksfundum sem ég sat. Á þingflokksfundum Borgarahreyfingarinnar þann tíma sem hún lifði ræddum við saman – að mér fannst – hreinskilnislega og tæpitungulaust. Eftir að Borgarahreyfingin sundraðist og mér hafði skolað inn til Vg tók það mig soldinn tíma að átta mig á að umræða á þingflokksfundum fór ekki fram á jafnréttisgrundvelli heldur höfðu skoðanir manna vægi sem fór eftir goggunarröð í flokknum, flokksaldri og flokksvigt og vitanlega því hvort viðkomandi var ráðherra eða fótgönguliði. Þetta held ég að sé einkenni á öllum gömlu flokkunum sem eru að hluta til skipulagðir vinnustaðir fólks sem hugsar sér að gera pólitík að ævistarfi og vinna sig upp metorðastiga í sínum flokki.

 

Búsáhaldabyltingin

Þorvaldur: Hörður Torfason söngvaskáld sagði mér merkilega sögu. Hann stjórnaði friðsælum útifundum á Austurvelli búsáhaldabyltingarveturinn 2008–2009 eins og alþjóð veit og var einn daginn kvaddur á fund í Alþingi, þar sem forseti þingsins og skrifstofustjóri lýstu fyrir honum þungum áhyggjum af eggjum, sem hafði verið fleygt í þinghúsið, og öðru smátjóni. Hörður segist hafa sagt við þá, að tjónið á Alþingishúsinu vegna þessara funda væri óvera hjá þeim gríðarlega skaða, sem bankarnir með atbeina stjórnmálamanna hefðu valdið fólkinu í landinu. Fundurinn varð ekki lengri. Hörður hafði ekki gengið nema 50–100 metra út úr þinghúsinu, þegar hann fékk símhringingu frá Rannsóknarnefnd Alþingis og honum var tjáð, að hans væri ekki þörf síðar sama dag á fundi, sem nefndin hefði boðað hann á löngu fyrr. Var tímasetning upphringingarinnar tilviljun? Eða er þetta sagaum „þræði valdsins“? – svo að ég vitni í heitið á bók Jóhanns Haukssonar, síðar blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar.

Þráinn: Ég tek hvert orð trúanlegt sem Hörður Torfason segir og hef aldrei reynt hann að öðru en sannsögli. Um þetta tiltekna mál veit ég ekki neitt, en varðandi eggja- eða grjótkast að Alþingishúsinu var það mér ráðgáta lengi vel hvers vegna löggan setti ævinlega upp varnarlínu svo nærri Alþingishúsinu að 7 ára barn hefði átt auðvelt með að grýta húsið. Ég er ekki herfræðingur né þaullesinn í þeim von Clausewitz og Sun Tzu en ég hefði talið hentugra að hafa varnarlínuna fjær húsinu og spara þannig umtalsverð eignaspjöll,auk þess að forða þingmönnum, prestum og biskupum og öðrum sem voruí beinni lífshættu við þingsetningu eins og dæmin sanna. Það er vissulegaréttur fólks að mótmæla en að grýta þingmenn eða þinghúsið er ekki hlutiaf þeim réttindum.

Þorvaldur: Hvernig upplifðir þú búsáhaldabyltinguna?

Þráinn: Mínar tilfinningar voru mjög blendnar meðan ófriðurinn stóðsem hæst. Öðrum þræði fagnaði ég því að fólk skyldi koma saman til aðmótmæla vanhæfri ríkisstjórn en um leið fannst mér skelfilegt að hugsa tilþess að stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn hefðu brugðist lýðræðislegumskyldum sínum og gengið svo fram af sinni eigin þjóð að uppreisnarástandríkti í landinu. Ég fann hversu brothætt lýðræðið er og óttaðist að af staðfæri ofbeldisfull atburðarás með algjörlega ófyrirsjáanlegum afleiðingum.Ég hafði verið ræðumaður á einhverjum hinna fyrstu funda sem HörðurTorfason gekkst fyrir á Austurvelli og vonaðist til að ríkisstjórn og þingmennsæju þann mannfjölda sem þar var samankominn og tækju tillit tilþess sem á þeim fundum var sagt.

Heimskuleg og hrokafull viðbrögð eins og hin frægu orð „Þið eruð ekki þjóðin“ gerðu illt verra og mögnuðu upp almenna óánægju og vonbrigði meðframmistöðu stjórnmálamanna.

Þorvaldur: Hvers vegna ákvaðstu að bjóða þig fram til Alþingis fyrirBorgarahreyfinguna 2009? – og hella þér út í pólitík í fyrsta skipti á ævinni, hálfsjötugur maðurinn. Hvaða vonir og væntingar fylgdu því að taka sæti á þingi í fyrsta sinn?

Þráinn: Þetta eru tvær spurningar og báðar erfiðar. Eina svarið sem égkann við fyrri spurningunni er að ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunarað það sé borgaraleg skylda fólks að taka virkan þátt í að móta umhverfisitt og þjóðfélag með þátttöku í stjórnmálum eða félagsstarfi. Bæði semrithöfundur og kvikmyndagerðarmaður tók ég þátt í félagsmálum og sat ístjórnum minna stéttarfélaga. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á stjórnmálumog allt í einu fannst mér ég vera tilbúinn að gefa mig fram til þátttöku.Ég taldi að grundvallarbreytingar stæðu fyrir dyrum og mig langaði aföllu hjarta að taka þátt í því endurreisnarstarfi. Eftir á að hyggja finnst mérað ég hafi greinilega ofmetið bæði hraða atburðarásarinnar og þá ekki síðurraunverulegan áhuga þjóðarinnar á breyttu og bættu þjóðfélagi, en það erauðvelt að vera vitur á eftir á.

Þær væntingar sem ég bar í brjósti þegar ég settist inn á Alþingi vorumiklar og reyndar furðulegt að svona fullorðinn maður skyldi vita svonalítið um það hvernig stjórnmál eru stunduð í raunveruleikanum og ánboxhanska. Ég hélt ég væri að fara á vinnustað þar sem fram færi upplýstumræða um vandamál sem krefjast lausnar. Ég hélt að þar væri hlustað ogskipst á skoðunum og í sameiningu reynt að finna lausnir og leiðir meðlýðræðislegum hætti. Slík umræða var í lágmarki – nema þá sem leiksýningfyrir fjölmiðla og almenning. Því stærri ákvarðanir sem eru teknar þeim mun færri koma að þeim og vægi hvers og eins þingmanns og þeirra skoðanasem hann hefur fram að færa fer eftir valdastöðu hans í eigin flokki. Trúlega er þetta svona víðast hvar þar sem yfirleitt er stuðst við lýðræði. Ég hélt sem sagt að lýðræðisþróun, lýðræðisskilningur og lýðræðisvilji væri mun lengra á veg komin en raun ber vitni. Það voru mín mistök og ég hef við engan að sakast út af þessu nema sjálfan mig.

 

Uppgjörið við hrunið

Þorvaldur: Mig langar að spyrja þig um félagslegar afleiðingar hrunsins eins og þær horfðu við þér á Alþingi. Hvað finnst þér um þá skoðun, að hrunið hafi breytt Íslandi í blóðvöll, þar sem menn bítast um brakið og hver illskeytt höndin er uppi á móti annarri sem aldrei fyrr, og hrunið hafi sundrað vinnustöðum og vinum. Egill Helgason blaðamaður lýsir þessu, þegar hann segir á Eyjunni: „Jafn grímulaust pólítískt blað og Morgunblaðið hefur varla verið starfandi á Íslandi frá því löngu fyrir dauða flokksblaðanna. “Er vandinn sá, að þeir, sem Rannsóknarnefnd Alþingis nafngreinir sem aðalsökudólga hrunsins, og þeirra menn telja sig þurfa að berjast með kjafti og klóm gegn niðurstöðum nefndarinnar? Þú manst, að af þeim sjö stjórnmála- og embættismönnum, sem nefndin taldi hafa vanrækt skyldur sínar í skilningi laganna, voru fjórir hátt settir sjálfstæðismenn. Og þú manst, hvað Páll Hreinsson hæstaréttardómari, formaður nefndarinnar, sagði á blaðamannafundinum, þar sem skýrsla nefndarinnar var kynnt. Hann sagði: „Enginn gekkst við ábyrgð.“ Hvernig horfir þetta við þér? Hvernig komu persónuleg samskipti í þinginu þér fyrir sjónir við þessar aðstæður eftir hrun?

Þráinn: Allar rannsóknarnefndir hverra skýrslur ég hef lesið bæði varðandi hrunið og aðra alvarlega hluti eiga það sameiginlegt að skila af sér of löngum textum og of litlum niðurstöðum. Niðurstöðufælnin er sláandi, og það er sláandi að lopinn er teygður von úr viti í von um að niðurstöðuleysið verði ekki jafnáberandi. Svo að sanngirni sé gætt þá er yfirleitt að finna í rannsóknarskýrslum vísbendingar eða ábendingar sem eru yfirleitt umvafðar þykkum lopa.

Það er rétt sem Páll Hreinsson sagði og mætti umorða sem svo: Allir segjast vera saklausir – líka þeir sem eru sekir.

Ég held að enginn vænti þess að rannsóknarskýrslur innihaldi miklar og góðar játningar, enda skilst mér að hver einasti smákrimmi hafi séð nógu mikið af glæpamyndum í æsku til að komast á það menntunarstig í sínu fagi að vita að hyggilegast er að neita öllum ásökunum fram í rauðan dauðann. Ég bjóst ekki við því að rannsóknarskýrsla Alþingis kæmi til með að upplýsa alla þá atburðarás eða greina alla þá áhrifavalda og orsakir sem ollu hér efnahagshruni og rústaði orðspori Íslendinga á alþjóðavettvangi. Hins vegar hafði ég vonast til að málæðið yrði minna og niðurstöðurnar eða niðurstöðuleysið skýrara; ekki endilega með nafngreindum sökudólgum heldur væri með afgerandi rökum bent á kerfi, löggjöf, fyrirtæki og stofnanir þar sem virðing og umhyggja fyrir almannahagsmunum var lögð til hliðar og spilling og áhættuhegðun stunduð.

Þorvaldur: Alþingi fól Atla Gíslasyni alþingismanni Vg og hæstaréttarlögmanniforustu fyrir þingmannanefnd til að vinna úr skýrslu Rannsóknarnefndarinnarog gera tillögur um viðbrögð þingsins. Þingmannanefndin komst að þeirri niðurstöðu, að aðalábyrgðarmenn hrunsins í hópi opinberra starfsmanna væru átta, ekki sjö, bætti einum fv. ráðherra í púkkið. Þegar til kastanna kom, sneri Alþingi baki við niðurstöðum þingmannanefndarinnar með því að hlífa öllum nema einum, Geir H. Haarde fv. forsætisráðherra,sem var dreginn fyrir Landsdóm, einn af átta. Hvað gekk á íþinginu þessa daga?

Þráinn: Það sem fór fram í þinginu í heyranda hljóði er að sjálfsögðu varðveitt í Stjórnartíðindum, og um það sem þar fór fram bakvið tjöldin veit ég því miður lítið eða öllu heldur ekki neitt. Ég var nýliði á þingi í hópi með þrem öðrum reynslulausum nýliðum í nýrri og veikburða stjórnmálahreyfingu. Þrátt fyrir þetta fór það ekki framhjá mér eða félögum mínum í Borgarahreyfingunni að þarna var mikil undiralda. Mér sem nýliðaá þingi fannst næstum óbærilegt að vera allt í einu kominn í þá stöðu að greiða atkvæði um hvort kalla skyldi saman sérstakan dómstól, Landsdóm, til að dæma um sekt eða sakleysi ákveðinna manna sem nafngreindir voru í skýrslu þingmannanefndarinnar. Að vera opinber ákærandi var ekki hlutverk sem mér fannst eiga að tilheyra því að vera fulltrúi á löggjafarþingi eða samræmast löggjafarvaldinu.

Mér fannst þá og finnst enn að ein lög eigi að gilda fyrir alla þjóðfélagsþegna, háa sem lága, og sömu dómstólar. Hins vegar voru í gildi lög um Landsdóm og ég leit svo á að ég yrði að virða þau lög í stað þess að sniðganga þau, ekki síst vegna þess að stórfelld lagasniðganga var greinilega ein aðalorsök þess vanda sem þjóðin stóð frammi fyrir.

