Þú ert hér://Silja Aðalsteinsdóttir

About Silja Aðalsteinsdóttir

This author has not yet filled in any details.
So far Silja Aðalsteinsdóttir has created 171 blog entries.

Töfrar og vísindi / vísindi og töfrar

2024-09-15T16:51:17+00:0015. september 2024|

Nýjustu töfrar og vísindi heitir glæný sýning Lalla töframanns (eða Lárusar Blöndal Guðjónssonar) sem var frumsýnd í Tjarnarbíó í dag, og hún lofar að hún fái börn til að hugsa. Lalli byrjar á að hita upp, fyrst sjálfan sig með nokkrum laufléttum töfrabrögðum þar sem einn hlutur verður skyndilega allt annar hlutur – til dæmis ... Lesa meira

Vill einhver elska 29 ára gamla konu í hjólastól?

2024-09-13T09:24:11+00:0013. september 2024|

Taktu flugið ,beibí! eftir Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur var frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins í gærkvöldi. Ilmur Stefánsdóttir leikstýrir verkinu og hún hannaði líka snjalla leikmyndina utan um eina húsgagnið á sviðinu: hjólastól söguhetjunnar. Skemmtilegir og listrænir búningar eru verk Filippíu I. Elísdóttur; lýsingin sem oft tók mið af eða stýrði jafnvel stemningunni er hönnuð af Ástu ... Lesa meira

Enn heillar Elly

2024-09-07T12:27:10+00:007. september 2024|

Frá fyrstu mínútu situr maður með bjálfalegt bros á andlitinu; við og við verður brosið að hlátri og svo á næstu mínútu deyr hláturinn kannski og augun fyllast af tárum, kökkur lokar hálsinum og maður grætur. Svona djúp áhrif hefur örlagasaga Ellyjar enn og aftur. Söng- og leikverkið um Elly Vilhjálms, Elly, var frumsýnt á ... Lesa meira

Elskaðu náunga þinn

2024-08-11T16:46:58+00:0011. ágúst 2024|

Geim/vélmenna/stuðsöngleikurinn Vitfús Blú eftir Egil Andrason var frumsýndur í gærkvöldi hjá Afturámóti í Háskólabíó. Meðhöfundar eru Hafsteinn Níelsson og Kolbrún Óskarsdóttir. Tónlistin er líka eftir Egil og hana flytur sex manna hljómsveit á sviðinu af gífurlegu fjöri. Árið er 3033. Þrjú þúsund ár eru liðin frá krossfestingu Jesú sonar Maríu og vélmennin hafa í raun ... Lesa meira

Jóhanna er víða

2024-08-02T11:25:10+00:002. ágúst 2024|

Grindvíski leikhópurinn Gral frumsýndi í gærkvöldi hjá Afturámóti í Háskólabíó leikverkið Ég er ekki Jóhanna af Örk eftir Berg Þór Ingólfsson. Katrín Guðbjartsdóttir leikstýrir en Áróra Bergsdóttir og Emilía Bergsdóttir hafa skapað mjög sannfærandi stúdíó handa persónum verksins. Fjölnir Gíslason hannaði lýsinguna sem var yfirleitt einföld en stóð sig vel þegar á reyndi. Hún (Urður ... Lesa meira

Hver er náungi minn?

2024-08-02T11:46:38+00:0019. júlí 2024|

Anna Karenina, söguhetja Tolstojs í samnefndri skáldsögu, er líklega frægasta (bókmennta)persónan sem deyr með því að henda sér fyrir járnbrautarlest, en það hafa margir farið að dæmi hennar, bæði í bókmenntum og raunveruleikanum. Í gærkvöldi var frumsýnt hjá Afturámóti í Háskólabíó nýtt leikverk eftir Adolf Smára Unnarsson, Undir, sem snýst um slíkt tilvik. Magnús Thorlacius ... Lesa meira

Piltur og stúlka endurvakin

2024-08-02T11:49:54+00:0028. júní 2024|

Hólmfríður Hafliðadóttir frumsýndi í gærkvöldi einleik sinn Þegar við erum ein í nýja sviðslistahúsinu Afturámóti í Háskólabíó. Meðhöfundur hennar er Melkorka Gunborg Briansdóttir sem einnig leikstýrir. Magnús Thorlacius er dramatúrg, Iðunn Gígja Kristjánsdóttir gerir leikmyndina sem er einföld en virkar vel og tónskáldið er Iðunn Einarsdóttir. Verkið fjallar um ástarsamband tveggja ungmenna en Hólmfríður leikur ... Lesa meira

Tveggja leiksýninga kvöld

2024-06-26T21:14:41+00:0026. júní 2024|

Dúndurfréttir: Nýtt sviðslistahús hefur verið stofnsett í Reykjavík, Afturámóti. Það hefur aðsetur í Háskólabíó og þar í sal 2 sá ég tvö stutt leikverk í gærkvöldi. Hið fyrra, Hansel og Gretel eftir Melkorku Gunborgu Briansdóttur hafði ég séð áður á Ungleik í Tjarnarbíó í fyrra, hið síðara var Svar við bréfi Petru eftir Gígju Hilmarsdóttur ... Lesa meira

Heimsókn í Hundraðekruskóg

2024-06-21T11:52:51+00:0020. júní 2024|

Leikhópurinn Lotta er sestur að í Ævintýraskóginum í Elliðaárdal – nema hvað nú heitir hann Hundraðekruskógurinn og titilpersóna nýja söngleiksins er enginn annar en sjálfur Bangsímon. Höfundur og leikstjóri er Anna Bergljót Thorarensen sem líka semur ágæta söngtexta ásamt Baldri Ragnarssyni en höfundar fjörugra laga eru Baldur Ragnarsson, Rósa Ásgeirsdóttir og Þórður Gunnar Þorvaldsson. Danshöfundur er Sif Elíasdóttir Bachmann ... Lesa meira

Loftfimleikar og loftslagsvá

2024-06-21T14:05:04+00:0017. júní 2024|

Sviðslistahópurinn Common Nonsense tekur þátt í Listahátíð í Reykjavík með verkinu Las Vegan eftir Ilmi Stefánsdóttur sem þau sýndu í portinu í Hafnarhúsi. Þetta mikla leiksvæði lögðu þau undir sig með flygil á öðrum endanum sem Davíð Þór Jónsson leikur á og loftfimleikatæki og tól á hinum endanum sem leikendur og sérstakir fimleikamenn (Justyna Micota ... Lesa meira