Þú ert hér://Leikdómar

Leikdómar Silju Aðalsteinsdóttur eru ómissandi partur af menningarlífi Íslendinga.

Töfra töfra

2020-09-28T21:19:31+00:0028. september 2020|

Lalli töframaður (Lárus Blöndal Guðjónsson) kann ekki á klukku. Hann skammar alsaklausa áhorfendur fyrir að koma of snemma á sýninguna, þó að þeir séu á hárréttum tíma, af því að hann á alveg eftir að taka til á sviðinu og undirbúa töfrabrögðin. En við erum sest og ekkert annað í stöðunni en að leyfa okkur ... Lesa meira

„Og borgin okkar best er gjörð af öllum borgum hér á jörð“

2020-09-28T21:20:44+00:0027. september 2020|

„Ég vildi að ég byggi í Kardimommubæ,“ stundi fullorðinn förunautur minn eftir frumsýninguna í Þjóðleikhúsinu í gær. Og hver vildi ekki búa í borg þar sem hvert tækifæri er notað til hátíðahalda, þar sem allir bæjarbúar hjálpast að þegar kviknar í og þar sem þjófum er ekki haldið í fangelsi heldur eru þeir endurhæfðir og ... Lesa meira

Ég er Kópavogur

2020-09-28T21:18:18+00:0026. september 2020|

Kópavogskrónika – til dóttur minnar með ást og steiktum eftir Kamillu Einarsdóttur er sennilega sérkennilegasta ástarjátning sem ég hef á ævi minni lesið. Og nú bætir Þjóðleikhúsið um betur og leyfir mér að horfa og hlusta á Krónikuna í Kassanum, í uppsetningu Silju Hauksdóttur. Leikgerðin er eftir Silju og aðalleikkonuna, Ilmi Kristjánsdóttur, og tónskáldið Auður ... Lesa meira

Maður og kona á 21. öldinni

2020-09-22T12:19:11+00:0021. september 2020|

Það er grímuskylda í Þjóðleikhúsinu og mér fannst það talsverð reynsla að sitja heila leiksýningu með grímu fyrir vitunum. En maður gerir hvað sem er, þegjandi og hljóðalaust, ef það stuðlar að því að leikhúsin haldist opin. Vissulega varð mér dálítið þungt um andardráttinn undir sýningunni en kannski var það ekki gríman heldur tilfinningaspennan á ... Lesa meira

Rita gengur aftur

2020-09-22T12:13:49+00:0019. september 2020|

Leikritið Oleanna eftir David Mamet sem var frumsýnt í gærkvöldi á Nýja sviði Borgarleikhússins í þýðingu Kristínar Eiríksdóttur er ekki nýtt verk, það var frumsýnt í Bandaríkjunum árið 1992 og er því bráðum þrítugt. Þó að það beri aldurinn í vel af því að þetta er vel samið leikrit þá geri ég ráð fyrir að ... Lesa meira

Ekkert er að, ekki neitt

2020-09-07T22:01:55+00:007. september 2020|

Aðstandendur nýju óperunnar, Ekkert er sorglegra en manneskjan, sem var frumsýnd í Tjarnarbíó í gærkvöldi, hafa tekið áhorfendum sínum vara fyrir að sjá söguþráð út úr verkinu. Það er „póstdramatískt“, segja þeir Friðrik Margrétar-Guðmundsson tónskáld og Adolf Smári Unnarsson leikstjóri og textahöfundur. En það er hrikalega erfitt að byrja ekki undir eins að spinna sögu ... Lesa meira

Hvað kemur með?

2020-09-07T21:55:19+00:005. september 2020|

Oft hef ég velt því fyrir mér á langri ævi hvað ég myndi hafa með mér ef ég þyrfti skyndilega að flýja að heiman vegna hamfara af einhverju tagi. Valið yrði sjálfsagt erfiðara hjá mér en Alex (Kjartan Darri Kristjánsson / Óðinn Benjamín Munthe), söguhetju barnaleikritsins Tréð eftir Söru Martí Guðmundsdóttur og Agnesi Wild sem ... Lesa meira

Umbreyting í takt við Schubert

2020-08-07T00:04:56+00:006. ágúst 2020|

Þegar þau gengu inn á sviðið í Tjarnarbíó í gærkvöldi, Sveinn Dúa Hjörleifsson, Tómas Guðni Eggertsson og Kristrún Hrafnsdóttir, voru þau ekkert áberandi frábrugðin félögunum á upptökunni með Fischer Dieskau og Eschenbach sem ég hafði horft á fyrr um daginn á netinu flytja ljóðaflokkinn um Malarastúlkuna fögru eftir Franz Schubert og Wilhelm Müller. Dieskau og ... Lesa meira

„Sögurnar þær lifa ekki af sjálfu sér“

2020-07-20T18:12:18+00:0011. júní 2020|

Sólin skein aldeilis skært á leikendur og áhorfendur í Elliðaárdalnum í gær þegar Leikhópurinn Lotta sýndi Bakkabræður í annað sinn á höfuðborgarsvæðinu. Það lá við að hitinn yrði illbærilegur þarna á Lottutúni inn á milli trjánna og ég vorkenndi leikendunum svolítið í sínum hlýlegu búningum. Svið og búningar (Kristína R. Berman) segja okkur að leikritið ... Lesa meira

Mundi og Bóbó hjá ömmu Gógó í Ameríku

2020-06-11T14:41:37+00:007. júní 2020|

Það er ekkert langt síðan við vorum síðast minnt á fjölskylduna í Gamla húsinu í Thulekampinum, Tómas kaupmann, Karólínu spákonu, Gógó dóttur hennar, öll börnin hennar Gógóar og barnabörn, Þjóðleikhúsið setti upp nýjan söngleik byggðan á Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyjunni haustið 2016 eins og við munum. Í gærkvöldi voru kynnin við þetta geðríka ... Lesa meira