Það er almenn regla að ekki skuli ákæra fólk og leiða fyrir dómstóla nema meiri líkur en minni séu á sakfellingu. Þessi regla kom mér að litlum notum við að gera upp hug minn, því að þegar ég hef fylgst með málaferlum hafa íslenskir dómstólar mjög oft komið mér ákaflega á óvart með niðurstöðum sínum og allra síst fannst mér ég geta giskað á hvernig Landsdómur mundi taka á málum ef hann væri vakinn og kallaður saman til að dæma án allra fordæma.

Ég þarf vitanlega ekki að rekja það hér hvernig atkvæðagreiðslan fór að lokum, en það var mér mikið áfall að sjá þess greinileg merki að stjórnmálaskoðanir eða flokkshollusta réði því í einhverjum tilvikum hvernig atkvæði féllu. Ég hafði verið sannfærður um að síðasta ríkisstjórn hefði verið vanhæf og hafði sjálfur staðið fyrir utan Alþingishúsið og tekið þátt í talkórnum semsagði aftur og aftur: „Vanhæf ríkisstjórn.“ Ég taldi mig hafa farið að landslögum með því að greiða því atkvæði að forystumenn þeirrar ríkisstjórnar kæmu fyrir Landsdóm, og þá varð ég þess skyndilega áskynja að brögð voru í tafli. Fólk úr fráfarandi ríkisstjórn tók þátt í atkvæðagreiðslunni án þess að hika og notaði atkvæði sitt til að reyna að bjarga flokksfélögum sínum undan ákæru. Ég get ekki áfellst þetta fólk því að það hefur sjálfsagt farið eftir rödd samviskunnar. Ég varð bara fyrir vonbrigðum. Mér fannst ég vera hafður að leiksoppi í atburðarás sem hefði verið hönnuð af slyngari mönnum en mér –sem væru ekki vandir að meðulum.

Þorvaldur: Gott og heilbrigt stjórnarfar hvílir ekki síður á góðri stjórnarandstöðu en góðri stjórn. Þú hófst þingferil þinn sem stjórnarandstæðingur og laukst honum sem lífgjafi ríkisstjórnarinnar. Hvað geturðu sagt mér um vinnubrögð stjórnarandstöðunnar og stjórnarinnar á þinginu 2009–2013? – málþófið og allt það.

Þráinn: Stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var rekinsamkvæmt því pólitíska heilræði að ekkert mál stjórnarinnar væri of lítiðtil að ekki tæki því að reyna að tefja fyrir því, gera það tortryggilegt og helstað eyðileggja það. Í staðinn fyrir vitræna og jafnvel uppbyggilega umræðuvar ómældum tíma sóað í orðhengilshátt, útúrsnúninga og vafninga. Fyrirstjórnarmeirihlutann að fá lagafrumvarp samþykkt var eins og að synda ísýrópi. Og óhreinskilnin var svo mikil að þegar öll þjóðin gat horft upp áblygðunarlaust málþóf í sjónvarpi neituðu málþófsmenn því harðlega, engilbjartirá svip, að um málþóf væri að ræða eða útúrsnúningastjórnmál. Þettatók mikla orku frá stjórnarmeirihlutanum og var gróf ofnotkun eða misnotkun á þeim lýðræðislega neyðarhemli sem málþóf á að vera.

Þorvaldur: Borgarahreyfingunni varð ekki langra lífdaga auðið.

Þráinn: Það sem laðaði mig að Borgarahreyfingunni upphaflega var stutt og laggóð stefnuskrá sem ég hélt að væri nógu einföld til að fólk gæti staðið saman um hana. Það var nú öðru nær. Undirbúningurinn hefði þurft að vera lengri og ítarlegri. Þarna var saman komið fólk úr ýmsum áttum og klíkumyndun og óheiðarlegur undirróður byrjaði meira að segja fyrir kosningar. Og ekki voru kosningarnar fyrr afstaðnar en margvísleg ágreiningsefni skutu upp kollinum. Mér fannst merkilegt að stærsta ágreiningsefnið í byrjun skyldi vera ágreiningur milli kjörinna þingmanna flokksins og flokksstjórnarinnar nákvæmlega af sama tagi og grasseraði við fæðingu nútímalýðræðis í frönsku stjórnarbyltingunni. Sem sé ágreiningur um hvort þingmenn flokksins ættu að hafa frjálsar hendur um hvernig þeir ynnu að því að framkvæma stefnu flokksins frá degi til dags, eða hvort flokksstjórnin ætti að móta línu handa þeim að fara eftir í öllum málum sem upp kæmu. Gamla spurningin sem sé: Er það flokkurinn sem á að ráða í öllum málum eða á þingmaðurinn að hafa frelsi innan þess ramma sem stefnuskrá flokksins markar?

Mér fannst það í rauninni ógnvænlegt að þessi gamla deila um flokksvaldið skyldi koma upp um leið og flokkurinn, Borgarahreyfingin, hafði eignast þingfulltrúa. Alskonar fólk í Borgarahreyfingunni sem hryllti sig yfir flokksvaldinu í gömlu flokkunum vildi fjarstýra þingmönnum Borgarahreyfingarinnar og gera þá að nokkurs konar búktalarabrúðum en ekki frjálsum fulltrúum ákveðinna hugsjóna. Ég blandaði mér ekki í fræðilegar deilur um þetta mál og reiknaði með að þessar deilur myndu lognast út af á endanum þegar flokkstjórnarliðið nennti ekki lengur að mæta á þingflokksfundi og setja sig inn í öll mál, sem aftur mundi kalla á sérstaka flokksstjórnarfundi til að ákveða línuna sem þingmennirnir ættu að fylgja og fundi til að útskýra línuna fyrir þingmönnum og þannig áfram út í það óendanlega.

Það kom líka fljótlega í ljós að við fjögur sem vorum í þingflokki Borgarahreyfingarinnar vorum síður en svo sammála um margvísleg grundvallaratriði. Það var ekki skemmtilegt né hreint andrúmsloft í þessum litla hópi, því miður, og loks kom þar að mér fannst mælirinn fullur og útséð um að við gætum starfað sem samtaka heild. Þá gerðist ég um tíma óháður þingmaður en þau þrjú sögðu skömmu síðar skilið við Borgarahreyfinguna og opnuðu eigin rekstur undir nafninu Hreyfingin.

Þorvaldur: Þingmenn Hreyfingarinnar voru eins og þú traustir stuðningsmenn nýrrar stjórnarskrár, eini flokkurinn, sem studdi kynningu frumvarpsins dyggilega í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012. Aðrir flokkar sýndu málinu engan áhuga. Einn félagi minn í Samtökum um nýja stjórnarskrá (SaNS) fékk leiðbeiningar hjá forsætisráðherra um, hvernig orða mætti bréf samtakanna til forsætisráðherra og forseta Alþingis, oddvita framkvæmdarvalds og löggjafarvalds, um stuðning við kynningu á stjórnarskrárfrumvarpinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna; bréfið var sent, og svarið var þvert nei á báðum stöðum.

Þráinn: Þú segir tíðindi. Ég hafði reynslu af margskonar átökum og ágreiningi úr þeim hópum sem ég hafði kynnst og unnið með gegnum tíðina en óhreinlyndi á borð við það sem þarna kom upp á yfirborðið var mér nýnæmi og vond og sár reynsla. Ég bjóst ekki við því að pólitík væri mannbætandi en að mannskemmdir kæmu í ljós eftir svona stuttan tíma var óþægileg áminning um að enginn sé annars bróðir (eða systir) í leik.

Það er reyndar rétt að ég geti þess að fyrsti stóri ágreiningurinn í þingmannahópnum kom í ljós í sambandi við aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Um Evrópusambandið var ekkert að finna í okkar stuttu stefnuskrá en öll höfðum við í kosningabaráttunni talað einum rómi um að við styddum aðildarumsókn og viðræður sem myndu leiða í ljós kosti og galla aðildar og síðan myndi þjóðin sjálf taka upplýsta ákvörðun um framtíð sína. Þessu höfðu sum okkar gleymt þegar kom að því að taka afstöðu til aðildarumsóknar og þau höfnuðu aðildarumsókn og þar með því tækifæri sem við höfðum öll talað fyrir, sem sé að þjóðin sjálf fengi tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun um sína eigin framtíð.

Þorvaldur: Hvort vegur þyngra í lífi þingmannsins, ánægjan yfir vel unnu verki eða áreitið og óþægindin?

Þráinn: Ég tel að stjórn Samfylkingar og Vg sem tók við eftir hrun hafi unnið mikilvægt björgunarstarf við mjög erfiðar aðstæður – eins og slökkvilið sem kemur á vettvang til að reyna að bjarga byggingu sem stendur í ljósum logum meðan brennuvargarnir eru enn á svæðinu og reyna eftir föngum að þvælast fyrir með því að skrúfa fyrir vatnið, skera á slöngurnar eða meina björgunarliðinu aðgang að logandi húsinu.

Ég er ánægður með þá liðveislu sem ég veitti stjórn Jóhönnu og Steingríms með stuðningi mínum þegar jafnvel ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar störfuðu gegn henni. Jafnframt finnst mér núna að ég hefði ekki átt að styðja þessa stjórn út kjörtímabilið heldur leyfa henni að falla á þriðja ári kjörtímabilsins þegar ljóst var orðið að hún starfaði mestan part sem óformleg minnihlutastjórn og hafði enga burði til að koma stórum málum í höfn, svo sem stjórnarskrármálinu og fiskveiðistjórnarmáli. Ég trúði gamalli möntru um að það væri lífsspursmál upp á framtíðina að gera að vinstri stjórn gæti setið heilt kjörtímabil. Úrslit síðustu kosninga sýndu fram á að sú trúarkenning var röng og mikilvægara er að stjórnir sitji ekki lengur en þann tíma sem þær geta komið málum í gegn um þingið.

 

Virðing Alþingis

Þorvaldur: Alþingi hefur aldrei notið jafnlítillar virðingar meðal þjóðarinnar og það hefur gert frá hruni, segja þau hjá Capacent. Hvernig skýrir þú virðingarleysið? Er það fyllilega verðskuldað?

Þráinn: Sjálfsagt sýna svona kannanir að lýðræðið okkar er ekki í góðu standi. Ef fólk ber ekki virðingu fyrir kjörnum fulltrúum þá getur það varla heldur borið virðingu fyrir sjálfu sér sem kjósendum.

Það virðist hafa gleymst eða kannski fólk vilji sópa því undir teppið að eðli málsins samkvæmt hljóta stjórnmál að vera átök. Þingmenn eru skylmingaþrælar almennings. Það er hin sívílíseraða aðferð að kjörnir fulltrúar vegast á með orðum á sérstökum þingum í stað þess að vopnaðir flokkar fari um og útkljái deilur með eldi og sverði.

Hvort skylmingaþrælar voru sérstaklega virðingarverð stétt veit ég ekki, en þeim var att út í bardaga upp á líf og dauða nauðugum viljugum. Kjörnir fulltrúar, skylmingaþrælar nútímans, gefa sjálfir kost á sér til leiksins. Þeir sækjast eftir að taka þátt í baráttunni og flestir þeirra eru kappsfullir vegna þeirra sigurlauna sem henni fylgja.

Skylmingaþrælar nútímans eru sagðir berjast ekki til að skemmta almúganum með vígfimi sinni heldur eiga þeir að berjast fyrir ýmsum hlutum sem hinir ýmsu stjórnmálaflokkar telja að séu forsendur betra þjóðfélags. Þetta er mjög virðingarvert verkefni, en svo eru þess dæmi að vopnagnýrinn afvegaleiði menn og þeir gleymi orsökum ófriðarins og fari að berjast um herfang og fyrir eigin gloríu.

