Þú ert hér://Silja Aðalsteinsdóttir

About Silja Aðalsteinsdóttir

This author has not yet filled in any details.
So far Silja Aðalsteinsdóttir has created 42 blog entries.

Refillinn í Bayeux

2021-05-14T11:00:09+00:0014. maí 2021|

Landnámssetrið í Borgarnesi heldur upp á fimmtán ára afmæli og nýja opnun eftir langt „kóf“ með sögustund um óvenjulegt efni. Reynir Tómas Geirsson læknir stóð nýlega að útgáfu á bókinni Dvergurinn frá Normandí eftir Lars-Henrik Olsen sem kona hans, Steinunn Jóna Sveinsdóttir, þýddi og sem segir frá tilurð refilsins fræga sem saumaður var í Kent ... Lesa meira

Hver er nashyrningur?

2021-04-27T13:27:43+00:0024. apríl 2021|

Þjóðleikhúsið frumsýndi í gær og fyrrakvöld Nashyrningana eftir Eugène Ionesco – frumsýningarnar voru tvær vegna þess að aðeins má hálffylla salinn vegna farsóttarinnar. Ný fantagóð þýðing er eftir Guðrúnu Vilmundardóttur og leikstjóri er Benedikt Erlingsson sem sjálfur vann leiksigur sem menntaskólanemi í hlutverki Róberts, sem Hilmir Snær Guðnason leikur nú.[1] Leikmynd er eftir Börk Jónsson, ... Lesa meira

Jónmundur og Kústur leysa morðmálin

2021-04-27T13:27:19+00:0023. apríl 2021|

Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð sýnir nú eigið sköpunarverk, Næsta morð á dagskrá – sagan af því hvernig Gréta hætti að gráta, undir stjórn Helga Gríms Hermannssonar og Tómasar Helga Baldurssonar. Unglingarnir vita að nútíminn hefur ekki áhuga á neinu öðru en glæpamálum og í þessu verki eru morðin þrjú! Upphaf sögu er að stúlkan Gréta ... Lesa meira

Ævintýri í flundarlegum kafbát

2021-03-25T10:12:23+00:0021. mars 2021|

Barnasýningin Kafbátur eftir Gunnar Eiríksson sem var frumsýnd í Kúlu Þjóðleikhússins í gær (ég sá aðra sýningu sem var í dag) er listaverk hvar sem á hana er litið. Sagan er fjörug með fallegum boðskap, þýðing Bergsveins Birgissonar einkar liðleg, leikurinn góður og sviðið hans Finns Arnars Arnarsonar geggjað snilldarverk! Þetta er dystópía eins og ... Lesa meira

„Orðspor never dies“

2021-03-25T10:18:54+00:0012. mars 2021|

Það verður ekki frýnilegt lífið eftir hrun siðmenningarinnar ef marka má verk Kolfinnu Nikulásdóttur, The last kvöldmáltíð. Það var frumsýnt í Tjarnarbíó í gærkvöldi á vegum leikhópsins Hamfara undir stjórn Önnu Maríu Tómasdóttur. Þar hittum við síðustu eftirlifendurna í óræðri framtíð, eins konar fjölskyldu, pabba, mömmu, stúlku og tvo drengi (skyldleikinn er óljós), sem hafa ... Lesa meira

„Týnd er æra, töpuð er sál“

2021-03-08T13:07:50+00:005. mars 2021|

  Dæmdar konur fyrri alda fá nú uppreist æru hver af annarri. Bubbi Morthens söng um þær í titillagi plötunnar 18 konur og nefndi þar sérstaklega Þórdísi Halldórsdóttur sem vígði Drekkingarhyl árið 1618. Þórdís fékk svo um sig heila skáldsögu síðastliðið haust þegar Þóra Karítas Árnadóttir gaf út Blóðberg. Og nú hefur leikflokkurinn Svipir tekið ... Lesa meira

Maðurinn er það sem hann er ekki

2021-02-24T09:14:37+00:0022. febrúar 2021|

Núna þegar ég sé Sölumaður deyr í þriðja sinn – og í annað sinn á stóra sviði Borgarleikhússins – kemur það mér einkum á óvart hvað þetta fólk hans Arthurs Miller er lágkúrulegt. Áður var ég full af vorkunnsemi með „litla bátnum í leit að höfn“ en nú finnst mér ég sjá persónurnar í skærara ... Lesa meira

Kraftaverkin gerast víst

2021-02-24T09:46:08+00:0022. febrúar 2021|

Það er ansi stór hugmynd að taka inn, ekki síst fyrir krakka, að Litla svið Borgarleikhússins með öllu sem í því er og okkur áhorfendum líka sé í rauninni inni í höfði ellefu ára stúlku, en með þá hugmynd leikur hópurinn 10 fingur sér í verkinu Stúlkan sem stöðvaði heiminn. Verkið er samið af hópnum ... Lesa meira

Skólaskassið tamið

2021-02-12T13:21:35+00:0012. febrúar 2021|

Í sýningunni 10 hlutir sem Listafélag Verzlunarskólans sýnir nú í sal skólans undir stjórn Tómasar Helga Baldurssonar, byrjar pilturinn Kamel-Jón (Ágúst) í nýjum skóla. Og þá gerist tvennt alveg á fyrstu dögunum: hann verður bálskotinn í Biöncu hinni blíðu og fögru (Hrönn) og eignast bestu vinkonuna Bessý (Ilmur) sem hann fær til að hjálpa sér ... Lesa meira

Nei, þetta er ágæt hugmynd

2021-02-05T14:48:29+00:005. febrúar 2021|

Það var sérkennilegt að sitja í Tjarnarbíói í hálfan annan klukkutíma og horfa á leiksýningu sem var aðallega á tungumáli sem ég skil ekki. Þetta var frumsýning leikhópsins PólÍs á verki sínu Co za poroniony pomysł sem útleggst „Úff hvað þetta er slæm hugmynd“. En greinilega skildu margir í húsinu vel það sem fram fór ... Lesa meira