Þú ert hér://Leikdómar

Leikdómar Silju Aðalsteinsdóttur eru ómissandi partur af menningarlífi Íslendinga.

Öld einstaklingsins

2021-07-30T11:05:08+00:009. júlí 2021|

Fyrir leikhúsrottu eins og mig var einna mestur spenningur fyrir því á Reykjavík Fringe Festival að sjá pólitíska einleikinn Egoland. Þetta er verðlaunaverk þýsk-sænsk-kýpverska leikhópsins SRSLYyours, samið af hópnum og leikstjóranum Achim Wieland sem fylgdi sýningunni hingað. Þau sýndu í Tjarnarbíó. Sviðið er einfalt: stór kassi teiknaður á gólfið með breiðu, hvítu striki sem varð ... Lesa meira

Hver er tilgangur lífsins?

2021-06-24T14:13:21+00:0019. júní 2021|

Hákon Örn Helgason er meðal þeirra sem ljúka námi frá sviðshöfundabraut Listaháskólans núna í vor og hefur undanfarið sýnt útskriftarverkefni sitt, Jesú er til, hann spilar á banjó, á sviði skólans í Laugarnesi. Með honum er myndarlegur hópur, Magnús Thorlacius er dramatúrg, Rakel Andrésdóttir hannar leikmynd og með henni eru Helena Margrét Jónsdóttir og Egill ... Lesa meira

Í amerískum ævintýraskógi

2021-06-14T20:13:29+00:0014. júní 2021|

Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz hefur undanfarið sýnt söngleikinn  Djúpt inn í skóg (Into the Woods) eftir Stephen Sondheim (tónlist) og James Lapine (handrit) í Gaflaraleikhúsinu við miklar vinsældir. Leikstjóri er Orri Huginn Ágústsson og tónlistarstjóri Ingvar Alfreðsson en prýðileg þýðingin á bráðskemmtilegum textanum er eftir Einar Aðalsteinsson, Orra leikstjóra og Þór Breiðfjörð deildarstjóra. Söngleikurinn var ... Lesa meira

Besta veisla í heimi?

2021-05-19T11:35:25+00:0016. maí 2021|

Öll eigum við frá blautu barnsbeini og fram á þennan dag minningar um veislur, góðar og slæmar og allt þar á milli. Það er jafnmikill unaður að vakna morguninn eftir virkilega vel heppnaða veislu, hvort sem er á manns eigin vegum eða annarra, og það er ööömurlegt að vakna eftir misheppnaða veislu og neyðast til ... Lesa meira

Hvernig er veðrið?

2021-05-19T10:57:42+00:0015. maí 2021|

Sirkuslistahópurinn Hringleikur frumsýndi í gær í Tjarnarbíó sirkuslistaverkið Allra veðra von í Tjarnarbíó í samstarfi við leikhópinn Miðnætti. Úr síðarnefnda hópnum koma m.a. leikstjórinn Agnes Wild, búninga- og sviðsmyndahöfundurinn Eva Björg Harðardóttir og tónlistarstjórinn Sigrún Harðardóttir, en höfundar verksins eru liðsmenn Hringleiks, Bryndís Torfadóttir, Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Meyvant Kvaran, Nick Candy og Thomas Burke. Eins ... Lesa meira

Refillinn í Bayeux

2021-05-14T11:00:09+00:0014. maí 2021|

Landnámssetrið í Borgarnesi heldur upp á fimmtán ára afmæli og nýja opnun eftir langt „kóf“ með sögustund um óvenjulegt efni. Reynir Tómas Geirsson læknir stóð nýlega að útgáfu á bókinni Dvergurinn frá Normandí eftir Lars-Henrik Olsen sem kona hans, Steinunn Jóna Sveinsdóttir, þýddi og sem segir frá tilurð refilsins fræga sem saumaður var í Kent ... Lesa meira

Hver er nashyrningur?

2021-04-27T13:27:43+00:0024. apríl 2021|

Þjóðleikhúsið frumsýndi í gær og fyrrakvöld Nashyrningana eftir Eugène Ionesco – frumsýningarnar voru tvær vegna þess að aðeins má hálffylla salinn vegna farsóttarinnar. Ný fantagóð þýðing er eftir Guðrúnu Vilmundardóttur og leikstjóri er Benedikt Erlingsson sem sjálfur vann leiksigur sem menntaskólanemi í hlutverki Róberts, sem Hilmir Snær Guðnason leikur nú.[1] Leikmynd er eftir Börk Jónsson, ... Lesa meira

Jónmundur og Kústur leysa morðmálin

2021-04-27T13:27:19+00:0023. apríl 2021|

Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð sýnir nú eigið sköpunarverk, Næsta morð á dagskrá – sagan af því hvernig Gréta hætti að gráta, undir stjórn Helga Gríms Hermannssonar og Tómasar Helga Baldurssonar. Unglingarnir vita að nútíminn hefur ekki áhuga á neinu öðru en glæpamálum og í þessu verki eru morðin þrjú! Upphaf sögu er að stúlkan Gréta ... Lesa meira

Ævintýri í flundarlegum kafbát

2021-03-25T10:12:23+00:0021. mars 2021|

Barnasýningin Kafbátur eftir Gunnar Eiríksson sem var frumsýnd í Kúlu Þjóðleikhússins í gær (ég sá aðra sýningu sem var í dag) er listaverk hvar sem á hana er litið. Sagan er fjörug með fallegum boðskap, þýðing Bergsveins Birgissonar einkar liðleg, leikurinn góður og sviðið hans Finns Arnars Arnarsonar geggjað snilldarverk! Þetta er dystópía eins og ... Lesa meira

„Orðspor never dies“

2021-03-25T10:18:54+00:0012. mars 2021|

Það verður ekki frýnilegt lífið eftir hrun siðmenningarinnar ef marka má verk Kolfinnu Nikulásdóttur, The last kvöldmáltíð. Það var frumsýnt í Tjarnarbíó í gærkvöldi á vegum leikhópsins Hamfara undir stjórn Önnu Maríu Tómasdóttur. Þar hittum við síðustu eftirlifendurna í óræðri framtíð, eins konar fjölskyldu, pabba, mömmu, stúlku og tvo drengi (skyldleikinn er óljós), sem hafa ... Lesa meira