Það er óskaplega erfitt að ímynda sér að barátta fyrir hlutum eins og að hækka skatta og auka ríkiseftirlit með skattsvikum geti vakið eða viðhaldið miklum hugsjónaeldi meðal almennings. Það er líka vafamál hvort það vekur mikla virðingu fyrir starfi stjórnmálamannsins að heyra menn flytja stóryrtar ræður um nauðsyn þess að grafa jarðgöng gegnum fjöllin umhverfis þorpið Neðrahundagerði. Og allrasíst vekur það virðingu fyrir starfi stjórnmálamanna að daginn út og inn leggja fréttamiðlar höfuðáherslu á þá staðreynd að á þessum vinnustað séu menn ósammála um alla skapaða hluti og vinni – ef það er þá vinna – við að þrasa um þá frá morgni til kvölds. Það vill gleymast að mjög stór hluti þeirra laga sem kemur frá Alþingi eru þrátt fyrir allt samþykkt ýmist í einu hljóði eða án mótatkvæða.

Þorvaldur: Þá fyrst er nú kannski ástæða til að grípa um veskið sitt.

Þráinn: Það er vissulega alveg rétt að almenningur á alltaf að vera var um sig. Það er hin hliðin á skoðanakönnunum um „traust“. Auðvitað á fólk aldrei að „treysta“ stjórnmálamönnum og allrasíst stjórnmálaflokkum heldur eiga störf þeirra að vera undir stöðugu eftirliti.

Hin pólitíska umræða snýst ekki lengur um grundvallaratriði eins og mat handa öllum, jafnrétti fyrir lögum, menntun handa öllum; og réttur fátækra til að njóta læknisaðstoðar og lyfja hefur verið viðurkenndur – þótt ríkisstjórnarflokkarnir núna vilji hverfa aftur til fortíðar á því sviði eins og fleirum. Hin pólitíska umræða snýst mestan part um óendanlega röð af smáatriðum sem eru viðbætur, breytingar eða meintar lagfæringar á allri þeirri lagaflækju sem umlýkur nútímaþjóðfélag og enginn, segi og skrifa ENGINN hefur fullkomna yfirsýn yfir.

Áhorfandi sem tekur sér sæti á þingpöllum í dag heyrir ekki innblásnar ræður um þau gildi sem skuli vera hornsteinar þjóðfélagsins heldur heyrir hann þras um „hjól atvinnulífsins“, „strandveiðiheimildir“, „skólabyggingu á Útnesi“, „nauðsyn þess að fækka svonefndum háskólum“ og alskonar hluti sem ekki eru beinlínis fallnir til að blása eldmóði í hvert einasta brjóst.

Annars veit ég ekki um svona mælingar á tilfinningum fólks eða huglægum atriðum, eins og þessar kannanir sem þú vísar til. Hvað er traust? Hvað er það nákvæmlega sem verið er að mæla? Hverju treystir fólk í sambandi við RÚV sem þrátt fyrir mikla gagnrýni skorar yfirleitt hátt í slíkum mælingum? Ég held að fólk treysti því að fréttirnar byrji klukkan á slaginu sjö og að fastir liðir verði eins og venjulega. Ég held að fólk treysti löggunni til að koma tiltölulega fljótlega eftir að óskað hefur verið eftir hennar nærveru með því að hringja í 112. Hverju á maður að treysta í sambandi við þingið, nema því að þar heldur áfram hið eilífa þras um allt milli himins og jarðar meðan venjulegt fólk þarf að vinna til að hafa í sig og á með öðru en endalausum kjaftagangi. Ég á auðvitað við að „traust“ sem er fremur óljóst hugtak verður ekki vegið og metið nema sá sem spurður er um traust viti nákvæmlega um hvað verið sé að spyrja.

Það sem mér finnst merkilegast við mælingar á virðingu þingsins er að almenningur virðist hafa ríka tilhneigingu til að afneita ábyrgð sinni á hinum kjörnu fulltrúum. Það vill gleymast að enginn situr á Alþingi án þess að hafa nokkur þúsund atkvæði á bakvið sig. Það vill gleymast að um Alþingi gildir það sama og aðra vinnustaði. Ef vinnustaður fyllist af ónýtum starfsmönnum er ekki við ónytjungana að sakast, heldur þá sem réðu þá til starfa.

Í þessu efni þyrfti þjóðin kannski að taka sér tak, leggja hina þægilegu afneitun til hliðar, og líta í eigin barm, kannski er það ekki bara þjóðþingið sem hún ber litla virðingu fyrir, hugsanlega skortir eitthvað upp á að hún geti borið virðingu fyrir sjálfri sér.

Þorvaldur: Veruleg endurnýjun átti sér stað á Alþingi 2009, þegar mikið af ungu fólki, sem flokksmenn höfðu kosið í prófkjörum, stundum með örfáum atkvæðum, settist á þing í fyrsta sinn auk þín og annarra. Fundust þér kynslóðaskiptin á Alþingi takast vel?

Þráinn: Ég held að þetta hafi aðeins verið blábyrjun á kynslóðaskiptum á Alþingi og þá kannski ennþá frekar blábyrjunin á því að fólk komi inn á þing til að þjóna þar í eitt eða tvö kjörtímabil og hverfa síðan aftur að sínu í stað þess að koma þar inn í leit að ævistarfi. Breytingar taka langan tíma, byltingar virka hraðar, en það sem við köllum Búsáhaldabyltingu var í besta falli upphafið á hægfara breytingu á þjóðfélaginu. Um byltingu var ekki að ræða.

 

Vitnisburðir sérfræðinga

Þorvaldur: Ég hef einu sinni á ævinni verið kvaddur til að bera vitni fyrir þingnefnd og það með minna en sólarhrings fyrirvara. Fram kom á nefndarfundinum, þetta var að morgni dags 11. desember 2012, að kvaðningin var að þínu frumkvæði, þú sazt í allsherjar- og menntmálanefndinni. Þar eð fundargerðir nefnda Alþingis greina ekki frá því, sem sagt er á fundunum, og þá ekki heldur frá vitnisburðum sérfræðinga, svo furðulegt sem það má heita, má ég þá biðja þig að rifja upp tildrög þess, að þú lézt kveðja okkur Njörð P. Njarðvík prófessor á þennan þingnefndarfund?

Þráinn: Þann tíma sem ég sat á þingi starfaði ég í allsherjar- og menntamálanefnd. Í því tilviki sem þú minnist á var verið að fjalla um nýja stjórnarskrá sem samin hafði verið samkvæmt umboði þingsins af stjórnlagaráði og sú vinna hafði verið undirbúin af stjórnlaganefnd. Það voru margir sem hötuðust út í þessa vinnu, sumir sjálfsagt vegna þess að óbreytt stjórnarskrá hentar þeim og hagsmunum þeirra ágætlega en magnaðasta andstaðan kom frá fólki sem á það fyrst og fremst sameiginlegt að hafa útskrifast sem lögfræðingar frá lagadeild Háskóla Íslands. Frá þessum hópi komu alskonar furðuleg sjónarmið og mjög mörg í þá veru – sem reynt var að dulbúa með einhverjum skrautlegum formfrösum – að lög og þar með grundvallarlög eins og stjórnarskrá væru sérfræðilegs eðlis og um slíkt ættu ekki aðrir að véla en þar til gerðir sérfræðingar – það er að segja lagatæknar – annars væri voðinn vís, og umfram allt skyldu nefndarmenn í allsherjar- og menntamálanefnd forðast þá villu að almenn skynsemi, venjuleg menntun og lífsreynsla gæti komið að gagni við slíkt vandaverk. V

ið í nefndinni vorum búin hlusta á langlokur um þetta efni frá sprenglærðum lögfræðingum úr ýmsum áttum og mér fannst tími til kominn að allsherjar- og menntamálanefnd fengi að sjá framan í ólöglærða aðila sem hefðu átt hér hlut að máli, þó ekki væri nema til að ganga úr skugga um hvort þeir litu út fyrir að vera nokkurn veginn með fullu viti. Daginn áður höfðu tveir hagfræðiprófessorar, Ragnar Árnason og Þráinn Eggertsson, komið fyrir nefndina og spáð landauðn, yrði frumvarpið samþykkt.

Þorvaldur: Þriðja vitnið á nefndarfundinum, virtur hæstaréttarlögmaður, hefur einnig lýst vitnisburðum hagfræðiprófessoranna fyrir mér. Lögmaðurinn bað prófessorana að færa rök fyrir máli sínu, en þeir færðust undan.

Þráinn: Samkvæmt minni ósk voruð þið Njörður beðnir að mæta á nefndarfund daginn eftir heimsókn hagfræðiprófessoranna og ræða stjórnarskrárdrögin. Þú hafðir verið í stjórnlagaráðinu, kjörinn þangað með fleiri atkvæðum en aðrir ráðsmenn, og Njörður hafði verið í stjórnlaganefnd sem undirbjó og skilgreindi vinnu stjórnlagaráðs, báðir tveir ágætlega menntaðir, þú prófessor í hagfræði og Njörður prófessor emeritus við norrænudeild HÍ og skáld og þýðandi að auki. Það var talsverðum áhyggjum af mér létt við að heyra að hvorugur ykkar Njarðar og þá ekki heldur sá urmull sérfræðinga og annarra sem komu að samningu frumvarpsins stefndi að því að leggja landið í auðn og þið deilduð ekki hinni skáldlegu og hryllilegu framtíðarsýn hagfræðiprófessoranna tveggja sem virtust líta svo á að hreðjatak LÍÚ á þjóðfélagi okkar sé í raun og veru fjöregg þjóðarinnar.

Þorvaldur: Gott er og gagnlegt, að þetta skuli koma fram hér, úr því að engar raunverulegar fundargerðir voru haldnar. Prófessorar og aðrir geta af þessari reynslusögu að dæma sagt hvað sem er á nefndarfundum Alþingis með fræðimannshempur á öxlunum, án þess að vitnisburður þeirra sé færður til bókar og án þess að þeir þurfi að standa fyrir máli sínu. Ég man eftir þingmönnum, sem komu á minn fund eins og skelkuð hænsn til að lýsa fyrir mér andstöðu „fræðasamfélagsins“ við stjórnarskrárfrumvarpið – og við vorum fimm prófessorar í stjórnlagaráði og þrír aðrir fræðimenn að auki úr háskólasamfélaginu, þriðjungur ráðsins, fyrir nú utan alla hina, fræðimenn og aðra, sem hjálpuðu til. Eiríkur Tómasson prófessor í lögum, nú hæstaréttardómari, var ráðgjafi stjórnlagaráðs á lokasprettinum, svo að dæmi sé tekið.

Þráinn: Í nefndastarfi þingsins eru aðeins færðar málamyndafundargerðir eins og annars staðar í stjórnsýslunni sem innihalda lítið annað en upplýsingar um hvaða mál voru tekin til umræðu á hverjum fundi. Að vísu situr nefndarritari við að skrifa minnispunkta á fundum þingnefnda og ég hélt að þessir punktar yrðu manni tiltækir síðar. Það var minn misskilningur. Ég hef engan aðgang að þeim minnispunktum sem nefndarritarar sátu sveittir við að skrifa niður á öllum þeim nefndarfundum sem ég sat þessi fjögur ár á þingi.

Kannski eru þeir varðveittir einhvers staðar og verða opinberaðir eftir 90 ár, þegar praktísk gagnsemi þeirra hefur verið síuð frá. Kannski voru þeir bara skrifaðir til að fundarritarinn gæti drepið tímann og eytt að fundi loknum. Ég veit ekki. Það er margt undarlegt varðandi upplýsingar, aðgengi að upplýsingum og varðveislu upplýsinga í hinu lokaða upplýsingaþjóðfélagi okkar.

 

Svik á svik ofan

Þorvaldur: Hvenær varðstu þess áskynja, að nýja stjórnarskráin myndi stranda í þinginu? Hverjir frömdu svikin? Ég man þú sagðist finna brennisteinsfnyk. Hver sagði hvað við hvern? Þingmenn eru ekki bundnir þagnarskyldu. Eða lagði fnykinn út um luktar dyr?

