Þú ert hér://2010

Þegar gamli sorrý Gráni var felldur

2019-09-05T21:57:17+00:0016. október 2010|

Verið gæti að Finnski hesturinn eftir Sirkku Peltola sem Þjóðleikhúsið frumsýndi í gær verði fremur við smekk sjálfstæðismanna og vinstri grænna en samfylkingarmanna því þar er ekki alltaf talað vel um Evrópusambandið. En húmorinn mun áreiðanlega höfða til allra jafnt, einkum þó óborganleg persóna ömmunnar sem Ólafía Hrönn skapar á sviðinu og fylgir manni út ... Lesa meira

Sungið um ástir og hefnd

2019-09-05T22:03:12+00:0015. október 2010|

Sagan sem ópera Verdis Rigoletto segir er mögnuð og vel til fundið hjá leikstjóranum, Stefáni Baldurssyni, að flytja hana inn í undirheima Ítalíu í nútímanum. Með því minnir hann á að enn eru þeir feður til sem halda að þeir geti verndað dætur sínar með því að loka þær inni og enn er ungum stúlkum ... Lesa meira

Að vera eða ekki vera – þar er efinn

2019-09-05T22:10:22+00:0013. október 2010|

Ekki hef ég lengi séð eins vel heppnaða leikgerð skáldsögu á sviði og Fólkið í kjallaranum sem Borgarleikhúsið frumsýndi um helgina. Það sem gerði útslagið í leiktexta Ólafs Egils Egilssonar var hve mikið af auði sögunnar komst upp á sviðið, hve mörg atvik og hve mikið af togstreitunni og þjáningu efans sem þjakar aðalpersónuna. Þetta ... Lesa meira

Karlsvagninn

2020-01-24T14:54:27+00:0029. september 2010|

Kristín Marja Baldursdóttir. Karlsvagninn. Mál og menning, 2009. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2010. Tvennt dynur yfir geðlækninn Gunni á einum sólarhring; það er brotist inn til hennar og þjófarnir láta greipar sópa á meðan hún sefur. „Ómissandi“ hlutum eins og farsíma og tölvum er rænt. Daginn eftir þegar Gunnur er að tygja ... Lesa meira

Fjórar myndir af myndlistarmönnum

2020-01-24T14:46:14+00:0029. september 2010|

Kristín Guðnadóttir. Svavar Guðnason. Veröld, 2009, 355 bls. Gunnar J. Árnason. Kristinn E. Hrafnsson. Crymogea, 2009. Guðbjörg Kristjánsdóttir ritstj. Gerður: meistari glers og málma. Listasafn Kópavogs, 2010. Þorsteinn Jónsson, ritstj. Páll á Húsafelli. Reykjavík Art Gallery. 2009. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2010. Svo lengi sem ég man eftir mér hefur útgáfa á ... Lesa meira

Óvíð ummyndaður

2020-01-24T14:08:26+00:0029. september 2010|

Óvíd (Publius Ovidius Naso). Ummyndanir (Metamorphoses). Kristján Árnason íslenskaði og ritaði inngang. Mál og menning, 2010. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2010. Allt breytist, ekkert eyðist. Andinn reikar, kemur þaðan og hingað og fer héðan þangað og sest að í hvaða líkama sem hann kýs sér, og úr dýrsham hverfur hann í líkama ... Lesa meira

Hermt frá guðsglímu

2020-01-24T14:09:35+00:0029. september 2010|

Árni Bergmann. Glíman við Guð. Bjartur, 2008. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2010. Glíman við Guð „Nú herm frá trúarbrögðum þínum mér.“ Þannig þýðir Bjarni frá Vogi eina þekktustu spurningu í þýskum bókmenntum, Grétuspurninguna, eða spurninguna sem Gréta ber upp við Fást („Nun sag, wie hast du’s mit der Religion?“ I. ... Lesa meira

Að spýta ljósi

2020-01-24T11:38:40+00:0029. september 2010|

Ísak Harðarson. Rennur upp um nótt. Rennur upp um nótt Uppheimar, 2009. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2010. Ísak Harðarson liggur mjög vel við því höggi að formáli umfjöllunar um bók hans sé fullur af frösum á borð við: „Eitt stærsta skáld sinnar kynslóðar“ eða: „Helsta nútímaskáld okkar Íslendinga“ eða: „Hefur ... Lesa meira

Spilaborg rís og fellur

2019-09-05T22:26:59+00:0024. september 2010|

Borgarleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi leikritið Enron eftir Lucy Prebble, „heitasta leikritið í heiminum í dag“, eins og leikhúsið auglýsir. Þetta er vissulega tímabært stykki, en við erum svo heppin að hafa fengið okkar eigin hrunleikrit – verk eins og Þú ert hér, Ufsagrýlur og Góðir Íslendingar, fyrir nú utan það sjónarspil sem veruleiki okkar er ... Lesa meira