Þú ert hér://Leikdómar

Leikdómar Silju Aðalsteinsdóttur eru ómissandi partur af menningarlífi Íslendinga.

Að tala – eða ekki tala

2023-10-10T10:58:49+00:005. október 2023|

Einþáttungurinn Verkið eftir Jón Gnarr var frumsýnt í Þjóðleikhúskjallaranum í hádeginu í dag. Það hefur ekki gengið alveg nógu vel gegnum tíðina að fá borgarbúa til að koma í hádegisleikhús og mér finnst fallegt af Þjóðleikhúsinu að gefast ekki upp. Haustið 2021 voru sýnd tvö bráðskemmtileg verk í hádeginu í Kjallaranum, Út að borða með ... Lesa meira

Drottningin heimsækir Bæjarbíó

2023-10-03T09:41:31+00:002. október 2023|

Gaflaraleikhúsið frumsýndi í gær barnasýninguna Drottningin sem kunni allt nema ... eftir leikhópinn og Björk Jakobsdóttur sem líka leikstýrir. Í húsnæðisvanda sínum hefur hópurinn fengið inni í Bæjarbíói í Hafnarfirði, því fornfræga húsi sem kallar fram ótal minningar um myrkar og dularfullar sænskar og ítalskar bíómyndir frá sjöunda áratugnum. Það var sannarlega ekkert myrkt eða ... Lesa meira

Gömul saga og glæný

2023-10-03T09:56:27+00:0030. september 2023|

Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi í gærkvöldi af margföldu tilefni sjötugan söngleik þeirra bræðra og snillinga Jóns Múla og Jónasar Árnasona, Deleríum búbónis. Bergur Þór Ingólfsson lagaði verkið að nýjum tíma og leikstýrir sýningunni eins og fer ekki framhjá neinum. Þar er skörp kímnigáfa hans við stjórn, glöggt auga hans fyrir tímasetningum og óbrigðult næmi hans á ... Lesa meira

Hver er ég?

2023-10-03T10:11:25+00:0023. september 2023|

María Reyndal frumsýndi í gærkvöldi leikverk sitt Með Guð í vasanum á Nýja sviði Borgarleikhússins. Sérkennilega leikmyndina hannaði Brynja Björnsdóttir sem einnig sá um búninga en Pálmi Jónsson sá um lýsingu. Hljóðmyndin, sem skiptir svo gríðarlega miklu máli í sýningunni, var á vegum Ísidórs Jökuls Bjarnasonar. Sveinn Ólafur Gunnarsson aðstoðaði við handrit og lék líka ... Lesa meira

Ólánleg sólarlandaferð

2023-09-22T11:34:34+00:0022. september 2023|

Það var mikið hlegið í Tjarnarbíó í gærkvöldi á frumsýningu Pabbastráka eftir Hákon Örn Helgason og Helga Grím Hermannsson sem líka leika aðalhlutverkin. Persónurnar voru vissulega býsna hlægilegar en ennþá fyndnari heyrðist mér áhorfendum finnast vísanirnar til tímans þegar leikritið á að gerast – ársins minnisstæða 2007. Nýliðin þátíð er alltaf gott efni í grín ... Lesa meira

„Ég er fífl, ég er skúrkur“

2023-09-13T09:54:16+00:0010. september 2023|

Fyrsta frumsýning leikársins í Þjóðleikhúsinu var í gærkvöldi í Kassanum á Ást Fedru, vægðarlausu leikriti eftir breska leikskáldið Söruh Kane í prýðilegri þýðingu Kristínar Eiríksdóttur. Kolfinna Nikulásdóttir leikstýrir, Filippía I. Elísdóttir sér um leikmynd og búninga, Tumi Árnason um tónlist og Ásta Jónína Arnardóttir um ljós og myndbönd. Goðsagan forna um drottninguna sem girntist stjúpson ... Lesa meira

Eins og fiskar í vatni

2023-09-01T14:41:35+00:001. september 2023|

Fyrsta frumsýning leikársins var í Tjarnarbíó í gærkvöldi: Sund eftir Birni Jón Sigurðsson sem MurMur framleiðir. Hún setur fína viðmiðun fyrir framhaldið því hún er óvænt, unnin af hugmyndaríkri vandvirkni, fyndin og sexí. Á sviðinu í Tjarnarbíó er sundlaug. Við sjáum hana að vísu ekki en sjáum og heyrum laugargesti steypa sér ofan í hana. ... Lesa meira

Tvær á trúnó

2023-07-03T10:55:47+00:003. júlí 2023|

Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Sally Cowdin sýndu glænýtt verk sitt Release eða Létti í Mengi í gærkvöldi á Fringe hátíðinni fyrir yfirfullu húsi. Verkið sömdu þær sjálfar, upp úr eigin reynsluheimi að einhverju leyti, eftir því sem þær segja sjálfar, og Unnur Elísabet leikstýrir með aðstoð nokkurra góðra leikkvenna. Við erum stödd á salerni á ... Lesa meira

Að mæta Sannleikanum

2023-06-30T21:00:38+00:0030. júní 2023|

Diane Varco kom á Fringe hátíð í Reykjavík í fyrra með einleikinn Shattered sem ég sá því miður ekki, en hún fór heim af þeirri hátíð með verðlaun fyrir hann. Nú er hún komin aftur með nýjan einleik, Rise, sem Jessica Lynn Johnson stjórnar og við fáum að sjá á undan gestum á Fringe hátíðinni ... Lesa meira

Kvenlegur svartur húmor

2023-06-28T20:42:48+00:0028. júní 2023|

Einn þeirra fjölmörgu listamanna sem nú leggja leið sína til okkar ískalda og ónotalega lands til að taka þátt í Fringe-listahátíð í Reykjavík er Elsa Couvreur frá Woman’s Move í Sviss. Hún sýndi í dag fyrri sýningu sína af einleiknum The Sensemaker í Mengi við Óðinsgötu, sú seinni verður á föstudaginn kl. 17 á sama ... Lesa meira