Þú ert hér:///ágúst

Ókindin á háaloftinu

2019-09-05T23:04:06+00:0027. ágúst 2010|

Nú þegar Vesturport tekur upp á ný sýningu sína á Hamskiptunum í Þjóðleikhúsinu rifjar tmm.is upp umsögn Silju Aðalsteinsdóttur sem birtist á vefnum 28. september 2007.  Þetta er magnþrungin sýning og fagnaðarefni að hún skuli tekin upp að nýju fyrir þá sem ekki áttu þess kost að sjá hana þá … Það rann ekki skýrt ... Lesa meira

Milljón á sekúndu

2019-09-05T23:08:22+00:0021. ágúst 2010|

Nígeríusvindlararnir svonefndu hafa tekið upp nýja fjáröflunaraðferð. Í stað ópersónulegra (en hjartaskerandi) bænarbréfa frá mönnum sem af pólitískum ástæðum komast ekki í peningana sína eru þeir farnir að senda persónuleg bréf á ákveðið fólk. Til dæmis fékk ég á dögunum tilkynningu um að virtur aðili af Aðalsteinsdóttir-ættinni, mister Alan Aðalsteinsdóttir, hefði fallið frá í Afríku ... Lesa meira

Sköpunarverkið

2020-01-24T15:19:41+00:0020. ágúst 2010|

Maður kemur inn á sviðið með annan mann eins og hveitisekk yfir öxlina og losar sig við byrði sína ofan í baðkar á sviðinu Í kerinu er vatn sem maðurinn eys nú yfir þann sem situr í kerinu. Smám saman verður ljóst að sá sem í baðinu situr er leir sem maðurinn er að móta. ... Lesa meira

Hin máttuga sagnalist

2020-01-24T15:39:14+00:0016. ágúst 2010|

Það var merkileg sögustund sem áhorfendur áttu með Árna Kristjánssyni á ArtFart síðdegis í dag í Útgerðinni við Grandagarð. Hann notaði enga leikmuni nema einn stól, engan búning eða gervi, bara eigin rödd og líkama. Þar að auki var hann að segja okkur sögu sem hann hafði upplifað sjálfur í fyrra þegar hann vann á ... Lesa meira

Nýgræðingar á vakt

2020-01-24T16:18:38+00:0015. ágúst 2010|

Það skemmtilega við ArtFart er náttúrlega það óvænta. Til dæmis var erfitt að vita hver nákvæmlega var að leika og hvenær á Fjöltengigjörningnum á BSÍ í gær. Og einmitt það atriði sem allir voru vissir um að væri partur af leiknum – þegar beri maðurinn með græna bindið kom og keypti sér gos – það ... Lesa meira

Eins og Hollywoodkvikmynd – bara betra

2020-01-24T15:49:34+00:0012. ágúst 2010|

Sviðslistahátíðin ArtFart er hafin þótt ekki fari mikið fyrir henni í hinum venjulegu miðlum. Kannski finnst öllum sjálfsagt að Netið sjái um að kynna og auglýsa slíkt nú á dögum – enda eru það ábyggilega bara risaeðlur sem ekki eru á Facebook. Hátíðin er haldin á mörgum stöðum í bænum og stendur til 22. ágústs ... Lesa meira