Þú ert hér://Leikdómar

Leikdómar Silju Aðalsteinsdóttur eru ómissandi partur af menningarlífi Íslendinga.

Örleikrit hversdagsins

2022-05-17T09:45:29+00:007. apríl 2022|

Það er engu logið á Ást og upplýsingar, uppsetningu Þjóðleikhússins á verki Caryl Churchill í Kassanum. Þetta er ljómandi skemmtilegt verk og vel unnin sýning hjá Unu Þorleifsdóttur leikstjóra. Einfalt en spennandi svið hannar Daniel Angermayr og Eva Signý Berger sér um búningana sem urðu æ litríkari og fjörlegri því lengra sem leið á sýninguna. ... Lesa meira

Allt í lagi að vera smá smár

2022-03-23T12:54:34+00:0020. mars 2022|

Sviðslistahópurinn Toxic Kings frumsýndi í gærkvöldi spunaverkið How to make love to a man á tilraunaverkstæði Borgarleikhússins, Umbúðalaust, á 3. hæðinni. Hugmyndina spinna þeir út frá gamalli bók með sama titli sem ætluð var konum, að sjálfsögðu, en fannst áhugavert að gá hvort karlmenn gætu líka lært að elska sjálfa sig. Ég held að þeir ... Lesa meira

Mannabörn, tröllabörn og ofurbörn

2022-03-23T12:58:00+00:0020. mars 2022|

Þjóðleikhúsið frumsýndi í gær í kjallara Kassans barnaleikritið Umskipting eftir Sigrúnu Eldjárn undir stjórn Söru Martí Guðmundsdóttur. Þar hafði Snorri Freyr Hilmarsson leikmyndahönnuður snúið öllu á langveginn þannig að sviðið varð ógnarlangur klettaveggur með fosssprænum úr ljósi og hentugum mosagrónum syllum sem mátti leggjast í og klifra eftir. Þetta var bæði fallegt og bauð upp ... Lesa meira

Svo lengi lærir sem lifir

2022-03-23T13:12:00+00:0014. mars 2022|

Þau heilla mann upp úr skónum, börnin í nýja bekknum hennar Eyju (Iðunn Eldey Stefánsdóttir), þegar þau koma hlaupandi inn, syngjandi um besta dag í heimi þegar skólinn byrjar aftur eftir sumarfrí. Þetta er líka bekkurinn hans Rögnvaldar (Sigurður Sigurjónsson) en hann kemur ekki hlaupandi inn heldur staulast hann við staf, enda er hann 96 ... Lesa meira

Ást, hatur, þrá, ofbeldi

2022-03-23T13:15:59+00:0013. mars 2022|

Napolí-fjórleikur Elenu Ferrante opnar lesanda sýn inn í líf tveggja stúlkna sem eru fæddar undir lok seinna stríðs í fátækrahverfi í Napolí á suður Ítalíu og um leið á umhverfi þeirra, „hverfið“, borgina og smám saman landið allt, söguna, pólitíkina og ekki síst kvennapólitíkina, eftir því sem þær stöllur vaxa úr grasi. Þessari sýn reyna ... Lesa meira

Fram og aftur frá degi núll

2022-03-01T15:56:29+00:0025. febrúar 2022|

Gísli Örn Garðarsson hljóp sig nánast sleitulaust í gegnum frumsýninguna á Ég hleyp á Nýja sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi. Þó tók sýningin eina og hálfa klukkustund og allan tímann talaði hann við okkur. Hvað getur maður sagt? Þrekvirki? Eldraun? Undur? Leiktextann samdi Line Mørkeby upp úr samnefndri bók Anders Legarth Schmidt, blaðamanns á Politiken, en ... Lesa meira

Smáblóm með titrandi, glitrandi tár

2022-02-17T15:18:09+00:0012. febrúar 2022|

Í gærkvöldi frumsýndi leikhópurinn Fimbulvetur leikritið Blóðugu kanínuna eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur í Tjarnarbíó, leikstjóri er Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Þegar við komum inn er á sviðinu lítið kaffihús með fáeinum misstórum borðum, afmarkað af þykkum bakvegg úr litríkum púðum. Handan við vegginn bíða fimm skuggar en til vinstri á sviðinu er píanó. Við það situr ... Lesa meira

Að missa vitið að mismiklu leyti

2022-02-06T14:32:17+00:005. febrúar 2022|

Það var sæluvíma yfir gestum Borgarleikhússins í gærkvöldi þegar frumsýnt var í báðum minni sölunum, dansverk á Nýja sviði, leikrit á Litla sviði; fólki fannst greinilega sem það hefði endurheimt dýrmætan hluta af lífi sínu. Þó voru allir með grímu og ekkert var í boði að drekka annað en kolsýrt te! Sýningin á Litla sviðinu ... Lesa meira

Ástarbréf yfir múrinn

2022-01-21T17:01:35+00:0021. janúar 2022|

Einleikurinn Það sem er, sem María Ellingsen frumsýndi í Tjarnarbíó í gærkvöldi, var upphaflega stutt skáldsaga, bréfasaga, sem þóttist kannski vera sönn: höfundurinn, Peter Asmussen, segist í inngangi hafa „fundið“ bréfin í fórum frænda síns eftir að hann lést. Þessi forsaga er ekki með í leiksýningunni, þar göngum við einfaldlega inn á bréfritarann, konuna Renate ... Lesa meira

Nostalgían lifnar við

2021-12-06T16:36:33+00:006. desember 2021|

Það dekrar við fortíðarþrána í manni að horfa á uppsetningu Leikfélags Reykjavíkur á Emil í Kattholti sem var frumsýnd um helgina á stóra sviði Borgarleikhússins. Ég sá aðra sýningu, í gær sunnudag, vegna þess að leikhúsfélagi minn tæplega fjögra ára var enn í smitgát á laugardaginn en sloppinn í gær. Sviðið hennar Evu Signýjar Berger ... Lesa meira