Þú ert hér:///september

Myndir af skuggahliðinni

2019-09-28T12:23:00+00:0028. september 2019|

Leikhópurinn RaTaTam frumsýndi í gærkvöldi verk sitt HÚH! Best í heimi á litla sviði Borgarleikhússins undir stjórn Charlotte Bøving. Þar skoða þau sjálfsmynd Íslendinga í gegnum sögur úr eigin lífi og sínar eigin sjálfsmyndir og eru ekki miskunnsöm í sinn garð eða okkar hinna. Við erum kannski glæsileg á að líta, vel klædd, glaðleg í ... Lesa meira

Hikikomori

2019-10-10T17:55:21+00:0027. september 2019|

Bergur Ebbi. Stofuhiti. Ritgerð um samtímann. Mál og menning, 2017.   Bergi Ebba brennur á vörum ein spurning og hún sækir svo fast að honum að til að reyna að fá eitthvert svar við henni skrifar hann heila bók, og spurningin er sú hvernig hann eigi að skilgreina sig í þeim nútíma sem nú grúfir ... Lesa meira

Hvað er að vera faðir?

2019-09-24T13:40:14+00:0020. september 2019|

Það er erfitt að fara ekki af stað með miklar væntingar þegar Þjóðleikhúsið frumsýnir leikrit sem ber sama nafn og skáldsaga eftir margverðlaunaðan rithöfund sem hefur gert garðinn frægan víða um lönd. Leikritið Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) eftir Auði Övu Ólafsdóttur er að vísu ekki leikgerð verðlaunaskáldsögunnar með þessu heiti enda ... Lesa meira

„Hvers vegna er fólki áskapað að vera svona einmana?“

2019-10-16T15:49:35+00:0020. september 2019|

Um skáldverk Murakami á íslensku Eftir Steinunni Ingu Óttarsdóttur Úr Tímarit Máls og menningar 2. hefti 2015 Haruki Murakami Japanskar bókmenntir hafa ekki verið mikið til umræðu hér á landi fyrr en á allra síðasta áratug og þá fyrst og fremst vegna vinsælda japanska rithöfundarins Haruki Murakami (f. 1949). Hann hefur lengi verið ... Lesa meira

Allir vilja endilega gifta sig

2019-09-16T15:24:10+00:0016. september 2019|

Íslenska óperan sýnir nú gamanóperuna Brúðkaup Fígarós eftir W.A. Mozart og Da Ponte, einhverja alvinsælustu óperu allra tíma, í Þjóðleikhúsinu þar sem fer einkar vel um hana. Sagan er óttaleg endaleysa en lögin eru dásamleg og fjörið smitandi þegar vel tekst til eins og í þetta sinn. Leikstjórinn John Ramster og Bridget Kimak leikmyndahönnuður nota ... Lesa meira

Inspired by Iceland?

2019-09-16T09:12:41+00:0014. september 2019|

Independent Party People / Mynd : Owen Fiene Þau gera grimmt en hollt gys að löndum sínum og sjálfum sér, ungu Sálufélagarnir í verki sínu Independent Party People í Tjarnarbíó (sem er að mestu leikið á íslensku þótt enskan sé annað tungumál verksins). Stofnendur hópsins og forsprakkar sýningarinnar eru þær Nína Hjálmarsdóttir sviðshöfundur ... Lesa meira

Tvö ljóð

2019-09-19T15:47:21+00:0011. september 2019|

Eftir Berg Ebba Benediktsson Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2013   Vestur-Berlín IV Í rjóðri í Tiergarten, í skjóli frá skarkala borgarinnar. Hér er alltaf haust. Hver dagur byrjar eins, þú gengur af stað í snjóþvegnum gallajakka. Hér er upptökuverið þar sem Bowie tekur upp Heroes eftir korter. Útsýni yfir Potzdamer Platz. Heitur ... Lesa meira