Þú ert hér:///október

Megafjör í Mosfellsbæ

2019-05-22T14:07:24+00:0020. október 2014|

Leikfélag Mosfellsbæjar er að sýna söngleikinn um Ronju ræningjadóttur í Bæjarleikhúsi sínu undir stjórn Agnesar Wild og tónlistarstjórn Sigrúnar Harðardóttur. Sýningin er afar fjölmenn, upp undir þrjátíu manns taka þátt í henni, og þó eru búningarnir enn fleiri því sömu leikarar leika skógarnornir og grádverga og annar hópur leikur rassálfa og Borkaræningja. Ekki furða þótt ... Lesa meira

Hvað er auður og afl …?

2019-05-22T14:08:47+00:0019. október 2014|

Maður mátti hafa sig allan við að fá ekki alvarlegt kast af þjóðernishroka undir frumsýningunni á Don Carlo í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Á snilldarlega hönnuðu sviði Þórunnar Sigríðar Þorgrímsdóttur, frumlega lýstu af Páli Ragnarssyni, steig fram hver glæsilegi söngvarinn af öðrum og lék og söng hlutverk sitt í einni mestu óperu Verdis undir styrkri ... Lesa meira

Leiðin til Rómar

2019-05-27T13:01:24+00:0018. október 2014|

Ekki get ég neitað því að ég kveið ofurlítið fyrir að sjá á sviði leikgerðina af Karítas, tveggja binda skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur. Verkið er mikil epík, það segir svo langa sögu, teygir sig yfir heila öld, fer svo víða og segir frá svo mörgum persónum að það virtist óðs manns æði að gera því ... Lesa meira

Lífið er drullumall

2019-05-27T13:19:28+00:0018. október 2014|

Það fer margt um huga fullorðinnar manneskju undir sýningu Tíu fingra á Lífinu sem var frumsýnd í dag í Tjarnarbíó undir stjórn Charlottu Bøving. Sköpunarsaga biblíunnar er nærri og þróunarkenning Darwins sækir svolítið á mann þegar dýrategundirnar sækja fram hver af annarri en mest hreiðraði þó um sig í huga mínum gamla snilldarþýðingin hans Magnúsar ... Lesa meira

„Allar góðar bækur fjalla um það hvílíkur bömmer það er að vera manneskja.“

2019-04-03T15:18:44+00:007. október 2014|

Eftir Bryndísi Björgvinsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2014 Mennirnir skapa sjálfir sögu sína, en þeir skapa hana ekki að vild sinni, ekki við skilyrði sem þeir hafa sjálfir valið, heldur við þau skilyrði sem þeir hitta fyrir sér, þeim eru fengin, þeir hljóta í arf. [1] – Karl Marx. Thanks for the ... Lesa meira

Karlafræðarinn

2019-05-27T13:18:53+00:006. október 2014|

Huldar Breiðfjörð virðist hafa sett sér það verkefni að kafa í sálarlíf íslenskra karla og athuga hvað hann kemur upp með. Nýséð (tvisvar í mínu tilviki) er kvikmyndin París norðursins þar sem fjórir karlmenn eru undir misnákvæmri smásjá (og einn karlmaður in spe á hliðarlínunni) og í gær sáum við Gauka á Nýja sviði Borgarleikhússins ... Lesa meira

Íslensk innanmein

2019-06-14T11:53:04+00:002. október 2014|

Jón Kalman Stefánsson. Fiskarnir hafa enga fætur. Bjartur, 2013. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2014 Fiskarnir hafa enga fætur, skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar, sem hlaut mikið lof á síðustu bókavertíð, kemur dyggustu lesendum hans líklega kunnuglega fyrir sjónir. Efnistökin og ekki síst málfarið er náskylt því sem helst styrkti rómaðan þríleik hans um ... Lesa meira

„Það súgar milli heima“: Kvikar myndir, skuggar og sjóðheitur sýningarklefi

2019-06-14T11:45:25+00:002. október 2014|

Sjón. Mánasteinn: Drengurinn sem aldrei var til. Forlagið, 2013. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2014 Hún er ekki mikil að umfangi, nóvellan Mánasteinn, sem ber undirtitilinn Drengurinn sem aldrei var til (2013). Innan hvítra spjaldanna rúmast þó ansi margt, kynvilla og framúrstefna, fullveldi og plága, kvikmyndir og heimsstyrjöld. Að auki eru ólík svið ... Lesa meira

Gull, silfur og plett

2019-06-14T09:48:39+00:002. október 2014|

Þór Magnússon. Íslenzk silfursmíð I & II. Þjóðminjasafn Íslands, 2013, 400 bls + 287 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2014 Eftir því sem árin líða er mér æ meiri ráðgáta hvaða mælikvarða dómnefndir styðjast við þegar þær tilnefna íslenskar fræðibækur til viðurkenninga eða verðlauna. Þess skal getið að sjálfur hef ég nokkrum ... Lesa meira

Maðurinn og jörðin

2019-06-14T09:48:23+00:002. október 2014|

Þorsteinn frá Hamri. Skessukatlar. Mál og menning, 2013. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2014 Þorsteinn frá Hamri hefur átt sér tryggan lesendahóp í rösklega hálfa öld, rúm 55 ár eru liðin frá því hans fyrsta bók Í svörtum kufli kom út árið 1958 þegar hann var aðeins tvítugur að aldri, og vakti þegar ... Lesa meira