Þú ert hér://Leikdómar

Leikdómar Silju Aðalsteinsdóttur eru ómissandi partur af menningarlífi Íslendinga.

Umbreyting í takt við Schubert

2020-08-07T00:04:56+00:006. ágúst 2020|

Þegar þau gengu inn á sviðið í Tjarnarbíó í gærkvöldi, Sveinn Dúa Hjörleifsson, Tómas Guðni Eggertsson og Kristrún Hrafnsdóttir, voru þau ekkert áberandi frábrugðin félögunum á upptökunni með Fischer Dieskau og Eschenbach sem ég hafði horft á fyrr um daginn á netinu flytja ljóðaflokkinn um Malarastúlkuna fögru eftir Franz Schubert og Wilhelm Müller. Dieskau og ... Lesa meira

„Sögurnar þær lifa ekki af sjálfu sér“

2020-07-20T18:12:18+00:0011. júní 2020|

Sólin skein aldeilis skært á leikendur og áhorfendur í Elliðaárdalnum í gær þegar Leikhópurinn Lotta sýndi Bakkabræður í annað sinn á höfuðborgarsvæðinu. Það lá við að hitinn yrði illbærilegur þarna á Lottutúni inn á milli trjánna og ég vorkenndi leikendunum svolítið í sínum hlýlegu búningum. Svið og búningar (Kristína R. Berman) segja okkur að leikritið ... Lesa meira

Mundi og Bóbó hjá ömmu Gógó í Ameríku

2020-06-11T14:41:37+00:007. júní 2020|

Það er ekkert langt síðan við vorum síðast minnt á fjölskylduna í Gamla húsinu í Thulekampinum, Tómas kaupmann, Karólínu spákonu, Gógó dóttur hennar, öll börnin hennar Gógóar og barnabörn, Þjóðleikhúsið setti upp nýjan söngleik byggðan á Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyjunni haustið 2016 eins og við munum. Í gærkvöldi voru kynnin við þetta geðríka ... Lesa meira

Nífaldur Bubbi Morthens

2020-03-17T17:07:50+00:0014. mars 2020|

Tvennt gerir mér einkum erfitt fyrir að skrifa um söngleikinn 9 líf eftir Bubba Morthens og Ólaf Egil Egilsson sem var frumsýndur á stóra sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi undir stjórn Ólafs Egils. Annað er hve margir hafa þegar tjáð sig í svo löngu og litríku máli um sýninguna á Facebook að það verður vandi að ... Lesa meira

Fimm fræknir á hraðnámskeiði í skattsvikum

2020-03-17T17:17:21+00:0013. mars 2020|

Það fór fram merkileg kennslustund í salnum á þriðju hæð Borgarleikhússins í gærkvöldi. Þar freistuðu félagarnir fimm í leikhópnum Ást og karókí þess að kenna áhorfendum að svíkja undan skatti með því að koma peningunum sínum fyrir í skattaskjóli. Afleitt efni í leiksýningu? Annað kom á daginn! Sýningin Skattsvik Development Group hefst á símtali um ... Lesa meira

Pólskt Ísland

2020-03-12T18:43:49+00:0012. mars 2020|

Fjölþjóðlegi hópurinn Reykjavík Ensemble frumsýndi í gær verkið Polishing Iceland undir stjórn Pálínu Jónsdóttur sem líka sá um búninga (þeir voru ansi fínir). Dramatúrg er Angela Rawlings. Heiti verksins er alger snilld, vísar bæði til algengra starfa Pólverja á Íslandi og þess hvað þeim hefur fjölgað hérlendis undanfarin ár. Sýningin er byggð á sjálfsævisögulegri smásögu ... Lesa meira

Gömul sár gróa ekki hjálparlaust

2020-03-10T14:08:47+00:0010. mars 2020|

Bernd Ogrodnik frumsýndi verk sitt Brúðumeistarann í Brúðuheimum Þjóðleikhússins síðastliðinn laugardag undir styrkri og hugmyndaríkri stjórn Bergs Þórs Ingólfssonar. María Helga Guðmundsdóttir þýðir textann. Ég sá aðra sýningu í gær. Brúðuheimar eru uppi í turni leikhússins og þarf að príla upp marga stiga til að komast þangað, en þar hefur Bernd skapað marga töfraveröldina síðan ... Lesa meira

Ástríða út yfir gröf og dauða

2020-03-06T13:06:14+00:006. mars 2020|

Í gærkvöldi sá ég túlkun leikhópsins Miðnættis á draugasögunni víðfrægu um Djáknann á Myrká. Handritið og bráðsmellna söngtexta samdi Agnes Wild í samvinnu við leikhópinn, hún leikstýrir einnig en tónlistina samdi Sigrún Harðardóttir. Söguna þekkja auðvitað allir en hún segir frá djákna nokkrum sem vingast við vinnukonu á bæ í næstu sveit. Hann býður henni ... Lesa meira

Stúlkan frá hafinu

2020-02-29T15:31:28+00:0029. febrúar 2020|

Í fyrrakvöld sá ég einleik Gretu Clough Sæhjarta í Tjarnarbíó. Greta er bandarísk en rekur brúðuleikhúsið Handbendi frá Hvammstanga þar sem hún býr. Sýningin er á ensku. Egill Ingibergsson hefur búið verkinu undurfagra umgjörð sem hann gerði ennþá fegurri með mjúkri lýsingu en Sigurður Líndal Þórisson leikstýrir. Greta situr á sviðinu í hvítum, síðum náttkjól ... Lesa meira

Þroskasaga spýtustráks

2020-02-24T13:40:46+00:0023. febrúar 2020|

Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi í dag á Litla sviði Borgarleikhússins leikgerð Ágústu Skúladóttur, Karls Ágústs Úlfssonar og leikhópsins á Ævintýrum spýtustráksins Gosa. Þessi lífseiga saga Ítalans Carlos Collodi, sem kom fyrst út sem framhaldssaga í ítölsku barnablaði á árunum 1881–82, er í eðli sínu afar vel útfærð siðræn uppeldisfræði, svo skýr og opinská að það má ... Lesa meira