Þú ert hér://Ljóð

Fjallið og ljóðið

2019-11-13T09:56:02+00:0013. nóvember 2019|

Eftir Davíð Hörgdal Stefánsson Davíð Hörgdal Stefánsson Úr fjórðu ljóðabók Davíðs, Heimaslátrun og aðrar vögguvísur. Forsala bókarinnar stendur nú yfir á Karolina Fund og lýkur henni þann 14. nóvember.   Fjallið og ljóðið Fjallið og ljóðið sköpuð úr sama hráefni bæði gegnsæ eins og byltingin miskunnarlaus þegar úr þeim hrynur ég skrifa fjall ... Lesa meira

Herðubreið

2019-11-05T15:48:46+00:005. nóvember 2019|

Eftir Hönnu Óladóttur Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2019   Hanna Óladóttir / Mynd: Kristinn Ingvarsson Snarbrattar skriður, þverhníptar fannir, stórgrýttar torfærur. Við fyllumst stolti þegar við stöndum á toppnum. Þar er hvorki kalt né vinafátt, hamingjan áþreifanleg yfir sameiginlegum sigri. Umvafin fegurð þess rennum við saman í eitt.    

Þrjú ljóð

2019-10-29T16:01:00+00:0029. október 2019|

Eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur Úr ljóðabókinni Edda sem hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2019. Sæmundur gefur út.   Harpa Rún Kristjánsdóttir Skjól Sama sól og sama tungl sjá ykkur rísa og hníga í skjóli sama fjallahrings líður líf ykkar prýtt hláturblómum skelfingarsköflum táraflóðum líf ykkar allt ekki nema andartak hvíslar eldfjallið að jökulleifunum.   ... Lesa meira

Tvö ljóð

2019-10-07T11:34:59+00:007. október 2019|

Eftir Fríðu Ísberg Úr ljóðabókinni Leðurjakkaveður sem er væntanleg 10. október. Mál og menning gefur út.   Fríða Ísberg / Mynd: Saga Sig Viðkvæmni þegar ég var sex ára gaf pabbi minn mér leðurjakka minn fyrsta leðurjakka hann hefur þekkt á eigin skinni að þau viðkvæmu þurfa vörn hann sagði: ef þau stríða ... Lesa meira

Tvö ljóð

2019-09-19T15:47:21+00:0011. september 2019|

Eftir Berg Ebba Benediktsson Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2013   Vestur-Berlín IV Í rjóðri í Tiergarten, í skjóli frá skarkala borgarinnar. Hér er alltaf haust. Hver dagur byrjar eins, þú gengur af stað í snjóþvegnum gallajakka. Hér er upptökuverið þar sem Bowie tekur upp Heroes eftir korter. Útsýni yfir Potzdamer Platz. Heitur ... Lesa meira

Upptekin við að deyja

2019-07-08T15:59:01+00:008. júlí 2019|

Eftir Rosaleen Glennon Ásdís Ingólfsdóttir þýddi. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2019   Einu sinni hlustaði ég á fólk tala um allt mögulegt en tíminn er dýrmætur og ég geri það ekki lengur. Einu sinni bjó ég í Þýskalandi einu sinni mundi ég bílnúmerið mitt einu sinni var ég skipulagðari með pappírana mína ... Lesa meira

Tvö ljóð

2019-05-21T14:47:04+00:0020. maí 2019|

Eftir Matthías Tryggva Haraldsson Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2014 Viljaþula Ég vil að þú hringir en bara ef þú vilt það Ég vil hringja í þig en bara ef þú vilt það Ég vil vera með þér en bara ef þú vilt það Ég vil að við tölum Ég vil vera þinn ... Lesa meira

7 x ávarp fjallkonunnar eða i miss iceland

2019-05-20T13:22:44+00:0020. janúar 2012|

Eftir Anton Helga Jónsson Úr Tímarit Máls og menningar 2. hefti 2010 1. það er bara óreiðufólk sem notar ekki smokk það var hún amma mín vön að segja bara óreiðufólk við afi þinn notuðum alltaf smokk það sagði hún amma mín oft og tíðum alltaf smokk við sýndum alltaf fyrirhyggju útí skemmu inní búri ... Lesa meira

Hús næði

2019-05-20T13:23:39+00:007. júlí 2009|

Eftir Þórarin Eldjárn Gefast ekki grið í griðastað guðað á glugga bankastjórans: má ég vera? heima - – - (úr ljóðabók Þórarins Eldjárn, Ydd, frá 1984.  Kvæðasafn Þórarins Eldjárn kom út hjá Vöku-Helgafelli 2008).