Þú ert hér:///febrúar

Fram og aftur frá degi núll

2022-03-01T15:56:29+00:0025. febrúar 2022|

Gísli Örn Garðarsson hljóp sig nánast sleitulaust í gegnum frumsýninguna á Ég hleyp á Nýja sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi. Þó tók sýningin eina og hálfa klukkustund og allan tímann talaði hann við okkur. Hvað getur maður sagt? Þrekvirki? Eldraun? Undur? Leiktextann samdi Line Mørkeby upp úr samnefndri bók Anders Legarth Schmidt, blaðamanns á Politiken, en ... Lesa meira

Orð yfir gjá

2022-02-25T08:30:51+00:0025. febrúar 2022|

Eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2022 Ducoados negro, hvítur draugur líður upp í rjáfur á markaðnum, þrír, fjórir karlar, þegja við barinn, reykja, reykja, einmanalegt skóhljóð milli yfirbreiddra bása á lítið skylt við skellina áður, hlátrasköllin, hávaðann, dynkina sem hljómuðu og bárust milli veggja og upp í loft, hátt, ... Lesa meira

Miskunnarlaus bjartsýni

2022-02-18T11:33:25+00:0024. febrúar 2022|

Fríða Ísberg: Merking. Mál og menning, 2021. 266 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2022.   Við erum stödd í Reykjavík í nálægri framtíð, líklega í kringum árið 2050, og það ríkir órói í íslensku samfélagi. Fram undan eru kosningar um lög er kveða á um að skylda eigi alla þegna landsins í ... Lesa meira

Undir djúpunum

2022-02-24T14:21:53+00:0024. febrúar 2022|

Ingólfur Eiríksson: Stóra bókin um sjálfsvorkunn. Mál og menning, 2021, 284 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2022.     Skáldsaga Ingólfs Eiríkssonar hefst á markvissri tilvitnun í ljóðabók Hauks Ingvarssonar Vistarverur (2018). Ljóðið hljóðar svo:   einhvern tímann ætla ég að kafa niður að flakinu rannsaka káeturnar beina mjóum ljósgeisla út í myrkur ... Lesa meira

Göfugir villimenn og heilagir jógar

2022-02-18T11:08:22+00:0024. febrúar 2022|

Sumarliði Ísleifsson. Í fjarska norðursins. Ísland og Grænland. Viðhorfasaga í þúsund ár. Sögufélag, 2020. 381 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2022. Fyrir aldarfjórðungi kom út bókin Ísland, framandi land eftir Sumarliða Ísleifsson sem vakti talsverða athygli enda sérlega falleg bók, upplýsandi og vel skrifuð, en þar var rakin sú mynd sem fólk og ... Lesa meira

Smáblóm með titrandi, glitrandi tár

2022-02-17T15:18:09+00:0012. febrúar 2022|

Í gærkvöldi frumsýndi leikhópurinn Fimbulvetur leikritið Blóðugu kanínuna eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur í Tjarnarbíó, leikstjóri er Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Þegar við komum inn er á sviðinu lítið kaffihús með fáeinum misstórum borðum, afmarkað af þykkum bakvegg úr litríkum púðum. Handan við vegginn bíða fimm skuggar en til vinstri á sviðinu er píanó. Við það situr ... Lesa meira

Að missa vitið að mismiklu leyti

2022-02-06T14:32:17+00:005. febrúar 2022|

Það var sæluvíma yfir gestum Borgarleikhússins í gærkvöldi þegar frumsýnt var í báðum minni sölunum, dansverk á Nýja sviði, leikrit á Litla sviði; fólki fannst greinilega sem það hefði endurheimt dýrmætan hluta af lífi sínu. Þó voru allir með grímu og ekkert var í boði að drekka annað en kolsýrt te! Sýningin á Litla sviðinu ... Lesa meira