Þráinn: Ég er ekki góður í að muna nákvæmlega hvenær eitthvað gerist eða fara með löng samtöl orðrétt eftir minni. Strax í upphafi þegar ríkisstjórnin lét uppskátt um þá fyrirætlun sína að leyfa þjóðinni að setja sér eigin stjórnarskrá varð vart við gífurlega andstöðu við það tiltæki. Sumpart var stjórnarandstaðan eftir Hrun mjög ófyrirleitin og reyndi að eyðileggja allt sem hægt var að skemma eða koma í veg fyrir af fyrirætlunum stjórnarflokkanna – bara til að gera stjórninni lífið leitt og án tillits til hvort það þjónaði hagsmunum almennra borgara. Sjálfsagt hefur það verið þannig hugsað að stærstu hagsmunir þjóðarinnar væru þeir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson og þeir flokkar sem Hruninu ollu gætu tekið sem allrafyrst aftur við stjórnartaumunum.

Andstaða lögfræðinga, einkum akademískra lögfræðinga, var yfirgengilega frekjuleg og þeim og þeirra stétt til minnkunar. Á þinginu fóru menn ekki dult með það sjónarmið að vegna þess að núverandi stjórnarskrá gerir ráð fyrir því að stjórnarskrárbreytingar komi frá þinginu væri þingið að bregðast hlutverki sínu með því að færa valdið aftur í hendur almennings – og skeyttu engu um þau rök að ekki hefur þinginu hingað til gengið vel að uppfæra og endurnýja stjórnarskrána sem Danir færðu nýlenduþjóð sinni og eru sjálfir hættir að nota. Auk þess virðist það hafa gleymst að stjórnarskrárgjafinn hlýtur að vera þjóðin sjálf, þótt hin danska stjórnarskrá okkar úr kóngsríkinu sé ekki snókin fyrir almenningi og vill heldur að „úrvalsfólk“ eins þingmenn sjái um svo stór mál. Lýðræði er ekki gamalt og það var beinlínis á barnsskónum þegar núverandi stjórnarskrá okkar var samin, enda miðast hún við þjóðfélag sem nú er að mestu horfið og endurspeglar þarfir og hugmyndir kynslóða sem nú eru komnar undir græna torfu.

Það var því gífurleg andstaða við þá lýðræðislegu hugmynd að þjóðin sjálf kysi sér stjórnlagaþing til að vinna það verk sem Alþingi hafði ekki megnað að vinna, burtséð frá allranauðsynlegasta viðhaldi.

Þorvaldur: Frumkvæðið að Stjórnlagaþingi kom raunar frá Sjálfstæðisflokknum, sem snerist síðan gegn sjálfum sér.

Þráinn: Það kom fljótlega í ljós að áhersla á andstöðu við stjórnarskrárvinnuna var mun meiri og heiftúðugri en stjórnin hafði gert ráð fyrir. Síðan kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar dómsvaldið hérna – lögfræðistéttin – sá sér leik á borði og kvað upp hinn furðulega úrskurð um að kosningin til Stjórnlagaþings væri ógild á svo fáránlegum yfirskinsforsendum að maður varð að setjast niður og fá sér banana til að átta sig á ástandinu. Sem ég afhýddi bananann varð mér ljóst að þótt stjórnlagaráð semdi bestu og skynsamlegustu stjórnarskrá allra tíma væri útilokað að hún næði fram að ganga. Af hverju? Jú – af því bara. Meirihlutinn var ekki til staðar.

Þorvaldur: Þú átt við meirihluta alþingismanna. En samt gáfu 32 þingmenn út skriflegar yfirlýsingar um stuðning við nýju stjórnarskrána og lýstu vilja til að afgreiða hana fyrir þinglok. Voru einhverjir þeirra þá að ljúga?

Þráinn: Loforð eru stundum létt í vasa. Meira að segja frá stjórnmálamönnum. Mér fannst mjög furðuleg afstaða margra bæði á þingi og utan þings sem sögðu eitthvað á þá leið að það væri margt gott í stjórnarskrártillögum stjórnlagaráðs en bættu við „en það er líka margt sem ÉG vildi laga.“

Stjórnarskrá, grundvallarlöggjöf þjóðarinnar hlýtur að vera málamiðlun, samkomulag, og til að ná samkomulagi þarf ákveðna auðmýkt. Auðmýkt er ekki það sem helst einkennir alla umræðu á Íslandi nú um stundir.

Allar þessar yfirlýsingar komu fyrir lítið. Það er lítill vandi fyrir stjórnmálamann sem heitið hefur stuðningi sínum við að koma stjórnarskrá gegnum þingið en síðan ekki staðið við orð sín að segja: Þetta var í sjálfu sér ágætt en þessi drög urðu aldrei eins og ÉG vildi hafa þau og því fór sem fór, og að ekki skyldi takast að afgreiða stjórnarskrá fyrir þinglok stafar augljóslega af því að það voru ekki nægilega margir að toga í sömu átt.

Ég veit ekki hvort einhverjir hafa verið að ljúga um afstöðu sína. Það eina sem ég veit er að stuðningurinn reyndist ekki nægur og stjórnin heldur ekki samtaka í þessu máli. Ég er sannfærður um að Valgerði Bjarnadóttur formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var fullkomin alvara með að koma stjórnarskránni í gegn, og rýf vonandi engan trúnað með því að segja að í samtölum mínum við Valgerði um haustið þegar ég var orðinn úrkula vonar um að takast mætti að afgreiða stjórnarskrána var hún ennþá full af orku og ákveðin í að koma þessu mikilvæga máli áleiðis.

Hugsanlega hef ég verandi ekki nema hóflega bjartsýnn séð það betur en margir aðrir hversu veik staða stjórnarinnar var í raun og veru og meirihlutinn tæpur – þegar meirihluti var yfirleitt fyrir hendi. Stjórnmálafræðingar framtíðarinnar þurfa ekki að leggjast í miklar rannsóknir til að uppgötva þá staðreynd að það heila kjörtímabil sem ríkisstjórn frú Jóhönnu Sigurðardóttur sat að völdum var þessi stjórn minnihlutastjórn en ekki meirihlutastjórn meirihluta tímabilsins – og lífseigla hennar nokkurs konar pólitískt kraftaverk.

Þorvaldur: Þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vg undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur var mynduð vorið 2009, studdist hún við 34 þingmenn. Flótti úr röðum Vg fækkaði stuðningsmönnum stjórnarinnar í 31, og þá gekkst þú til liðs við þingflokk Vg, svo að stjórnin studdist þá aftur við meiri hluta eða 32 þingmenn af 63. Þú hafðir líf ríkisstjórnarinnar í hendi þinni um alllangt skeið. Sérðu eftir að hafa ekki drepið hana?

Þráinn: Ég held að ríkisstjórnin hafi setið allavega einu misseri of lengi, kannski heilu ári, en ég sé sosum ekki eftir því að hafa ekki hætt mínum stuðningi. Ég fór ekki inn á þing með það markmið að veita félagslega sinnaðri umbótastjórn náðarhöggið. Eftir á að hyggja hefði það verið greiði og stuðningur við félagshyggju í landinu að kosið hefði verið nokkrum mánuðum eða jafnvel heilu ári áður en síðasta kjörtímabili lauk. Það liggur í augum uppi þegar maður lítur um öxl, en það lá ekki í augum uppi í hita leiksins. Þar fyrir utan er ekki rétt að álíta að ég hafi haft líf stjórnarinnar í hendi mér. Hlutirnir eru ekki svo einfaldir. Jafnvel ráðherrar sem veiktu stjórnina með allskonar einleik og lýðskrumi voru reiðubúnir til að verja sinn eigin ráðherrastól hefði vantrauststillaga komið fram. Sömuleiðis voru það hvorki hagsmunir þeirra sem voru að mynda Bjarta framtíð að kalla fram kosningar né hagsmunir hinnar deyjandi Hreyfingar.

Þorvaldur: Ríkisstjórnin brást eigin fyrirheitum ekki aðeins í stjórnarskrármálinu, heldur einnig í Evrópumálinu og fiskveiðistjórnarmálinu. Það er nýnæmi, að ríkisstjórn gefi þrjú höfuðfyrirheit og bregðist þeim öllum, þótt hún hafi heilt kjörtímabil til að efna þau.

Þráinn: Það sem hélt ríkisstjórninni við líf var ekki aðeins minn stuðningur heldur miklu fremur sú staðreynd að hin nýstofnuðu flokksbrot, Hreyfingin og Björt framtíð, hikuðu við að vinna stjórninni grand og komu jafnvel til hjálpar á ögurstundu. Trúlega töldu þessir aðilar hagstætt að sem lengst liði þar til kosið yrði þannig að meiri tími gæfist til að skipuleggja starfsemina og gera veiðarfærin klár í atkvæðaveiðar.

Það var þessi stuðningur hvort sem hann kom fram við atkvæðagreiðslur eða bara lá í loftinu sem gerði það að verkum að stjórnin tórði út kjörtímabilið. Og þótt það hefði í sjálfu sér verið hægt að flokka það undir líknardráp að binda endi á tilgangslaust og magnvana líf hennar þá vantar í mig það drápseðli sem einkennir mikilmenni. Og því fór sem fór: Vinstristjórn Jóhönnu og Steingríms þrotin að kröftum og södd lífdaga tórði kjörtímabilið á enda.

Í þau skipti sem ég vissi að ég hafði líf ríkisstjórnarinnar nokkurn veginn í hendi mér jókst enn ógleði mín yfir umgengnisvenjum á þessum vinnustað, Alþingi. Fólk breyttist í viðmóti við mig, síminn minn tók að hringja á ólíklegustu tímum; ég varð skelfingu lostinn einn góðan veðurdag þegar ég sá að frú Jóhanna brosti til mín í matsalnum, og fólk sem varla hafði virt mig viðlits kepptist við að játa fyrir mér undir fjögur augu mikla virðingu fyrir skoðunum mínum og fleira í þeim dúr. Eftir að Borgarahreyfingin leystist upp var ég í nokkra mánuði óháður þingmaður og hafði góðan tíma til að hugsa ráð mitt. Að vera óháður þingmaður á þingi sem er byggt upp kringum þingflokka er svona álíka árangursríkt og að mæta til leiks á Íslandsmóti í knattspyrnu og ætla að vera einn í liði.

Niðurstaða minna pælinga var að ganga til liðs við þingflokk Vinstri grænna, því að ég ákvað að reyna að einbeita mér að því sem ég áleit vera mikilvægt fyrir framtíð félagshyggju í landinu, sem sé að sanna að þrátt fyrir sundurlyndi vinstrimanna gæti vinstristjórn setið út heilt kjörtímabil. Allir sáu stjórnarandstöðuna sem var að myndast í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, út af Evrópusambandsumsókninni og svo vegna brostinna ráðherradrauma, persónulegs metnaðar og fleiri hluta, þannig að þar hélt ég að ég gæti gert mest gagn. Það var náttúrlega misskilningur. Atkvæðið mitt var boðið hjartanlega velkomið í þingflokkinn en eftir persónunni og rosknum karlmanni, lífsreynslu hans og skoðunum, var eftirspurnin minni en engin.

Þorvaldur: Samnefnari svika ríkisstjórnarinnar í öllum lykilmálunum þrem, sem ég nefndi áðan, er að þingmennirnir, sem hlupust undan merkjum stjórnarsáttmálans og eigin flokkssamþykkta, virðast ekki virða rétt þjóðarinnar til að ráða málum sínum til lykta án milligöngu Alþingis eins og gildandi stjórnarskrá frá 1944 kveður á um og nýja stjórnarskráin hnykkir á. Tveir þriðju hlutar kjósenda lýstu stuðningi við nýju stjórnarskrána í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012, en fimm þingmenn úr upphaflega stjórnarliðinu 2009 fengust þó ekki til að lýsa yfir stuðningi við nýju stjórnarskrána, þar á meðal Ögmundur Jónasson ráðherra Vg og Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar.

Sama virðingarleysi gagnvart lýðræðinu og stjórnskipaninni virðist mér birtast í tilraunum einstakra ráðherra og þingmanna til að grafa undan samningunum við Evrópusambandið. Þjóðinni var lofað, að þjóðaratkvæðagreiðsla skyldi haldin um samninginn, þegar hann liggur fyrir. Þeir, sem reyna að stöðva samningaviðræðurnar og tókst það á endanum, eru því að reyna að hafa sjálfsákvörðunarréttinn af þjóðinni. Stafar lýðræðinu ógn af Alþingi?

