Þú ert hér://2014

Nóra, Nóra

2019-08-24T13:41:42+00:0031. desember 2014|

Dúkkuheimili Hörpu Arnardóttur á stóra sviði Borgarleikhússins er án nokkurs vafa ein skemmtilegasta uppsetning á leikriti Ibsens sem ég hef séð. Ég hef séð róttækari uppsetningu (Thomas Ostermeier á Schaubühne í Berlín sem líka var látin gerast í samtíma okkar) og klassískari uppsetningu (Ingmar Bergman í Konunglega í Köben) en Anne Tismer og Pernilla August ... Lesa meira

Kolumkilli var hér

2019-05-22T12:30:18+00:0027. desember 2014|

Byrjunin á sýningunni á Sjálfstæðu fólki í Þjóðleikhúsinu er bæði snjöll og áhrifarík. Þó sést í útgefinni leikgerð að handritshöfundar hafa ekki ætlað að láta sýninguna byrja svona. Hugmyndin hefur komið seint til. Ung hjón standa fyrir miðju framsviði, þögul, hlið við hlið, en í stúkunni til hliðar sitja roskin hjón, mun glæsilegar búin en ... Lesa meira

„Ég hef þörf fyrir að jagast í raunveruleikanum …“

2019-04-03T15:22:45+00:008. desember 2014|

Stefnumót við Kristínu Eiríksdóttur Eftir Hauk Ingvarsson Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2011 1. nóvember 2001 var útkomu bókarinnar Ljóð ungra skálda fagnað í Þjóðmenningarhúsinu. Ritstjóri hennar var Sölvi Björn Sigurðsson en 1954 hafði afi hans, Magnús Ásgeirsson, ritstýrt safni með sama nafni sem markaði tímamót í íslenskri bókmenntasögu. Þar var órímaður skáldskapur ... Lesa meira

Sómi að Sóma þjóðar

2019-05-22T13:02:05+00:006. desember 2014|

Það er rífandi skemmtileg leiksýning í Tjarnarbíó núna á vegum Sóma þjóðar, stutt og snöfurleg sýning sem heitir eftir hríðskotabyssunum sem bárust til landsins á dögunum: MP5. Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson skrifuðu verkið og leika í því saman auk þess sem þeir leikstýra sér í sameiningu. Við erum stödd úti í geimi eftir um ... Lesa meira

„Það sem drífur mig áfram eru uppgötvanir …“

2019-04-03T15:22:41+00:005. desember 2014|

Stefnumót við Ófeig Sigurðsson Eftir Hauk Ingvarsson Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2011 Fyrir síðustu jól kom út skáldsaga með löngum en lýsandi titli; Skáldsaga um Jón & hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó komu hennar og nýrra tíma (Mál og menning 2010). ... Lesa meira

Ekki mættu allir sem boðið var

2019-05-27T11:38:11+00:0024. nóvember 2014|

Leikhópur Mörtu Nordal og Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur, Aldrei óstelandi, frumsýndi í gærkvöldi leikgerð hennar og leikhópsins af verðlaunabók Einars Kárasonar, Ofsa, í Kassa Þjóðleikhússins. Verkið segir frá aðdraganda eins hörmulegasta glæps Sturlungaaldar, Flugumýrarbrennu, og endar á brennunni sjálfri. Þetta er auðvitað kvikmyndaefni og ekki augljóst hvernig má laga það að litlu sviði og fáum leikendum ... Lesa meira

Í pottinn búið

2019-05-22T13:18:37+00:0022. nóvember 2014|

Skýjasmiðjan sýnir nú í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu látbragðs- og brúðuleikinn Fiskabúrið sem er ætlaður börnum frá 18 mánaða til sex ára. Ég fór með einn þriggja ára sem fannst alveg æðislega gaman og annan sex ára, vanan leikhúsmann, sem var stilltari í hrifningu sinni en ánægður þó. Svo langt sem það nær bendir það til ... Lesa meira

„Í leik með víddir og veruleika“

2019-06-13T22:03:06+00:0020. nóvember 2014|

Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir. Stúlka með maga: Skáldættarsaga. JPV útgáfa, 2013. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2014 I Margvíslegar tilraunir hafa verið gerðar innan hinnar sögulegu skáldsögu á undanförnum áratugum, kenndar við póstmódernískan leik og uppreisn gegn stöðnuðu formi. Á sama tíma hefur þetta bókmenntagervi, það er að segja skáldskapur sem staðsettur er ... Lesa meira

„… mitt á milli lífs og sögu“

2019-06-13T17:11:00+00:0020. nóvember 2014|

Sigrún Pálsdóttir. Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga. JPV útgáfa, 2013. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2014 Þegar flett er í gegnum gömul ljósmyndasöfn þá er erfitt að velta því ekki fyrir sér að allt fólkið á myndunum sé dáið. Hver af þessum tvívíðu flötum varðveitir eitt einasta brotabrot úr sekúndu heillar ævi. Fólkið ... Lesa meira

Ekki stundarfriður fremur en áður

2019-05-22T13:26:05+00:0018. nóvember 2014|

Stúdentaleikhúsið sýnir nú í Perlunni sína útgáfu af Stundarfriði Guðmundar Steinssonar, verki sem Þjóðleikhúsið frumsýndi í mars 1979 og sló þá öll aðsóknarmet í því húsi auk þess sem það var sýnt víða um lönd og er jafnvel enn. Það fer sérstaklega vel á því að láta ungar manneskjur taka þetta verk fyrir því ef ... Lesa meira