Þú ert hér://Leikdómar

Leikdómar Silju Aðalsteinsdóttur eru ómissandi partur af menningarlífi Íslendinga.

Gætið að gleðinni

2019-12-05T14:05:33+00:002. desember 2019|

Leikhópurinn Miðnætti sem hefur glatt íslensk börn undanfarin ár (og er nú að teygja sig til barna annarra landa) frumsýndi í gær Jólaævintýri Þorra og Þuru í Tjarnarbíó. Handritið er eftir Agnesi Wild og Sigrúnu Harðardóttur sem einnig semja tónlistina og leika titilhlutverkin, en Sara Marti Guðmundsdóttir leikstýrir. Álfastúlkan Þura (Sigrún) er í heimsókn hjá ... Lesa meira

Ó, þetta er indælt stríð

2019-12-02T16:57:17+00:001. desember 2019|

Í pistli sínum í leikskrá Gestagangs segir leikstjórinn, Þorgeir Tryggvason, að áhugaleikfélagið Hugleikur hafi verið stofnað til að „borgarbúum byðust loksins sömu tækifæri til listsköpunar og landsbyggðafólkið hafði notið eins lengi og elstu menn mundu“. Í nýju sýningunni má sjá þessa hugsjón í verki því alls taka þar þátt yfir þrjátíu manns, leikarar og hljómlistarmenn. ... Lesa meira

Hann og Hún og sorgin

2019-11-16T11:58:35+00:0016. nóvember 2019|

Leikritið Eitur eftir hollenska leikskáldið Lot Vekemans, sem nú er sýnt á litla sviði Borgarleikhússins í þjálli og hrynfagurri þýðingu Rögnu Sigurðardóttur, fjallar um ólíkar aðferðir til að vinna úr sorg eftir barnsmissi. Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir og naumhyggjulega en afar viðeigandi leikmyndina gerir Börkur Jónsson. Hún (Nína Dögg Filippusdóttir) og Hann (Hilmir Snær Guðnason) ... Lesa meira

Norðanstúlka kemur suður

2019-11-15T11:51:16+00:0015. nóvember 2019|

Ég hef alltaf haldið upp á Atómstöðina, kannski vegna þess að ég var norðanstúlka eins og Ugla og mér var strítt svolítið á því í skólanum mínum fyrir sunnan. Þetta er skemmtilega galin saga í stíl, Halldór Laxness leikur sér að því að sjá höfuðborgina með augum lítt reyndrar rúmlega tvítugrar stúlku norðan úr afdal ... Lesa meira

Af kartöflunni Helgu

2019-10-29T16:01:45+00:0025. október 2019|

Leikhópurinn CGFC og tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn frumsýndu í gærkvöldi verkið Umbúðalaust – Kartöflur í sal á þriðju hæð Borgarleikhússins. Ég hef ekki grænan grun um fyrir hvað stafirnir CGFC standa en meðlimirnir eru fjórir, Arnar Geir Gústafsson, Birnir Jón Sigurðsson, Hallveig Kristín Eiríksdóttir og Ýr Jóhannsdóttir. Kartöflur / Mynd: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir Verkefnið ... Lesa meira

Kvöldstund með listamönnum

2019-10-23T13:43:00+00:0023. október 2019|

Andri Snær Magnason hefur sama hátt á með nýja bók sína, Um tímann og vatnið, og Draumalandið fyrir rúmum áratug, að kynna efni hennar á samkomu í aðalsal Borgarleikhússins. Hér er samt mun meiri sýning á ferðinni, enda frumkvæðið hjá Borgarleikhúsinu og kvöldið partur af sýningaröð þeirra, „Kvöldstund með listamanni“. Það er erfitt að hugsa ... Lesa meira

Nóbelsskáld deyr

2019-10-20T11:50:06+00:0020. október 2019|

Björn Leó Brynjarsson hefur verið leikskáld Borgarleikhússins undanfarið ár og í gærkvöldi sá ég afraksturinn, Stórskáldið á Nýja sviði undir stjórn Péturs Ármannssonar. Mér er enn furðu ferskur í minni einleikurinn Frami eftir Björn Leó sem var sýndur í Tjarnarbíó fyrir fjórum árum þannig að væntingarnar voru talsverðar. Þær minnkuðu ekki við geysilega viðamikið (bókstaflega, ... Lesa meira

Eins og allir aðrir – bara spes

2019-10-20T13:45:34+00:0020. október 2019|

Mamma klikk eftir Gunnar Helgason er meðal vinsælustu íslensku barnabóka þessarar aldar en það lá alls ekki á borðinu að hægt væri að færa hana á svið með góðu móti. Eins og allir sem hafa lesið hana vita geymir hún óhemju stórt leyndarmál sem við komumst ekki að fyrr en í lokin – og verðum ... Lesa meira

Lúserinn snýr aftur

2019-10-20T10:04:12+00:0020. október 2019|

Það er umtalsvert afrek sem Sveinn Ólafur Gunnarsson vinnur á sviði Tjarnarbíós í verkinu Rocky sem Óskabörn ógæfunnar frumsýndu þar á föstudagskvöldið undir stjórn Vignis Rafns Valþórssonar. Sveinn er einn á sviðinu í um það bil 80 mínútur, talar allan tímann, lendir í hörkubardaga við ósýnilegan andstæðing og sýnir sjálfum sér að lokum þá dýpstu ... Lesa meira

Ríkisbubbinn, eiginkonan, viðhaldið og kokkurinn

2019-10-12T18:20:22+00:0012. október 2019|

Sex í sveit í uppsetningu Borgarleikhússins er blessunarleg hlátursprengja nú sem fyrr. Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri hefur valið vel í hlutverkin, þarna eru leikarar sem víla ekki fyrir sér að halda uppi sturluðu fjöri í hátt í þrjá klukkutíma en fá að vísu vel þeginn matartíma í miðju kafi. Verkið er eignað franska farsaskáldinu Marc ... Lesa meira