Þráinn: Auðvitað eru það svik ef einhver segist afdráttarlaust ætla að gera eitthvað og stendur svo ekki við orð sín. Hins vegar er það orðin tíska hérna meðal margra að taka sér siðferðilega bólfestu á gráu svæði útúrsnúninga og lagakróka og halda því fram að öll orð hafi óljósa og teygjanlega merkingu. Það er alltaf hægt að snúa út úr öllu. Það eru margir sem taka undir með Jóni Hreggviðssyni „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ og spyrja: „Hvenær svíkur maður mann og hvenær svíkur maður ekki mann?“

Það er kannski ekki hægt að lá mönnum það þótt einhverjir þingmenn úr stjórnarliðinu hafi ekki treyst sér til að sverja gegnum síma til að birta í fjölmiðlum skilyrðislausan stuðning við stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs. Mér fannst ekki gaman að láta hafa mig út í þann leik, en ég lýsti því samt yfir að ég væri reiðubúinn að styðja þetta frumvarp vegna þess að í hjarta mínu var ég sannfærður um að það væri mikil framför frá núgildandi stjórnarskrá, jafnvel án þess að hróflað væri við ýmsum hlutum sem ég taldi að þyrftu að lagfæringum að halda. Ef ég hefði ekki haft þá sannfæringu hefði ég ekki lofað mínum stuðningi.

Þú spyrð hvort ég haldi að lýðræðinu stafi ógn af Alþingi. Ég held að margvíslegar hættur steðji að lýðræðinu hér á landi. Það er mín skoðun að stærsta ógnin við lýðræðið, stærsta ógnin við að löggjafarvaldið sé í höndum kjörinna fulltrúa almennings sé það mikla peningavald sem á Íslandi er samankomið í tiltölulega fárra manna höndum og á sér ekki lýðræðislegar forsendur heldur viðskiptalegar. Ég er að tala um það vald sem auður og fé skapar. Auðvaldið er enn þann dag í dag eins og á dögum frönsku stjórnarbyltingarinnar helsti andstæðingur og ógn við lýðræðið.

Á þeim rúmu tveimur öldum sem liðnar eru síðan einhvers konar prótótýpa af nútímalýðræði leit fyrst dagsins ljós hefur náðst ótrygg málamiðlun milli lýðræðis, þess valds sem er í höndum lýðsins, og auðvaldsins, í þá veru að auðvaldið skuli beygja sig undir ákveðnar leikreglur sem settar eru með lýðræðislegum hætti. Þessi málamiðlun er ótrygg. Kannski er þetta bara stundarfriður. Hver er kominn til með að segja að lýðræðið haldi stöðugt og sífellt áfram að þróast með jákvæðum hætti í rétta átt? Það getur komið bakslag í þessa þróun. Stöðugar lýðræðislegar framfarir eru ekki gefinn hlutur í veröld þar sem mikill minnihluti íbúa heimsins hefur fengið að kynnast lýðræði.

Það eru fleiri en ég sem hafa áhyggjur af því að lýðræðinu hafi síður en svo tekist að temja auðræðið. Í Bandaríkjunum vöggu lýðræðisins er svo illa komið fyrir lýðræðinu að gömlum og góðum, íhaldssömum repúblíkana eins og Dwight sáluga Eisenhower mundi blöskra fullkomlega ef hann sæi út á hvaða braut hans gamli flokkur er nú kominn og gott ef hann snýst ekki eins og skopparakringla í gröf sinni. Maður á að óttast og tortryggja valdið og alla handhafa þess hverju sinni, og það er fyllsta ástæða til þess að halda vöku sinni og standa vörð um lýðræðið sem er dýrmætasta eign okkar þótt við sýnum því takmarkaða ræktarsemi eins og kosningaþátttaka ber vott um. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

Á Íslandi eru fjölmiðlar svo gott sem allir í höndum auðugra aðila og stórveldi eins og LÍÚ hefur beinlínis yfirtekið gamalt og stundum virðulegt íhaldsblað og gert að sínu áróðursriti með sinn leigupenna við stjórn. Auðvitað steðja hættur að lýðræðinu okkar úr mörgum áttum. Auðræðið á sína fulltrúa á Alþingi og það gefst ekkert garantí fyrir því að Alþingi Íslendinga sem vel að merkja hefur ekki talið lýðræði í okkar skilningi meðal sinna hornsteina nema kannski tvær aldir af þúsund ára starfstíma sínum verði lýðræðisleg samkunda til eilífðar. Með þessu er ég ekki að segja að lýðræðinu stafi hætta af Alþingi heldur skyldum við frekar hafa það í huga að Alþingi og lýðræðinu stafar hætta af auðræðinu.

 

Kvikmyndir og stjórnmál

Þorvaldur: Uppreisnin á Ítalíu árin eftir 1990, kennd við hreinar hendur (ít. mani pulite), átti kvikmyndum mikið að þakka. Fjölmiðlarnir voru flestir á bandi flokkanna og horfðu mestmegnis í hina áttina, meðan stjórnmálastéttin stal öllu steini léttara. Kvikmyndagerðarmenn létu færið sér ekki úr greipum ganga. Myndir þeirra opnuðu augu margra fyrir spillingunni, einnig hér heima. Viðurnefnin Kolkrabbinn og Smokkfiskurinn, sem festust við helmingaskiptasamsteypurnar hér heima, eru sótt í þessar ítölsku myndir. Hvers vegna fylgdu íslenzkir kvikmyndagerðarmenn ekki í fótspor ítalskra kollega sinna? Hvað hefði þurft til þess? Hefði það getað hjálpað hér eins og þar?

Þráinn: Ég er nokkuð viss um að Shakespeare hafði á réttu að standa þegar hann sagði: „Penninn er máttugri en sverðið.“ Í þeirri trú hef ég leitt fram líf mitt og sé ekki eftir neinu í því sambandi. Hins vegar hefur mér orðið ljóst að þegar maður ber saman áhöld eins og „penna“ og „sverð“ og gagnsemi þeirra og afköst við þjóðfélagsbreytingar er enginn vafi á því að sverðið er mun fljótvirkara en penninn. Það er sverðið sem vinnur flestar orusturnar, en það er penninn sem vinnur hina smáu og vart sjáanlegu sigra á friðartímum án lúðraþyts og hetjudýrkunar. Ekki ætla ég að taka að mér að mæla fyrir munn Shakespeares, en ég held að þegar hann var að tala um pennann hafi hann einfaldlega átt við öll þau tæki sem nothæf eru til að tjá og útbreiða mannlega hugsun á öllum tímum. Jafnvel snjallsíma.

Þjóðfélagsleg þátttaka listamanna er ekki í tísku nú um stundir og flestir listamenn telja það fyrir neðan sína virðingu að taka þátt í argaþrasi líðandi stundar. Ég geri enga athugasemd við þessa afstöðu, en hvað mig sjálfan varðar þá er þjóðfélagsleg þátttaka ekki fyrir neðan mína virðingu. Mér finnst það beinlínis skylda mín að reyna að skilja og skilgreina umhverfi mitt með öllum ráðum og aðferðum sem eru mér tiltæk.

Þorvaldur: Bretar og Bandaríkjamenn standa sig einnig vel við pólitíska kvikmyndagerð og veita ríkjandi öflum enga afslætti. Hvernig metur þú sannsögulegt heimildargildi sjónvarpsmynda eins og House of Cards? – sem nú hefur verið endurgerð í bandarískri útgáfu. Ekki verður um þessar myndir sagt, að þær reiði spaugið í þverpokum, og það verður reyndar ekki sagt um ítölsku myndirnar heldur. Eru þessar myndir allar kannski of alvarlegar?

Þráinn: Pólitísk kvikmyndagerð hefur gegnum tíðina haft gífurleg áhrif, en nú er runnið upp svo mikil velsældarskeið á Vesturlöndum að við viljum heldur sjá baráttu við vond tröll utan úr geimnum en einhverjar prédikanir um félagslegt óréttlæti. Í bókum og sjónvarpsþáttum eins og SPILABORGINNI og öðrum slíkum er höfuðáherslan ekki á þjóðfélagsmál heldur snúast þættirnir um hversu mikil og spennandi óféti séu á kreiki í stjórnmálum og ýmis fantabrögð og svik sem hafa verið í vopnabúri stjórnmálamanna alveg síðan sögur hófust. Ákveðið mótvægi við þetta er þó að finna til dæmis í dönsku þáttarröðinni BORGEN þar sem sumum stjórnmálamönnum er lýst sem normal og heldur geðslegum manneskjum og jafnvel spunarokkum og blaðamönnum líka.

Verulega velheppnaðir sjónvarpsþættir eða kvikmyndir hafa gífurleg áhrif á umræðu og afstöðu líðandi stundar. Slík verk plægja hinn pólitíska jarðveg.

Bresku þættirnir JÁ, RÁÐHERRA og JÁ, FORSÆTISRÁÐHERRA höfðu gríðarleg áhrif á sínum tíma og breyttu sýn fólks á þjóðfélagið. Við að sjá þessa þætti rann upp fyrir mörgum að valdið er spunnið úr mörgum þráðum og þótt stjórnmálamenn telji sig hafa tögl og hagldir þá er ekki víst að ráðuneytisstjórinn sé reiðubúinn til að dansa eftir þeirra pípu og „establishmentið“ hefur mörg töfrabrögð uppi í erminni, auk þess sem tillit þarf að taka til þess að einungis örlítið brot af „valdi“ í veröldinni er í höndum lýðræðislega kjörinna fulltrúa, því að margar einfaldari leiðir liggja í átt til valdsins heldur en sú að reyna að komast gegnum lýðræðislegar kosningar. Peningar hafa til dæmis reynst enn öflugra valdatæki en ofbeldi, auk þess sem hægt er að kaupa endalaust ofbeldi og jafnvel hernaðaríhlutun ef greiðslugetan er fyrir hendi.

Þorvaldur: Bandarískt sjónvarp hefur breytzt. Harkan í stjórnmálabaráttunni vestra hefur aukizt og einnig sundrungin. Fréttaþulirnir draga tauma og steyta sumir hnefana framan í áhorfendur, svo að milljónir manna leita nú heldur frétta hjá háðfuglum eins og Jon Stewart og Stephen Colbert. Hvað finnst þér um þessa þróun? Heldur þú, að Evrópa fari sömu leið?

Þráinn: Ég veit það ekki. Það eru mörg herrans ár síðan ég hætti að nenna að horfa á sjónvarp – en um það sagði Ernie Kovacs heitinn „Television is a medium which is neither rare nor well-done.“ Ég gafst upp á daglegu sjónvarpsglápi vegna þess að mér fannst ég vera að horfa á sömu hlutina aftur og aftur án þróunar eða framfara í efnismeðferð eða greiningu.

Ég veit að amerísk áhrif eru ógnarsterk hér á Íslandi og reikna með því að við höldum áfram að vera eldsnögg að tileinka okkur allt það lágkúrulegasta úr sumpart stórkostlegri menningu Bandaríkjanna. Evrópa er ekki jafnameríkaníseruð og Ísland, svo að fyrir mína parta held ég að okkur væri nær að beina athygli okkar þangað sem ræturnar liggja.

Þorvaldur: Hvort var þyngri róður, kvikmyndagerðin eða þingsetan?

Þráinn: Hér er ólíku saman að jafna. Kvikmyndagerðin var allt í senn æskudraumur, eldskírn, starf og leikur, gaman og alvara. Þingsetan var skylda sem ég undirgekkst og dauðans alvara. Ég er sáttur við árangurinn af ævistarfinu, þingmennskan er og verður „unfinished business“ í huga mér og mér koma helst vonbrigði í huga þegar ég lít á þessi fjögur ár. Þar með er ég ekki að sakast við aðra en sjálfan mig. Ég hélt að í stjórnmálum væri eftirspurn eftir reynslu og þekkingu sem þróuð hefði verið með þátttöku í lífi og starfi þjóðarinnar en ekki í vermireitum stjórnmálaflokka. Svo er ekki. Oft á þessum vinnustað rifjaðist upp fyrir mér að Sölvi Helgason – Sólon Islandus – á að hafa sagt á eintali við Guð almáttugan: „Um speki bið ég ekki því að af henni hef ég nóg.“ Og ég áttaði mig á því að ég var staddur á stað þar sem eftirspurnin var engin eftir því litla sem ég tel mig hafa upp á að bjóða. Á þessum stað eru helst ekki aðrar skoðanir réttar en þær sem hollast er að hafa og hampaminnst og besti rökstuðningurinn er foringjavald, flokksvald eða meirihlutavald. Rökræða og pælingar eru meira til gamans, og hugsanleg hjálp við ímyndarsköpun einstaklinga og Alþingis.

