Áskrift

Tímarit Máls og menningar er víðlesnasta menningartímarit Íslendinga og kemur út fjórum sinnum á ári – í febrúar, maí, september og nóvember. Ritstjórar eru Sigþrúður Gunnarsdóttir og Elín Edda Pálsdóttir. Tölvupóstfang Tímaritsins er tmm@forlagid.is. Hvert hefti geymir greinar, viðtöl, pistla, nýsmíðar og gagnrýni af ýmsu tagi.

Ársáskrift að ritinu kostar 7.500 kr. (fjögur hefti) eða 3.750 kr. fyrir hálft ár (tvö hefti) og er heimsending innifalin. Áskrifendur fá því hvert hefti á aðeins 1.875 kr. með heimsendingu en fullt verð á hefti er 2.890 kr. Áskriftargjaldið er innheimt í byrjun árs eða við skráningu. Áskrift endurnýjast árlega sé henni ekki sagt upp. Sendir eru greiðsluseðlar til þeirra sem skrá sig hér fyrir neðan en kjósir þú frekar að greiða með kreditkorti má hringja í 575-5600. 

Vilt þú gerast áskrifandi að Tímariti Máls og menningar?

Skráðu þig hér fyrir neðan og fáðu Tímaritið sent heim að dyrum, stútfullt af vandaðri menningarumfjöllun, ferskum skáldskap og gagnrýni.