Þú ert hér:///janúar

Ókei, takk, bæ!

2019-03-18T09:46:29+00:0027. janúar 2018|

Ég hef aldrei verið mikið fyrir teiknimyndasögur. Myndskreyttar sögur, fínt, en ekki sögur sagðar í myndum. Þess vegna varð ég svolítið hissa þegar Fréttatíminn lagði upp laupana í fyrravetur að finna að ég saknaði teikninganna hennar Lóu Hjálmtýsdóttur. Það tók mig tíma að læra að lesa þær en eftir að það tókst þurfti ég ekki ... Lesa meira

Að vera eða ekki vera – viss

2019-05-27T11:22:40+00:0015. janúar 2018|

Síðasta sýningin sem ég sá þessa mögnuðu leikhúshelgi var Efi – dæmisaga, nýlegt bandarískt verk eftir John Patrick Shanley, sem var frumsýnt í Kassanum á laugardagskvöldið undir stjórn Stefáns Baldurssonar. Við sáum aðra sýningu í gærkvöldi. Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir gerir einfalda, skýra og markvissa leikmynd og prýðilega þýðingu gerir Kristján Þórður Hrafnsson. Leikritið kemur til ... Lesa meira

Ævintýri í undirheimum

2019-03-18T10:36:08+00:0014. janúar 2018|

Ein af kærkomnu nýju barnasýningunum í höfuðborginni er á splunkunýju íslensku verki, Skúmaskoti eftir Sölku Guðmundsdóttur, sem sýnt er á litla sviði Borgarleikhússins. Leikstjóri er Gréta Kristín Ómarsdóttir sem átti hina eftirminnilegu sýningu Stertabendu í Þjóðleikhúsinu í hittifyrra. Í Skúmaskoti eru systurnar Rúna (Þórunn Arna Kristjánsdóttir) og Vala (Vala Kristín Eiríksdóttir) með vinsælt snapp saman ... Lesa meira

En þeirra er kærleikurinn mestur

2019-03-18T10:49:26+00:0012. janúar 2018|

Ég hélt að það væri ekki hægt. Nei: Ég var viss um að það væri ekki hægt að færa þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar um nafnlausa vestfirska strákinn upp á svið. Vantrú minni var gerð skömm til á stóra sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi á frumsýningu Himnaríkis og helvítis í leikgerð Bjarna Jónssonar og undir hugmyndaríkri og ... Lesa meira

Ævintýraskógurinn flytur í hús

2019-03-18T10:57:53+00:007. janúar 2018|

Leikhópurinn Lotta, sem hefur glatt börn og vini þeirra í Elliðaárdalnum á sumrin í áratug, frumsýndi í gær sína fyrstu „Lottusýningu“ frá árinu 2008 í Tjarnarbíó og var geysivel fagnað af troðfullu húsi. Verkið er ekki frumsamin ævintýrablanda eins og hópurinn byrjaði á strax 2009 (segir mér níu ára gamall sérfræðingur minn í Lottu) heldur ... Lesa meira

Mitt, þitt og okkar

2019-05-27T11:22:23+00:007. janúar 2018|

Í Kúlu Þjóðleikhússins var í dag frumsýnt leikverkið Ég get eftir Peter Engkvist, góðkunnan sænskan leikhúsmann, leikskáld, leikstjóra og leikhússtjóra, sem hefur áður glatt okkur hér á landi á ýmsan hátt gegnum tíðina. Björn Ingi Hilmarsson leikstýrir þeim Stefáni Halli Stefánssyni og Maríu Thelmu Smáradóttur sem fá að leika sér í anda tveggja til fimm ... Lesa meira