Halla Margrét JóhannesdóttirEftir Höllu Margréti Jóhannesdóttur

Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2018

 

Ég er úti
í óvissu vorsins
Sting upp garðinn
kem mér niður að frostlagi
og helst neðar

Bach er inni
í stofunni
Sellósónata ómar út um gluggann
hæfir öllum árstíðum
en á þessu vori vekur hún von
Leiðir fram og aftur
Hrosshár strjúka streng
og spretturinn hefst
Stökkin nákvæm
eins og gps punktar
á bretti
Fingraför

Er hægt að plægja hljóð?

Ég er úti
í óvissu vorsins
Sting upp garðinn
í þeirri vissu að moldin mýki hörund
og upp vaxi ylur