Þú spurðir í upphafi hvort reynsla mín úr hinum skapandi greinum hefði komið að einhverjum notum. Að svo miklu leyti sem ég ýjaði að því að ég byggi yfir einhverri reynslu virtist mér því tali vera mætt af mikilli tortryggni. Kannski ekki að ástæðulausu því að jafnvel einhver mesti snillingur sem haldið hefur á penna, Knut Hamsun, var ekki sérlega glöggur þegar kom að pólitík – og ég vona að engum detti í hug að ég sé að bera mig saman við þennan skáldjöfur þótt ég leyfi mér að nefna hann á nafn.

Þorvaldur: Einhvern tímann sagðirðu mér, að þú teldir þig verðskulda Nóbelsverðlaun í hagfræði fyrir að hafa gert sjö kvikmyndir í fullri lengd og aldrei misst húsið þitt.

Þráinn: Já, maður segir svo margt. Mér fannst dáldið fyndið á stundum á þinginu að standa í karpi um einkarekstur við menn sem aldrei höfðu rekið eigið fyrirtæki, heldur bara unnið með einum eða öðrum hætti hjá ríki eða sveitarfélögum, því opinbera, alla sína tíð – og sögðust trúa á einstaklingsframtakið. Ég trúi illa mönnum sem ekki praktísera sjálfir það sem þeir prédika. Pilsfaldakapítalismi er hins vegar íslensk sérgrein og gengur út á að almenningur eigi kúna að nafninu til og hirði hana og fóðri en sérvaldir aðilar fái að leggjast undir hana og sjúga spenana eins og tilberar í gömlum ævintýrum.

Ég hef unnið fyrir mér með einstaklingsframtaki í erfiðri samkeppnisgrein mestan hluta ævi minnar. Ég veit út á hvað frjáls samkeppni gengur. Ég hef tekið þátt í henni og staðist hana. Ég veit að til þess þarf sterk bein, og það eru ekki allir sem hafa sterk bein. Þess vegna er ég félagshyggjumaður.

 

Mannvalið á Alþingi

Þorvaldur: Hvað viltu segja um mannvalið á Alþingi fyrr og nú?

Þráinn: Að tala um mannvalið fyrr og nú held ég að gæti orðið soldið eins og ætla að bera saman Njál á Bergþórshvoli og Árna Johnsen sem þingmenn af Suðurlandi. Tímarnir breytast og viðmiðin og viðfangsefnin verða önnur. Ef ég reyni í huganum að bera saman þingmenn frá því ég var ungur og þingmenn þá sem sitja í dag lendi ég líka í vandræðum. Í æsku hafði ég aðrar hugmyndir um þingið en ég hef núna og þrátt fyrir alla leyndarhyggju sem loðir við nútímann hafði ég mun minni innsýn í bæði menn og málefni hér á árum áður.

Sú nálægð við stjórnmálamenn sem margir halda að hafi myndast með tilkomu útvarps og sjónvarps er að mestu leyti ímyndun. Jafnvel þótt formenn allra stjórnmálaflokka séu fyrir atbeina ljósvakamiðla kjaftandi heima í hverri stofu eða eldhúsi oft í viku er sú nánd ekki raunveruleg nema að litlu leyti. Smátt og smátt áttar maður sig kannski á því að einhver svitnar jafnan á efri vörinni þegar hann er að ljúga og annar fer að veifa höndunum eins og japanskur bardagalistamaður þegar honum finnst að sér vegið. Þótt ljóskastarar sjónvarpsins lýsi upp andlit stjórnmálamanna afhjúpa þau ekki það sem býr í hugarfylgsnum þeirra nema að mjög litlu leyti.

Rómverjar sögðu „nimia familiaritas parit contemptum“ sem þýðir eitthvað á þá leið að náin kynni dragi úr virðingu – „familiarity breeds contempt“ – og þessi sífellda nærvera í fjölmiðlum gerir það að verkum að stjórnmálamenn fara að þreyta almenning fyrr en áður, þeir endast ekki eins vel og þegar þeir skutu bara upp kollinum á stórhátíðum og töluðu mest með því að þylja utanbókar upp úr ljóðum þjóðskáldanna. Þetta hefur bæði kosti og galla, til dæmis verður það ákveðinn léttir í framtíðinni ef sá siður að hanga á forsetaembættinu eins og hundur á roði í mörg kjörtímabil leggst af.

Þeir þingmenn sem ég starfaði með í fjögur ár voru að mörgu leyti ágætis þverskurður af þjóðinni sem okkur kaus. Í einhverju málþófinu gerði ég mér það til gamans að fara yfir þingmannalistann og tók þá sjálfan mig út fyrir sviga og svo merkti ég við þá þingmenn sem ég taldi að vegna gáfna, mannkosta og forystuhæfileika væri verulegur akkur í fyrir þjóðina að hafa í vinnu fyrir sig.

Mín niðurstaða var sú að slíkir þingmenn væru 17 talsins á því kjörtímabili sem ég gegndi þingmennsku. Ég hvorki taldi né tel sjálfan mig í þeim hópi. Sumir þessara 17 voru í ríkisstjórn auk þess að gegna þingmennsku. Og ef það er eitthvað hægt að álykta út frá þessari kröfuhörku minni í garð starfsmanna þjóðarinnar þá er kannski fyrst og fremst þegar kemur að umræðunni um að fækka þingmönnum að spurningar vakna um hversu margir nýtilegir starfsmenn yrðu á þingi ef þingmönnum væri fækkað um helming? Ef það er töggur í 17 af 62 (tel sjálfan mig ekki með) þá eru það um 27% af þeim sem kosnir eru. Ef fækkað væri í 32 væru um það bil helmingi færri eftir, eða bara 8 eða 9 manns til að vinna verkin. Nema vitanlega hægt væri að slá tvær flugur í einu höggi: Að fækka þingmönnum um helming og finna leið til að þjóðin kysi sér helmingi betri þingmenn í stað þeirrar meðalmennsku sem nú tíðkast.

Þorvaldur: Einmitt það var mín hugsun, þegar ég lagði til fækkun alþingismanna í stjórnlagaráði, en tillagan náði ekki fram að ganga. Allir stjórnlagaráðsfulltrúarnir 25 unnu verk sín vel, enginn þeirra lá á liði sínu. Ég spurði í einni ræðunni minni þar: Haldið þið, að okkur sæktust verkin betur, ef við værum 63 en ekki 25?

Þráinn: Ég held reyndar að það þurfi hvorki afburðagreind né mikla snilli til að geta orðið mjög dugandi stjórnmálamaður, síður en svo. Ef ég hugsa þetta út frá hagsmunum heildarinnar er vitanlega best að þingmenn séu góðar manneskjur, stálheiðarlegir, vinnusamir og næmir á flæði og strauma í þjóðfélaginu. En ef maður þrengir þetta og hugsar ekki lengur um þjóðina í heild heldur hagsmunahópa, íbúahópa, landsvæði, kjördæmi, stjórnmálaflokka eða einstök málefni sem ráða fyrir atkvæðamagni til að ná fulltrúa á þing þá eru hagsmunir heildarinnar ekki endilega þeir sömu og einstakra hluta hennar, og kannski er þess vegna meiri eftirspurn eftir loforðagosum og kaldastríðsjálkum heldur en víðsýnum og skynsömum alhliða nútímamönnum til að gegna þingmennsku.

Það getur verið að þjóðina í heild vanti fyrst og fremst stjórnarskrá en í Krummaskuði vantar bryggju og kvóta og kjósendur þar senda aðila á þingið sem ekki er sérfróður um gildi stjórnarskráa en býsna seigur málafylgjumaður og vanur að hafa sitt fram með illu eða góðu. Þetta er kannski einn af hinum fjölmörgu göllum lýðræðisins, því að það er meingallað þrátt fyrir að vera skásta stjórnarfyrirkomulag sem mannkynið hefur orðið ásátt um hingað til. Og kannski eru smáu skammtímaviðhorfin meira ríkjandi hérna en í stærri löndum vegna nálægðar þingmanna við kjósendur sína. Og eini mótleikurinn hlýtur þá að vera að færa fleiri verkefni úr nærumhverfi fólks yfir á verksvið sveitarstjórna.

Ég held að með því að beina svarinu í þessa átt sé ég að reyna að skjóta mér undan því að segja mína persónulegu skoðun á því sem þú spurðir um, sem sé um mannvalið á þingi fyrr og nú. Ef ég reyni að gefa þér ærlegt svar hef ég ekkert að styðjast við nema mína persónulegu upplifun og lífsreynslu og mitt svar er því miður að mannvalið á þingi er ekki í sama gæðaflokki og hér áður var meðan algengt var að það fólk væri valið til þingmennsku sem áður hafði sýnt með störfum sínum heima í héraði dugnað og forystuhæfileika.

Þorvaldur: Detta mér nú allar dauðar lýs úr höfði.

Þráinn: Það er samt ekki einvörðungu þeim þingmönnum að kenna sem nú sitja og reyna hver með sínum hætti að þjóna sínum kjósendum og draumum þeirra og hugsjónum um „betra þjóðfélag“ hvernig sem það lítur nú út. Það er þeim að kenna sem kusu þessa fulltrúa, og ég held að ef hægt væri að mæla menningarstig eða menningarvísitölu þjóða þá hafi menningarvísitala Íslendinga lækkað um mikinn mæli á síðasta aldarfjórðungi. Það fer enginn inn á þing á sínu eigin atkvæði eingöngu.

Ég held að orsakanna sé sumpart að leita í því að ríkidæmi, ofgnótt og neysla hafi sljóvgað okkur en ekki göfgað eins og vinstri menn létu sig dreyma um á fyrri tíð. Kynslóðir sem ekki þurfa að hafa fyrir hlutunum hafa annars konar gildismat en þær kynslóðir sem kynnast lífsbaráttunni snemma og neyðast til að taka þátt í henni frá ungum aldrei. Sjálfsbjargargeta dýra sem alast upp við alsnægtir í dýragörðum sljóvgast eins og menn vita, og kannski eru íbúar alsnægtaþjóðfélaga á Vesturlöndum búnir að loka sig inni í gylltum búrum og lifa hnignunarskeið. Það gerir menn sterka að berjast gegn hungurvofunni, það er offitan sem er vandamál okkar tíma og liggur á okkur eins og mara. Okkur vantar ekki farartæki til að komast á milli staða, okkur vantar forvitnilega staði til að uppgötva. Okkur vantar ekki tíma til að sinna áhugamálum okkar – okkur vantar verðug áhugamál til að sinna.

Kannski hljómar þetta eins og svartsýnistuldur gamals manns sem fannst allt betra hér áður fyrr. Það fannst mér ekki. Ég þekki fátækt af eigin raun. Alsnægtir eru betri. Ég held að þetta sé sammannlegt vandamál sem hefur ekkert með það að gera að eldra fólki fannst meira gaman að vera til áður en gigtin settist að í liðamótunum og náttúran dofnaði. Ég held að vandamálið sem við – mannkynið eða stór hluti af því – höfum við að glíma er sjálfskaparvíti sem enginn sá fyrir. Ég er ekki að tala um heimshlýnun og mengun eða slík risavaxin vandamál og viðfangsefni sem við verðum að leysa, heldur er ég að tala um að mannkynið hefur tekið sjálft sig út fyrir sviga þannig að kenning Darwins um úrval tegundanna á ekki lengur við um manneskjurnar í alsnægtaþjóðfélögum Vesturlanda. Við höfum hafnað og aftengt margvíslegt miskunnarleysi náttúrunnar með mannúðarsjónarmiðum og mannlegu réttlæti. Þetta mun hafa áhrif. Hver þau verða veit enginn. Maðurinn er að hluta til ekki lengur villidýr heldur er hann orðinn að húsdýri, „domestic animal“ hjá sjálfum sér í augnablikinu; kannski fjármagninu og gervigreind tölvunnar þegar fram líða stundir.

