Þú ert hér:///nóvember

Blóðvottur: arabísk hryssa

2021-11-29T13:48:41+00:0029. nóvember 2021|

eftir László Nagy Textinn birtist fyrst í bókmenntatímaritinu Stína, 10. árg., 2. hefti, nóvember 2015 Guðrún Hannesdóttir þýddi   Hún stóð í fjallshlíðinni hnarreist og hvít, ekki ósvipuð kapellu heilagrar Margrétar* á klettasyllunni ofar í fjallinu. Inni í kapellunni var kuldi og mynd í silfurramma. Inni í hestinum var folaldsfóstur. Fylgjan varpaði skærrauðum geislabaug inn ... Lesa meira

Útlendingahersveitin / The Foreign Legion

2021-11-27T14:57:46+00:0027. nóvember 2021|

Ewa Marcinek / Mynd: Patrik Ontkovic eftir Ewu Marcinek Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2021 <<<ENGLISH BELOW>>>   „Svo þið viljið verða fræg á Íslandi?“ spyr íslenskur rithöfundur okkur, tvo höfunda af erlendum uppruna, og sýnir með því meistaratakta í orðaskylmingum. Ég reyni að lesa í brosið á vörum hans: ekki ... Lesa meira

Tvöfalt líf

2021-11-23T10:04:44+00:0023. nóvember 2021|

– Allir segjast vera saklausir … eftir Þorvald Gylfason Samtal við Þráin Bertelsson Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2014 Þráinn Bertelsson & Þorvaldur Gylfason   Það gerist ekki hverjum degi, að kvikmyndaleikstjóri og rithöfundur er kjörinn til setu á Alþingi, en það gerðist 2009, eftir hrun. Þráinn Bertelsson hafði þá gert ... Lesa meira

Kynslóðir koma, kynslóðir fara

2021-11-23T10:14:27+00:0020. nóvember 2021|

Jólaboðið er virkilega athyglisvert og skemmtilegt verk sem þau Gísli Örn Garðarsson og Melkorka Tekla Ólafsdóttir hafa kokkað upp úr tveim erlendum verkum, öðru dönsku en hinu bandarísku, og frumsýndu í Kassa Þjóðleikhússins í gærkvöldi við hlátrasköll. Gísli Örn leikstýrir og leikgleðin er sprúðlandi frá upphafi til enda. Dramatúrg er Melkorka Tekla. Leikritið gerist á ... Lesa meira

Háttalög

2021-11-15T22:34:22+00:0016. nóvember 2021|

eftir Steinunni Sigurðardóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2021.   1 Með árunum verðum við undarleg í háttum um leið og þrekið til að dylja háttalagið fer þverrandi.   Við setjum upp ýktan svip þegar minnst varir í samtali um vindáttina vegna þess að við erum víðs fjarri eða vegna þess að stingandi ... Lesa meira

Rótarkerfi

2021-11-15T22:25:51+00:0015. nóvember 2021|

Jónas Reynir Gunnarsson, Dauði skógar. JPV útgáfa, 2020. 180 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2021   „Síðustu ár hafði ég fundið fyrir sívaxandi leiða á því að horfa á veröldina í gegnum gler.“[1]   Dauði skógar er þriðja skáldsaga rithöfundarins og ljóðskáldsins Jónasar Reynis Gunnarssonar. Í fyrri skáldsögum Jónasar höfum við kynnst ... Lesa meira

Ferðasögur og rússneski heimurinn

2021-11-15T22:24:27+00:0015. nóvember 2021|

Valur Gunnarsson. Bjarmalönd. Rússland, Úkraína og nágrenni í nútíð, fortíð og framtíð. Mál og menning, 2021. 432 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2021   „Saga mannlegrar sálar, hversu ómerkileg sem hún kann að vera, er ekki síður forvitnileg og holl lesning en saga heillar þjóðar“. Mikhail Lermontov, Hetja vorra tíma   Maður ... Lesa meira

Fyrir alla fjölskylduna

2021-11-15T22:02:09+00:0015. nóvember 2021|

Yrsa Þöll Gylfadóttir. Strendingar: fjölskyldulíf í sjö töktum. Bjartur, 2020. 264 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2021 Strendingar er þriðja skáldsaga Yrsu Þallar Gylfadóttur. Hún fékk fínar umsagnir frá gagnrýnendum þegar hún kom út en ef til vill fór ekki jafnmikið fyrir henni og ætla mætti. Bókin minnti svo rækilega á sig ... Lesa meira

Samfélagsspegill

2021-11-15T21:44:25+00:0015. nóvember 2021|

Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Þorgerður H. Þorvaldsdóttir. Konur sem kjósa: Aldarsaga. Sögufélag, 2020. 781 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2021   Í eftirfarandi ritdómi hyggst ég ræða hið stóra og mikla verk Konur sem kjósa: Aldarsaga. Hér er óneitanlega stórvirki á ferð sem gefur, eins og titillinn gefur ... Lesa meira

Hvar er Ljónsi?

2021-11-23T08:42:18+00:0013. nóvember 2021|

Það opnaðist furðustór ævintýraveröld á litla sviðinu í Kúlu Þjóðleikhússins í dag á frumsýningu á Láru og Ljónsa – jólasögu eftir Birgittu Haukdal sem Guðjón Davíð Karlsson stýrir. Á sviðinu hennar Maríu Th. Ólafsdóttur er barnaherbergi með öllu þessu venjulega, rúmi, fataskáp og eldhúsdóti, en líka gamaldags kistu og rólu. Þetta hljómar sakleysislega en þegar ... Lesa meira