Þú ert hér://Silja Aðalsteinsdóttir

About Silja Aðalsteinsdóttir

This author has not yet filled in any details.
So far Silja Aðalsteinsdóttir has created 155 blog entries.

Maðurinn er alltaf einn

2024-04-20T14:08:58+00:0020. apríl 2024|

Það er orðið talsvert langt síðan Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi verkið X eftir Alistair McDowall á Nýja sviði en atvikin hafa hagað því þannig að ég sá það ekki fyrr en í gær. Jón Atli Jónasson hefur gert á því ágæta þýðingu; hæfilega geimskipslega leikmynd og búninga hannaði Sigríður Sunna Reynisdóttir en ágeng lýsingin er verk ... Lesa meira

Líf með silfurskottu

2024-04-05T16:21:18+00:005. apríl 2024|

Gunnar Smári Jóhannesson frumsýndi í gærkvöldi einleik sinn Félagsskapur með sjálfum mér í Tjarnarbíó undir stjórn Tómasar Helga Baldurssonar. Stílhreint leiksviðið sem nýtti rýmið á óvenjulegan hátt hannaði Auður Katrín Víðisdóttir en Íris Rós Ragnhildar sá um tónheiminn sem var óáreitinn. Lýsingin var viðamikil og flókin, breyttist eftir því hvar persónan var stödd í frásögnum ... Lesa meira

Nýtt blóð (og aðrir vessar) í sviðslistum

2024-04-05T08:50:13+00:004. apríl 2024|

Ég var svo heppin að ná að sjá útskriftarsýningar tveggja nemenda á sviðshöfundabraut LHÍ núna kringum páskana; bæði lofa góðu um framtíðina. Það fyrra var Mergur eftir Katrínu Lóu Hafsteinsdóttur, tónverk frekar en leikverk þó að vissulega byggi hver þátttakandi til sína persónu eftir föngum. Þeir fengu dálítinn tíma til að móta persónu sína því ... Lesa meira

Sorgarsaga af snillingi

2024-03-31T09:32:37+00:0031. mars 2024|

Það var troðið á söguloftinu hjá Einari Kárasyni í gærkvöldi á Landnámssetrinu í Borgarnesi. Sögumaður okkar gat ekki gengið alveg frjálslega um gólf eins og hann er vanur vegna þrengslanna. En hann lét þau ekki á sig fá, sagði bara sína sögu, íhugull, nákvæmur, skýr og áheyrilegur. Ég var nokkuð spennt að vita hvernig hann ... Lesa meira

Svikuli tenórinn og snjalli sópraninn

2024-03-25T10:34:28+00:0024. mars 2024|

Þau eru gífurlega skemmtileg og líka feikna flink unga fólkið í Sviðslistahópnum Óði sem nú færir okkur í þriðja sinn gamanóperur í Þjóðleikhúskjallaranum. Í þetta sinn er það ópera sem aldrei hefur sést hér áður á sviði, Póst-Jón eða Le postillon de Lonjumeau eftir franska tónskáldið Adolphe Adam (1803–1856). Enn er það sópraninn í hópnum, ... Lesa meira

Stefnumót í Kópavogi

2024-03-25T11:46:05+00:008. mars 2024|

Sá dásamlegi listamaður og leikari Árni Pétur Guðjónsson fær leikfélaga við hæfi í sýningunni … og hvað með það sem var frumsýnd í Leikhúsinu í Kópavogi (Funalind 2) í gærkvöldi. Þetta er samsköpunarverkefni, samið af Rúnari Guðbrandssyni leikstjóra, Árna Pétri sjálfum og leikfélaganum, Sigurði Edgar Andersen, dansara og boylesque-listamanni. Arnar Ingvarsson sér um ljós og ... Lesa meira

„Eina reddingin sem reddar því að þessi redding reddist er sönn ást!“

2024-03-25T20:06:11+00:003. mars 2024|

Þjóðleikhúsið frumsýndi í gær söngleikinn Frost sem byggður er á Disneykvikmyndinni ofurvinsælu, Frozen. Fjarlægari kveikja að verkinu er ævintýrið um Snædrottninguna eftir H.C. Andersen. Ég sá sýninguna degi fyrr, á aðalæfingunni á föstudagskvöldið, og skrifa um þá sýningu. Handritið er eftir Jennifer Lee, tónlist og söngtextar eru eftir Kristen Anderson-Lopez og Robert Lopez en Bragi Valdimar ... Lesa meira

Upplausn í úthverfinu

2024-02-26T12:03:56+00:0024. febrúar 2024|

Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi í gær á stóra sviði Borgarleikhússins bandaríska söngleikinn Eitruð lítil pilla eftir Alanis Morissette og Diablo Cody, í þýðingu Ingólfs Eiríkssonar og Matthíasar Tryggva Haraldssonar og undir stjórn Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur. Hljómsveitarstjóri er Karl Olgeirsson.  Söguna samdi Cody upp úr hljómplötunni Jagged Little Pill eftir Morissette sem kom út 1995 en söngleikurinn ... Lesa meira

Raunasaga Víkingsins

2024-02-23T17:02:31+00:0023. febrúar 2024|

Mestu skrautsýningar leikhúsanna í heiminum eru iðulega söngleikir. Í þá er mikið lagt – í leikmyndir, ljós, fjölda leikara og söngvara, að ekki sé talað um búninga, og mætti nefna allnokkra bara í okkar húsum á undanförnum árum og áratugum þessu til staðfestingar. Flestir hafa þessir söngleikir líka verið margprófaðir á sviðum erlendis áður en ... Lesa meira