Þú ert hér://Silja Aðalsteinsdóttir

About Silja Aðalsteinsdóttir

This author has not yet filled in any details.
So far Silja Aðalsteinsdóttir has created 176 blog entries.

Kona vill skilja

2024-10-12T14:43:07+00:0012. október 2024|

Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi í gærkvöldi á stóra sviði Borgarleikhússins Óskaland eftir bandaríska leikskáldið Bess Wohl í lipurri þýðingu Ingunnar Snædal. Hilmir Snær Guðnason leikstýrði en Börkur Jónsson gerði áferðarfallega en gelda leikmyndina sem reyndist vera góð mynd af lífi fólksins í húsinu. Búningar Urðar Hákonardóttur voru vel við hæfi, einkum var snjallt að klæða utanaðkomandi ... Lesa meira

Holl messa

2024-10-07T10:37:28+00:007. október 2024|

Leikritið Nauðbeygð messa nýrra tíma eftir Einar Baldvin Brimar var sýnt hjá Afturámóti í Háskólabíó í sumar og hefur nú, sem betur fer, fengið framhaldslíf í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Leikstjóri er Vignir Rafn Valþórsson, Brjánn Hróbjartsson hannar einfalda leikmyndina og Sara Sól Sigurðardóttir sér um skrautlegt búningasafnið. Aðalpersóna verksins, Kláus Alfreðsson (Jakob van Ousterhout) liggur ... Lesa meira

Sannur Vesturbæingur?

2024-10-06T10:19:26+00:006. október 2024|

Uppistand hlýtur að vera um það bil streitufyllsta starf sem til er. Mig hryllir við tilhugsuninni einni um að standa ein á sviði í tvo tíma og tala. Þetta hefur þó verið aðalatvinna Jakobs Birgis (að eigin sögn) síðan hann var um tvítugt eða í sex ár, og hann frumsýndi nýlega nýtt uppistand, Vaxtarverki, í ... Lesa meira

„Ég fer í fríið“

2024-10-06T13:13:48+00:005. október 2024|

Fyrsta frumsýning haustsins á stóra sviði Þjóðleikhússins var í gærkvöldi á ærslaleiknum Eltum veðrið eftir leikhópinn og Kjartan Darra Kristjánsson. Leikstjórn er einnig í höndum Kjartans Darra og leikhópsins en frábært tjaldsvæðið á sviðinu gerði Ilmur Stefánsdóttir. Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir klæddi útilegufólkið í býsna dæmigerða búninga, allt eftir persónugerð og efnahag, nema hvað eitt parið ... Lesa meira

Ferðalag um harmaheima

2024-09-22T20:36:45+00:0022. september 2024|

Fyrir ári hóf Birnir Jón Sigurðsson leikárið í Tjarnarbíó með sínu bráðskemmtilega verki Sund sem raunar fær framhaldslíf í Þjóðleikhúsinu á þessu leikári. Og í gærkvöldi hófst nýtt leikár í Borgarleikhúsinu með nýju verki eftir hann, Sýslumanni Dauðans sem sýnt er á Nýja sviði. Leikstjóri er Stefán Jónsson. Mirek Kaczmarek hannar dularfullt og lengst af ... Lesa meira

Töfrar og vísindi / vísindi og töfrar

2024-09-15T16:51:17+00:0015. september 2024|

Nýjustu töfrar og vísindi heitir glæný sýning Lalla töframanns (eða Lárusar Blöndal Guðjónssonar) sem var frumsýnd í Tjarnarbíó í dag, og hún lofar að hún fái börn til að hugsa. Lalli byrjar á að hita upp, fyrst sjálfan sig með nokkrum laufléttum töfrabrögðum þar sem einn hlutur verður skyndilega allt annar hlutur – til dæmis ... Lesa meira

Vill einhver elska 29 ára gamla konu í hjólastól?

2024-09-13T09:24:11+00:0013. september 2024|

Taktu flugið ,beibí! eftir Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur var frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins í gærkvöldi. Ilmur Stefánsdóttir leikstýrir verkinu og hún hannaði líka snjalla leikmyndina utan um eina húsgagnið á sviðinu: hjólastól söguhetjunnar. Skemmtilegir og listrænir búningar eru verk Filippíu I. Elísdóttur; lýsingin sem oft tók mið af eða stýrði jafnvel stemningunni er hönnuð af Ástu ... Lesa meira

Enn heillar Elly

2024-09-07T12:27:10+00:007. september 2024|

Frá fyrstu mínútu situr maður með bjálfalegt bros á andlitinu; við og við verður brosið að hlátri og svo á næstu mínútu deyr hláturinn kannski og augun fyllast af tárum, kökkur lokar hálsinum og maður grætur. Svona djúp áhrif hefur örlagasaga Ellyjar enn og aftur. Söng- og leikverkið um Elly Vilhjálms, Elly, var frumsýnt á ... Lesa meira

Elskaðu náunga þinn

2024-08-11T16:46:58+00:0011. ágúst 2024|

Geim/vélmenna/stuðsöngleikurinn Vitfús Blú eftir Egil Andrason var frumsýndur í gærkvöldi hjá Afturámóti í Háskólabíó. Meðhöfundar eru Hafsteinn Níelsson og Kolbrún Óskarsdóttir. Tónlistin er líka eftir Egil og hana flytur sex manna hljómsveit á sviðinu af gífurlegu fjöri. Árið er 3033. Þrjú þúsund ár eru liðin frá krossfestingu Jesú sonar Maríu og vélmennin hafa í raun ... Lesa meira

Jóhanna er víða

2024-08-02T11:25:10+00:002. ágúst 2024|

Grindvíski leikhópurinn Gral frumsýndi í gærkvöldi hjá Afturámóti í Háskólabíó leikverkið Ég er ekki Jóhanna af Örk eftir Berg Þór Ingólfsson. Katrín Guðbjartsdóttir leikstýrir en Áróra Bergsdóttir og Emilía Bergsdóttir hafa skapað mjög sannfærandi stúdíó handa persónum verksins. Fjölnir Gíslason hannaði lýsinguna sem var yfirleitt einföld en stóð sig vel þegar á reyndi. Hún (Urður ... Lesa meira