Þú ert hér:///febrúar

Jafnvel lambið á sér leyndarmál

2024-03-08T10:23:45+00:0029. febrúar 2024|

Steinunn Sigurðardóttir: Ból. Mál og menning, 2023. 206 bls. Úr Tímariti Máls og menningar. 1. hefti 2024. Skömmu fyrir jól ræddi Tómas Ævar Ólafsson við skáldið Sjón í útvarpsþættinum Víðsjá um leyndarmál. „Það er gaman að eiga leyndarmál og ég held að það sé nauðsynlegt manneskjunni að eiga leyndarmál,“[1] sagði Sjón í þætti sem helgaður ... Lesa meira

Í kandíflossskýi samtímans

2024-02-19T11:20:14+00:0029. febrúar 2024|

Þórdís Helgadóttir: Armeló. Mál og menning, 2023. 374 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2024.   Fyrsta skáldsaga Þórdísar Helgadóttur, Armeló, segir frá fólki sem lifir í kandíflossskýinu sem hjúpar okkur flest í samtímanum. Þar er allt sætt og ekkert satt, ekkert sem sýnist og engu treystandi. Sæta gumsið snýst á ógnarhraða, verður ... Lesa meira

Hvað á að gera við séra Friðrik?

2024-02-19T11:19:39+00:0029. febrúar 2024|

Saga, samtíð og flóknar heimildir Guðmundur Magnússon: Séra Friðrik og drengirnir hans - Saga æskulýðsleiðtoga. Ugla útgáfa, 2023. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2024.   Engin þeirra bóka sem bárust með jólabókaflóðinu árið 2023 hefur vakið viðlíka viðbrögð og haft eins miklar opinberar afleiðingar og hin nýja ævisaga séra Friðriks Friðrikssonar (1868–1961) sem ... Lesa meira

Upplausn í úthverfinu

2024-02-26T12:03:56+00:0024. febrúar 2024|

Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi í gær á stóra sviði Borgarleikhússins bandaríska söngleikinn Eitruð lítil pilla eftir Alanis Morissette og Diablo Cody, í þýðingu Ingólfs Eiríkssonar og Matthíasar Tryggva Haraldssonar og undir stjórn Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur. Hljómsveitarstjóri er Karl Olgeirsson.  Söguna samdi Cody upp úr hljómplötunni Jagged Little Pill eftir Morissette sem kom út 1995 en söngleikurinn ... Lesa meira

Raunasaga Víkingsins

2024-02-23T17:02:31+00:0023. febrúar 2024|

Mestu skrautsýningar leikhúsanna í heiminum eru iðulega söngleikir. Í þá er mikið lagt – í leikmyndir, ljós, fjölda leikara og söngvara, að ekki sé talað um búninga, og mætti nefna allnokkra bara í okkar húsum á undanförnum árum og áratugum þessu til staðfestingar. Flestir hafa þessir söngleikir líka verið margprófaðir á sviðum erlendis áður en ... Lesa meira

Að skilja er að fyrirgefa

2024-02-16T12:06:46+00:0016. febrúar 2024|

Einleikurinn Saknaðarilmur var frumsýndur í Kassa Þjóðleikhússins í gærkvöldi. Höfundur og leikari er Unnur Ösp Stefánsdóttir en texta verksins byggir hún á bókum Elísabetar Jökulsdóttur, verðlaunaverkinu Aprílsólarkulda (2020) og Saknaðarilmi (2022). Björn Thors leikstýrir konu sinni af hlýju og innsæi; meistaralega leikmyndina hannaði Elín Hansdóttir og lýsingin sem lék sér svo listilega að henni er ... Lesa meira

„Vaðlaheiðargöng eru æði“

2024-02-19T10:38:02+00:003. febrúar 2024|

Það er eiginlega óhjákvæmilegt að hugsa til skessunnar í ævintýrinu um Búkollu þegar maður veltir Vaðlaheiðargöngum fyrir sér, mestu framkvæmd Íslandssögunnar, eins og segir i kynningu á leikritinu um hana, Vaðlaheiðargöngum, sem frumsýnt var á Nýja sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi á vegum leikhópsins Verkfræðinga. Hljóðheimur Gunnars Karels Mássonar sem mætti okkur gat á köflum vel ... Lesa meira