Mér verður oft hugsað til þess af því að ég hef áhuga á hestum að einhver mesti hestamaður landsins og vinur minn og jafnaldri, Reynir Aðalsteinsson heitinn, sagði mér að ég skyldi ekki hafa áhyggjur af séreinkennum og töfrum íslenska hestastofnsins þrátt fyrir ógætilegan útflutninga á kynbótahrossum til annarra landa. Reynir benti mér á að hér vaxa folöldin upp í stóði og fylgja mæðrum sínum. Í stóðinu ganga þau í skóla lífsins og læra að finna beitilönd og mismunandi gróður, þau læra að leita uppi vatnsból og þau verða sjálfstæð og frjáls, „hugsandi hross“ eins og Reynir orðaði það svo fallega. Útfluttu hrossin hins vegar eiga náðuga daga að mörgu leyti og lifa á litlum afgirtum svæðum þar sem eigendurnir brynna þeim og fóðra þau og sjá fyrir öllum þeirra þörfum. Þau þurfa ekki að hugsa og smám saman hverfur neistinn og víðáttan úr auganu á þeim og þau hafa tapað töfrum lífsins.

Ég veit ekki frekar en aðrir hvort þessi kenning er rétt, en hún er athyglisverð og hún skýrir margt sem manni stendur stuggur af í nútímanum. Og þegar ég hugsa um hana finn ég til þakklætis fyrir að hafa fengið að kynnast hinum erfiðari hliðum lífsins og þurft að brjótast áfram af eigin rammleik, því að ég er bara bókabéus að eðlisfari og hneigður til leti og hóglífis svo að það er eins gott fyrir mig prívat og persónulega að það skyldi þó ekki hafa verið mulið meira undir mig því að það hefði verið auðvelt að eyðileggja mig með eftirlæti.

 

Þingræði, lýðræði

Þorvaldur: Nýja stjórnarskráin, sem þjóðin kaus og þingið setti á ís, kveður á um óbreyttan fjölda þingmanna, þar eð nauðsyn þótti bera til að styrkja stöðu Alþingis gagnvart framkvæmdavaldi og dómsvaldi eins og þjóðfundurinn 2010 lýsti eftir, og ráðsmönnum þótti því óvarlegt að leggja jafnframt til fækkun þingmanna, þar eð tillögu um fækkun mætti skilja á hinn veginn: sem skilaboð um veikara Alþingi. Hvaða skoðun hefur þú á þingræði okkar sem hagnýtri aðferð til að setja landinu lög?

Þráinn: Fulltrúalýðræði er kjarni okkar þjóðskipulags. Fulltrúaþing sér um lagasetningu sem er tempruð með því að forsetinn getur skotið málum til þjóðarinnar, og þar með virkjað beint lýðræði, fullveldisrétt fólksins, sem hið endanlega úrskurðarvald. Mér finnst málskotsréttur forseta ekki hafa gefist sérstaklega vel. Maður þarf ekki að vera stjórnmálafræðingur til að vita eða sjá í hendi sér að tvennt er það sem hentar einstaklega illa í þjóðaratkvæðagreiðslur: Fjárlög og milliríkjasamningar. Icesave-málið er hvorttveggja í senn, fjárhagslegt spursmál og milliríkjasamningur. Sé einstaklingur spurður að því hvort hann vilji frekar borga skuld sína við einhvern fjarlægan aðila eða bara sleppa því að borga þá eru yfirgnæfandi líkur á því að svarið verði: Takk, ég vil heldur sleppa við að borga.

Hafi forsetinn talið að við gætum komist undan því að borga brúsann af Icesave með því að segja nei við Icesave-samningum í þjóðaratkvæðagreiðslu þá er hann ekki starfi sínu vaxinn. Hvað manninum gekk til með þessu skil ég ekki og mun aldrei skilja, nema hann hafi ætlað sér að grafa undan trúverðugleika sitjandi stjórnar – sem er tæplega að finna í starfslýsingu forsetans, meira að segja ekki í núgildandi stjórnarskrá.

Málskotsrétturinn er ætlaður til þess að kalla inn beint lýðræði, þjóðina sjálfa, sem að sjálfsögðu á að standa ofar en fulltrúaþingið, því að frá þjóðinni er allt vald komið, þar með talið vald þingsins. Eftir að ég hef séð óvönduð vinnubrögð forseta sem hikar ekki við að beita málskotsréttinum er ég sannfærður um að þessi málskotsréttur á að vera hjá þjóðinni sjálfri, og að núverandi stjórnarskrá er fullkomlega úrelt plagg í þessu efni og mörgum öðrum. Ákveðið hlutfall atkvæðisbærra manna á að geta krafist þjóðaratkvæðis um önnur mál en fjárlög og milliríkjasamninga …

Þorvaldur: Nýja stjórnarskráin, sem kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012, kveður á um þetta.

Þráinn: … og það sem meira er: Allar þjóðaratkvæðagreiðslur eiga að vera bindandi en ekki ráðgefandi. Þjóðin er yfirboðari þingsins en ekki ráðgjafi þess. Þar fyrir utan finnst mér þessi fínafólksleikur á Bessastöðum vera jafnmikil tímaskekkja og kóngahald á öðrum Norðurlöndum. Ef menn telja samt þörf fyrir einhverja forsetafígúru ættu forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar að geta skipst á að bæta á sig móttökuskyldum forsetans og öðrum viðvikum sem því starfi þyrftu að fylgja. Nóg er samt yfirbyggingin hérna hjá okkur.

Þorvaldur: Fleyg urðu ummæli Styrmis Gunnarssonar, sem hann lét falla í skýrslu til Rannsóknarnefndar Alþingis: „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Og samt heldur Styrmir áfram að vaða eld og reyk fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hvað finnst þér?

Þráinn: Frekar en gera orð Styrmis að mínum vil ég taka undir með Christopher Hedges sem komst svo að orði (lauslega þýtt):

„Við lifum nú í samfélagi þar sem læknar spilla heilsu, lögmenn spilla réttlæti, háskólar spilla þekkingu, stjórnvöld spilla frelsi, fjölmiðlar spilla upplýsingum, trúfélög spilla siðferði, og bankar spilla efnahagnum.“

Því miður gæti ég ekki verið meira sammála. Þetta er spellvirkjaþjóðfélag sem við lifum í. Það eru einfaldlega of margir á kreiki sem hafa og vilja hafa rangt við. Okkur hefur ekki tekist að rata á rétta leið ennþá það sem af er þessari öld. Samfélag okkar er ekki beinlínis geðslegt, en mér finnst það heldur ekki laust við mannúð og þar með ekki ógeðslegt. Kannski voru kapítalistar um miðbik síðustu aldar menningarlegri og betur menntaðir en þeir sem nú velta sér upp úr peningum. Kannski léku þeir betur á slaghörpu og fíól og hefðu frekar pantað Rubinstein til að spila í afmælinu sínu en Elton John, ef það hefði ekki þótt vúlgert að berast á. Kannski höfðu þeir fágaðri bragðlauka en svo að finnast guðdómlegt að snæða gullhúðaða grillgrísi. Það getur vel verið, en fágun er næfurþunn slæða og undir býr sama eðlið, sama græðgin, sama gildismat, sama virðingarleysi fyrir lífinu, sama skammsýna gróðahyggja einstaklingsins.

Það er hins vegar meira flæði milli hinna ýmsu setlaga eða stétta í nútímaþjóðfélagi en á síðustu öld, Moggaöldinni, og peningamenn nútímans eru margir hverjir komnir úr neðri lögum þjóðfélagsins, úr fátæktarmyrkri þar sem fiðlutónar eða fagrar sópranraddir hafa aldrei hljómað. Ég held því að það sé fremur dauðateygjur ættasamfélagsins sem Styrmir er að harma en að illskan sé að vinna stærri sigra en áður. Eftirsjáin, nostalgía fyrrum valdamikils ritstjóra á Morgunblaðinu sem allir lásu hvort sem þeir vildu það eða ekki er skiljanleg því að fyrir innvígða og innmúraða var ættasamfélagið traust og tryggt, einfalt og öruggt skjól. Nú á enginn neitt lengur sem hann getur ekki haldið og lítil upphefð í því að eiga danska ömmu.

Þorvaldur: Styrmir Gunnarsson segir í einni bóka sinna: „Handhafar kvótans … höfðu líf plássanna í hendi sér. …Það jafngilti pólitísku sjálfsmorði að rísa upp gegn handhafa kvóta á landsbyggðinni.“ Hvernig horfði þessi hlið stjórnmálanna við þér árin þín á Alþingi?

Þráinn: Einn ágætur sessunautur minn um tíma á þingi var útgerðarmaður af landsbyggðinni. Hann var alltaf jafnkurteis og huggulegur við mig og alla aðra og minntist aldrei á það vandamál við mig prívat sem hann talaði stundum um þegar hann var orðinn heitur í pontunni, sem sé afætur á þjóðfélaginu eins og listamenn sem hefðu aldrei unnið heiðarlega vinnu …

Þorvaldur: Aldrei dýft hendi í kalt vatn.

Þráinn: … væru miklir dragbítar og þyrftu að kynnast þrældómi og karlmannlegri vinnu. Honum hefur kannski fundist ég vera orðinn fullgamall til að hægt væri að grípa inn í ónytjungsferlið. Hann hafði þann sið að eiga jafnan sælgætisbirgðir og var ekki spar á sætindin og ég sá ekki betur en hann trakteraði alla jafnt, hægri menn og vinstri menn. Bein samskipti mín við útgerðarmenn hafa að öðru leyti verið mjög lítil, nánast engin. Mér sjálfum finnst ég hafa álíka mikið vit á útgerðarmálum og kvóta eins og útgerðarmaðurinn notalegi hafði á listum og menningu. Þess vegna hef ég ekki haldið fram öðrum skoðunum á því sviði en að fiskimiðin úti fyrir ströndum landsins séu afdráttarlaust auðlind í eigu þjóðarinnar nú og ævinlega, og þessa auðlind beri að nýta með sjálfbærum og skynsamlegum hætti og sanngjarnar greiðslur skuli koma fyrir afnotarétt af auðlindinni. Nú er lagatæknin orðin svo yfirgengileg að því sjónarmiði er haldið fram að „þjóð“ geti ekki átt nokkurn skapaðan hlut og það fyrirbæri geti eiginlega ekki verið til í „lagatæknilegum skilningi“. Svona langt er nú komin sú póstmóderníska „afmenntun“ sem haldið er að fólki í stað menntunar í tilteknum háskóladeildum komin við að gera fjöldamargt fólk …

Þorvaldur: Og lærða menn og prófessora.

Þráinn: … að óviðræðuhæfum fábjánum. Því að öll menntun heimsins mun gera þig að fábjána ef þess er krafist að til að útskrifast sem fullnuma í einhverri grein verði nemendur að leggja heilbrigða skynsemi til hliðar fyrir fullt og allt.

Þorvaldur: Hvers vegna brást ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vg í fiskveiðistjórnarmálinu? Það mál var á forræði Vg allt kjörtímabilið. Ríkisstjórnin hélt áfram að úthluta kvóta gegn málamyndagjaldi, þótt 83% kjósenda lýstu stuðningi við auðlindaákvæðið í frumvarpi stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, sem kveður á um fullt gjald fyrir nýtingarréttinn. Ekki bara það: ríkisstjórnin gaf útvegsmönnum makrílkvótann, þegar makríllinn renndi sér inn í íslenzka fiskveiðilögsögu, í stað þess að bjóða kvótann upp á markaði. Sérð þú hér sama skeytingarleysi Alþingis um vilja fólksins í landinu eins og í stjórnarskrármálinu og Evrópumálinu?

Þráinn: Við skyldum ekki vanmeta styrk LÍÚ og þeirra sem hagsmuna eiga að gæta í sambandi við að fikta ekki í því góða kvótakerfi sem hefur gert margan góðan dreng að stóreignamanni. Við skulum ekki heldur vanmeta þann þingstyrk sem stuðningsmenn LÍÚ og óbreytts kerfis höfðu á Alþingi á þessu kjörtímabili. Og allrasíst skulum við vanmeta þá óbilgjörnu og ósvífnu stjórnarandstöðu sem stjórninni tókst ekki að hafa undir nema í örfáum málum og að öðru leyti eingöngu að nafninu til.

