Þú ert hér://Ljóð

Synesthesia og brot úr Umbroti

2024-06-11T12:30:09+00:0011. júní 2024|

eftir Sigurjón Bergþór Daðason     Synesthesia   Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2024   Það er ómögulegt að ímynda sér nýjan lit utan eða innan litrófsins. En stundum sjá mennirnir lit þegar þeir heyra hljóð, eins og tónskáldið Skríabin sem samdi ljóð fyrir sinfóníuhljómsveit, eða Rachmaninoff sem dreymdi prelúdíu fyrir píanó. Einn ... Lesa meira

Ljóð úr Heyrnarlausu lýðveldi

2024-03-14T17:00:52+00:0014. mars 2024|

Eftir Ilya Kaminsky Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2024 Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson þýddi        Eftirlitsstöðvar   Á götunum setja hermennirnir upp heyrnareftirlitsstöðvar og negla tilkynningar á staura og dyr:   HEYRNARLEYSI ER SMITANDI SJÚKDÓMUR. YKKUR TIL VARNAR ÞARF AÐ SETJA ALLA ÞEGNA Á MENGUÐUM SVÆÐUM Í SÓTTKVÍ INNAN 24 KLUKKUSTUNDA!   ... Lesa meira

Ljóð úr Vandamál vina minna

2023-12-06T15:58:18+00:0012. desember 2023|

eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur   Brot úr Vandamál vina minna. Bjartur-Veröld gefur út.       Vandamál vina minna Bakpokinn minn er keyptur notaður í öllum hólfum leitaði ég einhvers frá fyrri eiganda en þau voru tóm. Steypti strax innihaldi gömlu töskunnar í hann smeygði handleggjum í ólar byrjaði að safna. Enn ber ég hann á ... Lesa meira

Brot úr Vöggudýrabæ

2023-11-22T16:48:44+00:005. desember 2023|

eftir Kristján Hrafn Guðmundsson   Brot úr upphafskafla ljóðsögunnar Vöggudýrabær. Bjartur-Veröld gefur út.         ÞYNGDVELLIR       Ég man enn myndina á RÚV, sennilega sýnd 1990, um rúmensku börnin sem bönkuðu höfði í vegg á munaðarleysingjahælum, líktog þau voru kölluð. Líklega voru börnin ekkert kölluð. Einungis númer á blaði, ef það. ... Lesa meira

Ljóð úr Flagsól

2023-10-27T14:19:42+00:0027. október 2023|

Ullblekill Eftir Melkorku Ólafsdóttur Úr ljóðabókinni Flagsól sem kemur út 31. október. Mál og menning gefur út. Ullblekill / Mynd: Hlíf Una Bárudóttir       Við röðum okkur upp í vegköntunum höfum skjól hver af annarri drögum pilsin upp fyrir hné keyri einhver framhjá að tala um hvað sé við hæfi hvað ... Lesa meira

Tvö álfakvæði

2023-10-16T15:49:55+00:0013. október 2023|

Álfar eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring (Angústúra, 2023) eftir Hjörleif Hjartarson Úr Tímariti Máls og mennningar, 3. hefti 2023 Ljóðin birtast einnig í bókinni Álfar eftir þau Hjörleif og Rán Flygenring sem kemur út hjá Angústúru á dögunum. Þau hafa áður gefið út verkin Fuglar og Hestar saman. Verk úr bókinni eftir ... Lesa meira

Tvö ljóð eftir Kaveh Akbar

2023-09-19T14:02:03+00:0015. september 2023|

Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2023 Þórdís Helgadóttir þýddi   Mjólkurá leyfðu mér aðeins           fyrir ekki svo löngu var ég heilalaus dró eldflugur letilega inn á milli tannanna           tuggði úr þeim hreint ljós           þá var svo stór hluti af mér ekkert að ég hefði passað í sykurmola ... Lesa meira

Domino’s á Skólavörðustíg

2023-06-21T14:09:16+00:0021. júní 2023|

eftir Jónas Reyni Gunnarsson Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2014.     Strákur hækkar í græjum og býr til drunur. Hann er í íþróttabuxum. Blátt skilti lýsir upp strákinn og stelpuna. Magnarinn nær að hrista hár stelpunnar úr teygjunni. Vá, segir hún. Hemlaljós varpa á þau rauðri birtu. Hljóðin úr græjunum opna dyrnar ... Lesa meira

Á hvarmi lífsins

2023-05-15T11:17:36+00:0015. maí 2023|

eftir Ísak Harðarson Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 1993.     Er ég geng niður í fjöruna að leita að kyrrð er kyrrðin þar á ferð að leita að manni Og horfumst í augu tvö augnablik blikandi himinn blikandi haf „Sjáumst!“ Og hún festir mig í minni og ég festi hana hér   ... Lesa meira

Parabólusetning

2023-01-13T12:57:39+00:0013. janúar 2023|

Eftir Eirík Örn Norðdahl Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2007       Í rífandi gangi á brokki og baksundi heillaðar meyjar með glit í augunum svarthol í augunum sem sýgur í sig hnappa sauma klæði klink og rússneskar stáltennur búlgarska postulínsgóma það sekkur enginn til botns í sjóðandi vatni svífur enginn til ... Lesa meira