Þú ert hér://Silja Aðalsteinsdóttir

About Silja Aðalsteinsdóttir

This author has not yet filled in any details.
So far Silja Aðalsteinsdóttir has created 53 blog entries.

Þriðji stóllinn

2021-09-24T14:41:29+00:0024. september 2021|

Þjóðleikhúsið býður nú upp á hádegisleikhús í Þjóðleikhúskjallaranum, nýbreytni sem ber að fagna. Fyrsta verkið á dagskrá er Út að borða með Ester eftir Bjarna Jónsson, hálftímalangt stykki sem gerist á veitingahúsi þannig að við áhorfendur erum eðlilegt umhverfi leikaranna. Boðið er upp á súpu og brauð sem hvort tveggja var vel útilátið á sýningunni ... Lesa meira

Skáldskapur á að vera sannar myndir af lífinu

2021-09-18T18:05:22+00:0018. september 2021|

Ólafur Egill Egilsson leikstjóri tekur fyrir hvert íkonið af öðru. Fyrst var það Elly, næst Bubbi og í gærkvöldi var frumsýnd í Kassanum rannsókn hans á lífi Ástu Sigurðardóttur, rithöfundar og myndlistarkonu. Ólafur er ekki að brjóta þessar helgimyndir en hann leggur sig fram um að vera heiðarlegur gagnvart þeim og þá kemur auðvitað í ... Lesa meira

Fangar stórborganna þrá hafið

2021-09-17T14:43:39+00:0017. september 2021|

Fátt veit ég skemmtilegra en að horfa á brakandi ferskt íslenskt leikrit sem talar skýrt og skemmtilega beint inn í samtímann. Þannig verk frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur í gærkvöldi á Litla sviði Borgarleikhússins: Þéttingu hryggðar eftir Halldór Laxness Halldórsson eða Dóra DNA. Leikstjóri var Una Þorleifsdóttir. Eva Signý Berger gerði fráhrindandi og fremur ólíklega leikmynd en ... Lesa meira

Þrjár á palli

2021-09-14T09:26:29+00:0011. september 2021|

Það var mikið hlegið í Gaflaraleikhúsinu í gær á frumsýningunni á Bíddu bara, samtali með söngvum eftir leikkonurnar þrjár sem flytja það, Björk Jakobsdóttur, Selmu Björnsdóttur og Sölku Sól Eyfeld, enda allar framúrskarandi gamanleikkonur. Kostulegir söngtextarnir eru líka eftir leikkonurnar en Karl Olgeirs kom að samningu flestra laganna með þeim. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir sem ... Lesa meira

„Vellandi hatur, svellandi ást“

2021-09-06T11:04:14+00:005. september 2021|

Þjóðleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi eftir æðilanga bið leikgerð Þorleifs Arnar Arnarssonar á Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare. Þorleifur leikstýrir líka en dramatúrg er Hrafnhildur Hagalín. Einföld en lúmsk leikmyndin er Ilmar Stefánsdóttur, myndband er á vegum Nönnu MBS og Signýjar Rósar Ólafsdóttur en rosalegt búningafylliríið er verk Önnu Rúnar Tryggvadóttur og Urðar Hákonardóttur. Flókna ... Lesa meira

Forréttindahommi segir frá

2021-08-19T13:41:48+00:0019. ágúst 2021|

Bjarni Snæbjörnsson er holdgervingur lífsgleði svona til að sjá, glæsilegur maður, fríður sýnum með sérstaklega fallegt bros sem hann er óspar á. Það kemur eflaust mörgum vinum hans og öðrum samferðamönnum á óvart hvað hann segir í rauninni átakanlega sögu í söngleiknum um ævi sína, Góðan daginn, faggi, sem nú er sýndur í Þjóðleikhúskjallaranum. En ... Lesa meira

Öld einstaklingsins

2021-07-30T11:05:08+00:009. júlí 2021|

Fyrir leikhúsrottu eins og mig var einna mestur spenningur fyrir því á Reykjavík Fringe Festival að sjá pólitíska einleikinn Egoland. Þetta er verðlaunaverk þýsk-sænsk-kýpverska leikhópsins SRSLYyours, samið af hópnum og leikstjóranum Achim Wieland sem fylgdi sýningunni hingað. Þau sýndu í Tjarnarbíó. Sviðið er einfalt: stór kassi teiknaður á gólfið með breiðu, hvítu striki sem varð ... Lesa meira

Hver er tilgangur lífsins?

2021-06-24T14:13:21+00:0019. júní 2021|

Hákon Örn Helgason er meðal þeirra sem ljúka námi frá sviðshöfundabraut Listaháskólans núna í vor og hefur undanfarið sýnt útskriftarverkefni sitt, Jesú er til, hann spilar á banjó, á sviði skólans í Laugarnesi. Með honum er myndarlegur hópur, Magnús Thorlacius er dramatúrg, Rakel Andrésdóttir hannar leikmynd og með henni eru Helena Margrét Jónsdóttir og Egill ... Lesa meira

Í amerískum ævintýraskógi

2021-06-14T20:13:29+00:0014. júní 2021|

Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz hefur undanfarið sýnt söngleikinn  Djúpt inn í skóg (Into the Woods) eftir Stephen Sondheim (tónlist) og James Lapine (handrit) í Gaflaraleikhúsinu við miklar vinsældir. Leikstjóri er Orri Huginn Ágústsson og tónlistarstjóri Ingvar Alfreðsson en prýðileg þýðingin á bráðskemmtilegum textanum er eftir Einar Aðalsteinsson, Orra leikstjóra og Þór Breiðfjörð deildarstjóra. Söngleikurinn var ... Lesa meira

Besta veisla í heimi?

2021-05-19T11:35:25+00:0016. maí 2021|

Öll eigum við frá blautu barnsbeini og fram á þennan dag minningar um veislur, góðar og slæmar og allt þar á milli. Það er jafnmikill unaður að vakna morguninn eftir virkilega vel heppnaða veislu, hvort sem er á manns eigin vegum eða annarra, og það er ööömurlegt að vakna eftir misheppnaða veislu og neyðast til ... Lesa meira