Þú ert hér://2010

Efnið sem draumar spinnast úr

2019-08-24T14:54:11+00:0030. desember 2010|

Þær eru ekki líkar Shakespeare-sýningarnar sem voru frumsýndar í stóru leikhúsunum milli jóla og nýjárs. Eiginlega eru þær algerar andstæður. Sú ástralska í Þjóðleikhúsinu er dökk og dimm með „ekta” ofsaveðri og stórrigningu, sú litháíska í Borgarleikhúsinu litrík og björt með gamaldags rokvélum á sviðinu til að framkalla ofviðrið sem hún heitir eftir. Í Þjóðleikhúsinu ... Lesa meira

“Hörmungatímum við hljótum að gera skil”

2019-08-24T15:02:11+00:0027. desember 2010|

Eiginlega er Lér konungur ómögulegt leikrit, rosalega langt og flókið og snýst mest um óyndisleg efni eins og valdabaráttu, heimsku, svik, geðveiki og ofbeldi. Það byrjar á því að gamall kóngur útfærir einstaklega vonda hugmynd sína: að gefa dætrum sínum þremur landsvæði í hlutfalli við ástina sem þær segjast bera til hans. Svo er honum ... Lesa meira

Leyndarmál og lygar

2019-09-05T21:46:17+00:0018. nóvember 2010|

Mojito eftir Jón Atla Jónasson var frumsýnt í gærkvöldi í nýuppgerðu og fínu Tjarnarbíói en þangað komst ég ekki. Þess í stað sá ég forsýningu kvöldið áður sem var eins og aðalæfingar eiga að vera til að frumsýningin verði góð, ansi misheppnuð! Greinilegt var að ýmsir gestanna vissu ekki hvort þeir voru komnir á staðinn ... Lesa meira

Ævintýri Dísu ljósálfs

2019-09-05T21:53:04+00:0024. október 2010|

Það er erfitt að ímynda sér örlagasögur barna úr nútímanum sem jafnist á við átakanlega hrakfarasögu Dísu litlu ljósálfs sem allir Íslendingar þekkja. Hún villist að heiman og lendir fyrst í vondri vist hjá mennskum hjónum, skógarhöggsmanni og konu hans, síðan í óhugnanlegri barnaþrælkun lengst ofan í jörðinni hjá moldvörpu; þaðan bjarga froskar henni og ... Lesa meira

Þegar gamli sorrý Gráni var felldur

2019-09-05T21:57:17+00:0016. október 2010|

Verið gæti að Finnski hesturinn eftir Sirkku Peltola sem Þjóðleikhúsið frumsýndi í gær verði fremur við smekk sjálfstæðismanna og vinstri grænna en samfylkingarmanna því þar er ekki alltaf talað vel um Evrópusambandið. En húmorinn mun áreiðanlega höfða til allra jafnt, einkum þó óborganleg persóna ömmunnar sem Ólafía Hrönn skapar á sviðinu og fylgir manni út ... Lesa meira

Sungið um ástir og hefnd

2019-09-05T22:03:12+00:0015. október 2010|

Sagan sem ópera Verdis Rigoletto segir er mögnuð og vel til fundið hjá leikstjóranum, Stefáni Baldurssyni, að flytja hana inn í undirheima Ítalíu í nútímanum. Með því minnir hann á að enn eru þeir feður til sem halda að þeir geti verndað dætur sínar með því að loka þær inni og enn er ungum stúlkum ... Lesa meira

Að vera eða ekki vera – þar er efinn

2019-09-05T22:10:22+00:0013. október 2010|

Ekki hef ég lengi séð eins vel heppnaða leikgerð skáldsögu á sviði og Fólkið í kjallaranum sem Borgarleikhúsið frumsýndi um helgina. Það sem gerði útslagið í leiktexta Ólafs Egils Egilssonar var hve mikið af auði sögunnar komst upp á sviðið, hve mörg atvik og hve mikið af togstreitunni og þjáningu efans sem þjakar aðalpersónuna. Þetta ... Lesa meira

Spilaborg rís og fellur

2019-09-05T22:26:59+00:0024. september 2010|

Borgarleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi leikritið Enron eftir Lucy Prebble, „heitasta leikritið í heiminum í dag“, eins og leikhúsið auglýsir. Þetta er vissulega tímabært stykki, en við erum svo heppin að hafa fengið okkar eigin hrunleikrit – verk eins og Þú ert hér, Ufsagrýlur og Góðir Íslendingar, fyrir nú utan það sjónarspil sem veruleiki okkar er ... Lesa meira

Husk at leve – mens du gør det

2019-09-05T22:32:32+00:0013. september 2010|

Danir eiga gífurlegan fjársjóð í sönglögum af öllu tagi, fyndnum og harmþrungnum, léttum og einföldum og þungum og flóknum, barnalögum og lögum um ellina, ástarljóðum og – ekki síst – söngljóðum um lífið og tilveruna. Hversdagsvitur ljóð sem gott er að grípa til þegar þörf er á andlegum styrk í dagsins önn. En Charlotte Bøving ... Lesa meira

Kastið hömlunum – komið með til Transilvaníu

2019-09-05T22:57:21+00:0012. september 2010|

Hof, nýja menningarhúsið á Akureyri, er fallega staðsett, skemmtilega hugsað og hannað og þangað er gott að koma. Og fyrsta frumsýning Leikfélags Akureyrar í húsinu, á Rocky Horror Show, tæplega fertugum söngleik eftir Richard O’Brien í fyrrakvöld, tókst svo vel að ég gæti best trúað að blessun væri yfir húsinu. Vissulega eru gallar á húsakynnunum. ... Lesa meira