Um það leyti sem ég gekk til liðs við Vinstri-græna og tók til starfa í þingflokki þeirra lýsti ég því afdráttarlaust yfir á þingflokksfundi að sjávarútvegsráðherra flokksins Jón Bjarnason hefði ekki minn stuðning til að gegna því ráðherraembætti vegna þess að ég hefði ekki trú á að hann hefði burði til þess að koma fram með nýtt fiskveiðistjórnarfrumvarp nógu tímanlega til að hægt væri að fá samstarfsflokkinn, Samfylkingu, til að lýsa yfir stuðningi við það og þaðan af síður í tæka tíð til að koma því óbrengluðu gegnum þingið fyrir lok kjörtímabils.

Með þessu er ég ekki að segja að það sé eingöngu við Jón Bjarnason að sakast um að þetta mál fór í vaskinn. Fjærri því, en hann var mjög upptekinn við að þvælast fyrir og berjast gegn umsóknarferlinu og hugsanlegri Evrópusambandsaðild, og mér fannst augljóst að með hann í brúnni mundi ekki nást að koma nýrri fiskveiðistjórnunarlöggjöf gegnum þingið. Til að sjá þetta þurfti ekki spádómsgáfu heldur bara smávegis raunsæi.

Varðandi það sem þú kallar „sama skeytingarleysi Alþingis um vilja fólksins í landinu eins og í stjórnarskrármálinu og Evrópumálinu“ þá er svarið já – með því fororði að inni á þingi fannst mér eins og margir teldu sig skynja og skilja vilja þjóðarinnar með yfirskilvitlegum hætti – og engir tveir á sama hátt. Inni á þingi var líka maður og reyndar fleiri en einn sem kvaðst í ræðustól Alþingis vita upp á hár hvað kjósendur væru í raun og veru að segja í kosningum með því að sitja heima og segja þar af leiðandi ekki neitt. Já, ég varð ekki var við neitt sérstaka auðmýkt gagnvart vilja þjóðarinnar á Alþingi, og þegar menn minntust á þjóðarviljann sögðust þeir gjarna vera handhafar hans og allt að því guðlega innblásnir. Og vildu svo stefna hver í sína áttina. Það er kannski hinn raunverulegi þjóðarvilji.

 

Glæpasögur

Þorvaldur: Væri ég að tala við eina prestinn, sem átt hefur sæti á Alþingi, myndu spurningar mínar sumar horfa til himins, býst ég við. En nú vill svo til, að ég er að tala við eina glæpasagnahöfundinn, sem setið hefur á Alþingi, svo að ég horfi í hina áttina: Hvernig horfir hún við þér kenningin um Ísland fyrir hrun sem þvottastöð fyrir rússnesku mafíuna?

Þráinn: Ásamt með ýmsu öðru neyðist ég til að viðurkenna að ég hef fáeinar glæpasögur á samviskunni, en varðandi glæpasögur vil ég ekki fría þá sakleysislegu og geðugu manneskju, Katrínu Jakobsdóttur af allri synd, því að hún er útsmogin í glæpum verandi bókmenntafræðingur með þá blóðugu sérgrein, glæpasöguna, að sérsviði.

Mér blöskruðu þær viðtökur sem „Dauðans óvissi tími“ fékk þegar bókin kom út. Ég var að vona að hún vekti eftirtekt, umræðu, og gæti jafnvel vakið einhverja til vitundar um að þjóðfélag okkar væri á hraðri leið fram af hengiflugi.

Þorvaldur: Nú, jæja? Bókin fékk prýðilegar viðtökur til dæmis í Morgunblaðinu. Í ritdómi blaðsins eftir Steinunni Ingu Óttarsdóttur segir: „Smákrimmar fá makleg málagjöld meðan stórglæpamenn sleppa við refsingu í skjóli valds síns og áhrifa. Dauðans óvissi tími er Íslendingasaga á nýrri skeggöld og skálma – snýst um hefnd og sæmd, gæfu og ógæfu. Hún er í senn ísmeygilega fyndin og hörkuspennandi og felur í sér hvassa ádeilu á samtímann, t.d. hvernig spilltir stjórnmálamenn og valdhafar misnota aðstöðu sína og draga landslýð á asnaeyrunum meðan fjölmiðlar þagga niður sannleikann eftir hentugleikum.“ Þetta kalla ég að hitta naglann á höfuðið.

Þráinn: Já, gagnrýnin var prýðileg, en takmarkið með því að skrifa þessar glæpasögur var ekki að snapa eftir klappi á kollinn eða hrósi frá gagnrýnendum ellegar bókmenntanördum heldur að reyna að ná til almennings og koma á framfæri ákveðinni greiningu á þjóðfélagsástandi. Ég þekki aðeins til örfárra manna sem gerðu sér grein fyrir því að þjóðfélagsgreiningin í „Dauðans óvissa tíma“ var nærri lagi – en það voru skarpir náungar sem trúlega höfðu áttað sig á því hvert stefndi áður en þeir lásu bókina.

Þorvaldur: Mogginn gerði meira. Hávar Sigurjónsson, ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins, birti viðtal við þig í Lesbókinni, þar sem þú fékkst óáreittur að vitna í einkunnarorð bókarinnar: „Það er byltingarstarfsemi í sjálfu sér að segja sannleikann eins og maður veit hann bestan.“ Þú vitnar þar eins og í bókinni í brezka rithöfundinn George Orwell, manninn, sem bjó til orðið „sannleiksmálaráðuneyti“. En þú tryggir þig í byrjun bókarinnar með því að segja frá eigin brjósti: „Kveikja þess ófriðarbáls sem brennur á síðum þessarar bókar eru raunverulegir atburðir. En sögupersónur sem logarnir umlykja eru hugarfóstur höfundar og eiga sér engar fyrirmyndir, lifandi eða dauðar.“ Þú leyfir lesandanum þannig að marka sér stöðu hvar sem hann kýs á mörkum bókfestu og sagnfestu.

Þráinn: Ein mannvitsbrekkan hjólaði í mig af mikilli hneykslan fyrir að skrifa á svona nærgöngulan hátt um að hægt væri að þekkja ákveðna máttarstólpa þjóðfélagsins sem fyrirmyndir að persónum. Hjartnæm tillitssemi við listelska bankaræningja og brútala og yfirgangssama stjórnmálamenn, skiljanlegt kannski að jafnvel vænstu menn pissi í buxurnar þegar svoleiðis illþýði er annars vegar og kannski hægt að vinna sér inn prik hjá illþýðinu með því að hneykslast á dónalegum rithöfundi. En engum datt í hug að skrifa aukatekið orð um sannleiksgildi þeirra hluta sem ég var að lýsa. Enginn vogaði sér að taka undir þessar lýsingar né mótmæla þeim. Þöggunaraðferðin var sú að taka þessu sem góðlátlegu gríni, kannski sambærilegu við það sem okkur finnst núna um lýsingar HKL á Pétri þríhrossi og Júel B. Júels á Sviðinsvík.

Bókin mokseldist að vísu, rann út eins og heitar lummur, en þær viðtökur sem gerðu mig mest hissa var að ég stóð eftir eins og maður sem hefur fleygt steini út í lygna tjörn og séð hann lenda á vatnsfletinum og sökkva til botns án þess að ýfa vatnsflötinn, án þess að nokkur gára bærðist til vitnis um að einhver hefði reynt að brjóta spegilinn á vatnsfletinum fagra og trufla þar með narsissistana við vatnið í eitt augnablik við að dást að sjálfum sér. Kannski hafði bókin samt áhrif. Ég veit það ekki, en ég vona það og trúi því að ég hafi bara upplifað frosið augnablik og tíminn stóð kyrr og einhvern tímann muni permafrostið og skilningsleysið losa um heljartök sín á hugarheimi þjóðarinnar og þá muni ég ef til vill sjá gárur á vatnsfletinum.

Þorvaldur: Þú nefnir Halldór Laxness. Eftir að hann féll frá, hafði ég orð á því í vinahópi, að mér fyndist fara vel á, að Halldór fengi að hvíla við hlið Jónasar Hallgrímssonar og Einars Benediktssonar í heiðursgrafreitnum á Þingvöllum. Þá var sagt: Sjálfstæðisflokkurinn er ekki búinn að fyrirgefa honum Atómstöðina. Samt er lýsing Halldórs á Búa Árland geðfelld og hlý. Það segir mér, að Halldór hafði engan áhuga á að sverta þá, sem hann var ósammála.

Þráinn: Mikið held ég að Halldóri hefði verið skemmt ef hann hefði verið spurður að því í lifanda lífi hvort hann vildi að Sjálfstæðisflokkurinn holaði honum niður milli Einars Ben og danska slátrarans sem Jónas frá Hriflu og Sigurjón á Álafossi gerðu að staðgengli Jónasar Hallgrímssonar í heiðursreit eilífðarinnar.

Þorvaldur: Jógvan Ísaksen, færeyski rithöfundurinn, á það sammerkt með þér, að glæpasögurnar hans, til dæmis Grár október og Ljúf er sumarnótt í Færeyjum, eru lagskiptar að því leyti, að þær setja glæpina í samhengi við þjóðlífið. Mér er minnisstæð frásögn hans af útvegsmanninum, sem siglir til lands með eiturlyfjafarm frá Suður-Ameríku og boðar komu sína með því að senda vinum sínum í landi kveðju í Óskalögum sjúklinga. Jógvan sagði mér á sínum tíma, hann vinnur í öruggu skjóli í Árnastofnun í Kaupmannahöfn, að bækur hans hafi fengið góðar viðtökur í Færeyjum.

Mér finnast þær líkt og Dauðans óvissi tími upplagður grundvöllur að kvikmyndahandritum. Mér sýndist næstum allt í Dauðans óvissa tíma stemma að meira eða minna leyti nema kannski afhöggni hausinn í ísskápnum í bankaráðsherberginu: Hann var stílbragð, var það ekki? Og þá vaknar spurningin: Borgar sig að ýkja í skáldskap af þessu tagi? Eða í stjórnmálabaráttu? Gandí lagði ríka áherzlu á að ýkja aldrei, þess þarf ekki, sagði hann.

Þráinn: Ég veit ekki. Ég hef verið að horfa á ágæta sjónvarpsseríu sem heitir „Game of Thrones“ og er skrifuð af mögnuðum fantasíuhöfundi sem heitir George R.R. Martin. Þar finnst mörgum vera langt gengið í ýktum lýsingum á fólki og athöfnum þess, einkum í valdabaráttu, og þykkt stungin tólg. Ég held samt að í raunveruleikanum sé alltaf að finna dæmi þess að gengið sé að minnsta kosti skrefinu lengra en í skáldskap, hversu ýktur sem hann er talinn vera. Engum sem ég veit um hefur dottið í hug að dikta upp fjöldamorðingja með 10 milljón mannslíf á samviskunni, en ég sjálfur hef náð því að vera samtímamaður Hitlers, Stalíns og Maós, þriggja einstaklinga sem samanlagt höfðu hátt í 100 milljón mannslíf á samviskunni. Í svona veröld lifum við og í svona veröld þarf maður að hafa meira hugarflug en ég hef til að geta byrjað að ýkja illskuna.

Þorvaldur: Fjórar myndir þínar heita Nýtt líf, Dalalíf, Löggulíf og Einkalíf. Finnst þér ekki freistandi að gera eina enn? – Viðskiptalíf. Ekki skortir efniviðinn.

Þráinn: Ég hef vissulega hugsað til þess að það gæti verið gaman að gera eina Líf-mynd til viðbótar sem snerist þá að hluta til um hið ýkta viðskiptalíf okkar. Ég á svoleiðis handrit í drögum og titillinn er reyndar ekki Viðskiptalíf heldur Tvöfalt líf …

Þorvaldur: Enn betra.

Þráinn: … og fjallar um óprúttinn náunga sem þykist vera arabískur sjeik til að tjakka upp hlutabréfaverð í banka sem er við það að fara á hausinn. Hvort þetta verður einhvern tímann barn í brók veit ég ekki.

Þorvaldur: Láttu vaða. Þakka þér fyrir.