Þú ert hér://Leikdómar

Leikdómar Silju Aðalsteinsdóttur eru ómissandi partur af menningarlífi Íslendinga.

Fótboltinn og lífið

2024-06-21T11:49:43+00:0016. júní 2024|

Óperan Skjóta eftir Sigrúnu Gyðu Sveinsdóttur var frumsýnd fyrir skömmu í Ásmundarsal og ég sá hana í gær. Þetta er heimspekilegt verk sem teflir saman á frumlegan hátt fótboltaleik og baráttunni við loftslagsvá. Sigrún Gyða semur bæði texta og tónlist en Baldur Hjörleifsson er með henni í músíkinni; innsetningin utan um verkið er líka eftir ... Lesa meira

Yeki bood yeki nabood

2024-06-10T13:34:16+00:008. júní 2024|

Eitt sviðslistaverkið á Listahátíð í Reykjavík í ár er einfaldlega kennt við höfundinn, íranska leikskáldið Nassim, og flokkast frekar sem viðburður eða leikhúsupplifun en leikrit. Höfundurinn heitir fullu nafni Nassim Soleimanpour og á við þann vanda að stríða að þótt verk hans séu leikin um víða veröld eru þau aldrei leikin í heimalandi hans. Hann ... Lesa meira

Raunveruleikinn er stærsta ævintýrið

2024-05-16T15:27:10+00:0012. maí 2024|

Nýlega fékk ég það verkefni að lesa yfir próförk að skáldsögunni Benjamín dúfu eftir Friðrik Erlingsson sem er verið að endurútgefa. Þá rifjaðist upp fyrir mér – þó að ég hefði í rauninni aldrei gleymt því – hvað þetta er ótrúlega góð bók, vel samin, spennandi og makalaust áhrifamikil. Hún var svo fersk í huga ... Lesa meira

„Nú er ekkert eins og fyr“

2024-05-10T11:53:48+00:009. maí 2024|

Það eru of margar mis-skyldar hugmyndir í verkinu Sveitabær í bæjarsveit eftir Melkorku Gunborgu Briansdóttur, sem hún frumsýndi í Listaháskólanum í kvöld, en þær mega eiga það að þær voru allar góðar út af fyrir sig! Það er afskaplega gaman að sjá og heyra hvað ungu sviðshöfundarnir okkar eru frjóir, hugkvæmir og vel skrifandi. Leiktexti ... Lesa meira

Allt – sinnum hundrað þúsund

2024-05-10T11:55:58+00:004. maí 2024|

Leikhópurinn Svartur jakki frumsýndi í gærkvöldi í samstarfi við Þjóðleikhúsið Óperuna hundrað þúsund eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur og Kristínu Eiríksdóttur, í Kassa Þjóðleikhússins. Guðný Hrund Sigurðardóttir gerir fantalega spennandi búninga, Friðþjófur Þorsteinsson hannar vandaða lýsingu, Hákon Pálsson gerir myndbandið sem er bæði upplýsandi og smart en Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir heldur utan um allt saman og ... Lesa meira

Maðurinn er alltaf einn

2024-04-20T14:08:58+00:0020. apríl 2024|

Það er orðið talsvert langt síðan Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi verkið X eftir Alistair McDowall á Nýja sviði en atvikin hafa hagað því þannig að ég sá það ekki fyrr en í gær. Jón Atli Jónasson hefur gert á því ágæta þýðingu; hæfilega geimskipslega leikmynd og búninga hannaði Sigríður Sunna Reynisdóttir en ágeng lýsingin er verk ... Lesa meira

Líf með silfurskottu

2024-04-05T16:21:18+00:005. apríl 2024|

Gunnar Smári Jóhannesson frumsýndi í gærkvöldi einleik sinn Félagsskapur með sjálfum mér í Tjarnarbíó undir stjórn Tómasar Helga Baldurssonar. Stílhreint leiksviðið sem nýtti rýmið á óvenjulegan hátt hannaði Auður Katrín Víðisdóttir en Íris Rós Ragnhildar sá um tónheiminn sem var óáreitinn. Lýsingin var viðamikil og flókin, breyttist eftir því hvar persónan var stödd í frásögnum ... Lesa meira

Nýtt blóð (og aðrir vessar) í sviðslistum

2024-04-05T08:50:13+00:004. apríl 2024|

Ég var svo heppin að ná að sjá útskriftarsýningar tveggja nemenda á sviðshöfundabraut LHÍ núna kringum páskana; bæði lofa góðu um framtíðina. Það fyrra var Mergur eftir Katrínu Lóu Hafsteinsdóttur, tónverk frekar en leikverk þó að vissulega byggi hver þátttakandi til sína persónu eftir föngum. Þeir fengu dálítinn tíma til að móta persónu sína því ... Lesa meira

Sorgarsaga af snillingi

2024-03-31T09:32:37+00:0031. mars 2024|

Það var troðið á söguloftinu hjá Einari Kárasyni í gærkvöldi á Landnámssetrinu í Borgarnesi. Sögumaður okkar gat ekki gengið alveg frjálslega um gólf eins og hann er vanur vegna þrengslanna. En hann lét þau ekki á sig fá, sagði bara sína sögu, íhugull, nákvæmur, skýr og áheyrilegur. Ég var nokkuð spennt að vita hvernig hann ... Lesa meira