Þú ert hér://Leikdómar

Leikdómar Silju Aðalsteinsdóttur eru ómissandi partur af menningarlífi Íslendinga.

Stefnumót í Kópavogi

2024-03-08T10:27:21+00:008. mars 2024|

Sá dásamlegi listamaður og leikari Árni Pétur Guðjónsson fær leikfélaga við hæfi í sýningunni … og hvað með það sem var frumsýnd í Leikhúsinu í Kópavogi (Funalind 2) í gærkvöldi. Þetta er samsköpunarverkefni, samið af Rúnari Guðbrandssyni leikstjóra, Árna Pétri sjálfum og leikfélaganum, Sigurði Edgar Andersen, dansara og boylesque-listamanni. Arnar Ingvarsson sér um ljós og ... Lesa meira

„Eina reddingin sem reddar því að þessi redding reddist er sönn ást!“

2024-03-10T14:59:35+00:003. mars 2024|

Konungshjónin í Arnardal (Atli Rafn Sigurðarson og Viktoría Sigurðardóttir) eiga tvær dætur. Meðan þær eru enn litlar telpur kemur í ljós að sú eldri, krónprinsessan Elsa (Jósefína Dickow Helgadóttir/Nína Sólrún Tamimi) ræður yfir galdramætti: ef hún gætir ekki handa sinna frystir hún allt í kringum sig. Henni verður það á að beita galdrinum á litlu ... Lesa meira

Upplausn í úthverfinu

2024-02-26T12:03:56+00:0024. febrúar 2024|

Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi í gær á stóra sviði Borgarleikhússins bandaríska söngleikinn Eitruð lítil pilla eftir Alanis Morissette og Diablo Cody, í þýðingu Ingólfs Eiríkssonar og Matthíasar Tryggva Haraldssonar og undir stjórn Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur. Hljómsveitarstjóri er Karl Olgeirsson.  Söguna samdi Cody upp úr hljómplötunni Jagged Little Pill eftir Morissette sem kom út 1995 en söngleikurinn ... Lesa meira

Raunasaga Víkingsins

2024-02-23T17:02:31+00:0023. febrúar 2024|

Mestu skrautsýningar leikhúsanna í heiminum eru iðulega söngleikir. Í þá er mikið lagt – í leikmyndir, ljós, fjölda leikara og söngvara, að ekki sé talað um búninga, og mætti nefna allnokkra bara í okkar húsum á undanförnum árum og áratugum þessu til staðfestingar. Flestir hafa þessir söngleikir líka verið margprófaðir á sviðum erlendis áður en ... Lesa meira

Að skilja er að fyrirgefa

2024-02-16T12:06:46+00:0016. febrúar 2024|

Einleikurinn Saknaðarilmur var frumsýndur í Kassa Þjóðleikhússins í gærkvöldi. Höfundur og leikari er Unnur Ösp Stefánsdóttir en texta verksins byggir hún á bókum Elísabetar Jökulsdóttur, verðlaunaverkinu Aprílsólarkulda (2020) og Saknaðarilmi (2022). Björn Thors leikstýrir konu sinni af hlýju og innsæi; meistaralega leikmyndina hannaði Elín Hansdóttir og lýsingin sem lék sér svo listilega að henni er ... Lesa meira

„Vaðlaheiðargöng eru æði“

2024-02-19T10:38:02+00:003. febrúar 2024|

Það er eiginlega óhjákvæmilegt að hugsa til skessunnar í ævintýrinu um Búkollu þegar maður veltir Vaðlaheiðargöngum fyrir sér, mestu framkvæmd Íslandssögunnar, eins og segir i kynningu á leikritinu um hana, Vaðlaheiðargöngum, sem frumsýnt var á Nýja sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi á vegum leikhópsins Verkfræðinga. Hljóðheimur Gunnars Karels Mássonar sem mætti okkur gat á köflum vel ... Lesa meira

Benni Hemm Hemm og Kórinn

2024-02-19T10:39:58+00:0026. janúar 2024|

Í gærkvöldi var frumsýnt í Tjarnarbíó óvænt og skemmtilegt sviðs- og kórverk, Ljósið og ruslið, eftir Benna Hemm Hemm og Ásrúnu Magnúsdóttur danshöfund. Þetta eru tíu sjálfstæð lög eftir Benna við texta eftir hann líka, þau fjalla um ýmis málefni, misalvarleg. Iðulega stefna þau hressilega saman húmor og depurð, og kórinn, samsettur úr um það ... Lesa meira

Kvöldstund með Heiðari snyrti

2024-01-26T10:47:50+00:0020. janúar 2024|

  „Þú gætir kallað umsögnina þína Veislu undir grjótvegg,“ sagði fylgdarmaður minn þegar við vorum sest inn í Litla sal Borgarleikhússins í gærkvöldi og virtum fyrir okkur glæsilega sviðsmynd Barkar Jónssonar, háa, grófa og margbrotna Drápuhlíðargrjótvegginn sem húsbóndinn á heimilinu, Ingi (Sigurður Þór Óskarsson), skreytir með rauðum ljósaklösum meðan gestir á Lúnu eftir Tyrfing Tyrfingsson ... Lesa meira

Hvernig var bragðið?

2024-01-19T13:28:41+00:0019. janúar 2024|

Það er ekki beinlínis þægilegt áhorfs og áheyrnar, leikritið sem var frumsýnt í Tjarnarbíó í gærkvöldi undir stjórn Adolfs Smára Unnarssonar. Satt að segja hefði mér þótt erfitt að ímynda mér að ég þyrfti nokkurn tíma að taka afstöðu til jafn ólíklegs viðburðar og mannáts í leikdómi. En danska verðlaunaverkið Kannibalen eftir Johannes Lilleøre frá ... Lesa meira

Fjöruleikir

2024-01-14T16:28:50+00:0014. janúar 2024|

Leikfélagið Reine Mer frumsýndi í dag látbragðsleikinn og hálfgrímusýninguna Ég heiti Steinn  í Tjarnarbíó. Höfundur er Lucas Rastoll-Mamalia sem einnig leikstýrir og gerir myndbönd; skemmtilegar grímurnar eru eftir Francescu Lombardi, lýsingu hannar Juliette Louste og Sacha Bernardson sér um tónlistina. Sýningin er orðlaus en leikararnir gefa frá sér mjög skiljanleg hljóð! Steinn litli (Lucas Rastoll-Mamalia) ... Lesa meira