Þú ert hér://Umsagnir um bækur

Raunir í Smartlandi

2024-05-21T08:58:32+00:0021. maí 2024|

Bergþóra Snæbjörnsdóttir: Duft. Söfnuður fallega fólksins. Benedikt bókaútgáfa, 2023. 345 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2.hefti 2024.       Verónika Levine er eini erfingi Stöðvarinnar, líkamsræktarveldis sem foreldrar hennar, Hákon og Halldóra, byggðu upp á níunda og tíunda áratugnum. Fegurð er æðsta dyggðin í veröld þeirra en hún er skilgreind afskaplega þröngt, eiginlega ... Lesa meira

Sögur um átök

2024-05-21T08:58:47+00:0021. maí 2024|

Þórður Helgason: Alþýðuskáldin á Íslandi, saga um átök Hið íslenska bókmenntafélag, 2023. 424 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2024.     Í hinu viðamikla verki sínu Alþýðuskáldin á Íslandi, saga um átök leiðir Þórður Helgason lesendur inn í veröld sem flestum er sennilega með öllu framandi, og kannski illskiljanleg þótt ekki séu ... Lesa meira

Jafnvel lambið á sér leyndarmál

2024-03-08T10:23:45+00:0029. febrúar 2024|

Steinunn Sigurðardóttir: Ból. Mál og menning, 2023. 206 bls. Úr Tímariti Máls og menningar. 1. hefti 2024. Skömmu fyrir jól ræddi Tómas Ævar Ólafsson við skáldið Sjón í útvarpsþættinum Víðsjá um leyndarmál. „Það er gaman að eiga leyndarmál og ég held að það sé nauðsynlegt manneskjunni að eiga leyndarmál,“[1] sagði Sjón í þætti sem helgaður ... Lesa meira

Í kandíflossskýi samtímans

2024-02-19T11:20:14+00:0029. febrúar 2024|

Þórdís Helgadóttir: Armeló. Mál og menning, 2023. 374 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2024.   Fyrsta skáldsaga Þórdísar Helgadóttur, Armeló, segir frá fólki sem lifir í kandíflossskýinu sem hjúpar okkur flest í samtímanum. Þar er allt sætt og ekkert satt, ekkert sem sýnist og engu treystandi. Sæta gumsið snýst á ógnarhraða, verður ... Lesa meira

Hvað á að gera við séra Friðrik?

2024-02-19T11:19:39+00:0029. febrúar 2024|

Saga, samtíð og flóknar heimildir Guðmundur Magnússon: Séra Friðrik og drengirnir hans - Saga æskulýðsleiðtoga. Ugla útgáfa, 2023. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2024.   Engin þeirra bóka sem bárust með jólabókaflóðinu árið 2023 hefur vakið viðlíka viðbrögð og haft eins miklar opinberar afleiðingar og hin nýja ævisaga séra Friðriks Friðrikssonar (1868–1961) sem ... Lesa meira

Karlmennskukrísan

2023-11-30T14:11:49+00:0030. nóvember 2023|

Sverrir Norland: Kletturinn. Reykjavík: JPV útgáfa 2023, 212 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2023 Sverrir Norland er greinilega með hugann við karlmennskuna þessa dagana. Undanfarin misseri hefur hann haldið fyrirlestra undir yfirskriftinni „Hinn fullkomni karlmaður“ þar sem hann fjallar um karlmennsku í samtímanum og í nýjustu bók sinni, skáldsögunni Klettinum, er karlmennskan ... Lesa meira

Úthafsdjúpar kenndir

2023-11-30T13:56:09+00:0030. nóvember 2023|

Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Allt sem rennur. Benedikt, 2022. 158 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2023   Ljóðsögur, þar sem röð stuttra ljóða rekja tiltekna sögu eða samtengdar sögur, hafa verið nokkuð vinsæl bókmenntategund á undanförnum árum. Bergþóra Snæbjörnsdóttir er meðal þeirra skálda sem hafa náð sterkum tökum á þessu formi, og hún notar ... Lesa meira

Áföll og sálrænar óvættir

2023-11-30T13:41:44+00:0030. nóvember 2023|

Hildur Knútsdóttir. Myrkrið milli stjarnanna og Urðarhvarf. JPV, 2021 og 2023. 191 og 90 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 4 hefti 2023.   Tvær bækur hafa komið út í beit eftir Hildi Knútsdóttur, báðar stuttar skáldsögur eða nóvellur, áþekk stemning á kápum beggja þó ólíkir kápuhönnuðir séu að verki og í báðum bókum gegna ... Lesa meira

Brotin skurn og gróandi sár

2023-11-30T13:27:51+00:0030. nóvember 2023|

Sigríður Soffía Níelsdóttir: Til hamingju með að vera mannleg. JPV útgáfa, 2023. 105 bls. Samnefnd sýning var sýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins vorið og haustið 2023. Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2023.   Til hamingju með að vera mannleg er átakanlegt sviðslistaverk eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur danslistamann. Verkið er unnið upp úr samnefndri ... Lesa meira

„Það sem ég hafði gert og hafði ekki ætlað að gera“

2023-09-14T14:40:59+00:0014. september 2023|

Gyrðir Elíasson: Pensilskrift: Smáprósar I og Þöglu myndirnar: Smáprósar II. Dimma, 2022, 267/271 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2023     Gyrðir Elíasson er fyrir löngu orðinn þjóðþekktur fyrir verk sín sem samanstanda af ljóðabókum, skáldsögum og smásagnasöfnum og nú hefur bæst í safnið smásagnaprósasafn í tveimur bindum: Þöglu myndirnar og Pensilskrift. ... Lesa meira