Þú ert hér://2021

Orðasmíð í ljóðmáli Steinunnar Sigurðardóttur

2021-04-29T17:04:56+00:0030. apríl 2021|

eftir Þorleif Hauksson Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2021   Steinunn Sigurðardóttir // Mynd: David Ignaszewski Sumarið 2019 var þess minnst að 50 ár voru liðin frá útkomu fyrstu ljóðabókar Steinunnar Sigurðardóttur. Í fyrirlestri sem Steinunn flutti í dagskrá í tilefni af þessum tímamótum velti hún fyrir sér orðasmíð í íslensku ... Lesa meira

Hver er nashyrningur?

2021-04-27T13:27:43+00:0024. apríl 2021|

Þjóðleikhúsið frumsýndi í gær og fyrrakvöld Nashyrningana eftir Eugène Ionesco – frumsýningarnar voru tvær vegna þess að aðeins má hálffylla salinn vegna farsóttarinnar. Ný fantagóð þýðing er eftir Guðrúnu Vilmundardóttur og leikstjóri er Benedikt Erlingsson sem sjálfur vann leiksigur sem menntaskólanemi í hlutverki Róberts, sem Hilmir Snær Guðnason leikur nú.[1] Leikmynd er eftir Börk Jónsson, ... Lesa meira

Jónmundur og Kústur leysa morðmálin

2021-04-27T13:27:19+00:0023. apríl 2021|

Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð sýnir nú eigið sköpunarverk, Næsta morð á dagskrá – sagan af því hvernig Gréta hætti að gráta, undir stjórn Helga Gríms Hermannssonar og Tómasar Helga Baldurssonar. Unglingarnir vita að nútíminn hefur ekki áhuga á neinu öðru en glæpamálum og í þessu verki eru morðin þrjú! Upphaf sögu er að stúlkan Gréta ... Lesa meira

Vísnabókin sextug

2021-03-31T10:36:23+00:0031. mars 2021|

eftir Önnu Þorbjörgu Ingólfsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2006 Vísnabókin (2020) Lítill drengur í náttfötum krýpur í rúminu sínu og horfir út um gluggann með hönd undir kinn. Við horfum hugfangin saman til hafs. Það merlar á hafflötinn af skörðum mána undir lítilli duggu. „Svanir fljúga hratt til heiða“ og ... Lesa meira

Ævintýri í flundarlegum kafbát

2021-03-25T10:12:23+00:0021. mars 2021|

Barnasýningin Kafbátur eftir Gunnar Eiríksson sem var frumsýnd í Kúlu Þjóðleikhússins í gær (ég sá aðra sýningu sem var í dag) er listaverk hvar sem á hana er litið. Sagan er fjörug með fallegum boðskap, þýðing Bergsveins Birgissonar einkar liðleg, leikurinn góður og sviðið hans Finns Arnars Arnarsonar geggjað snilldarverk! Þetta er dystópía eins og ... Lesa meira

Sara og Dagný og ég

2021-03-15T12:50:12+00:0015. mars 2021|

eftir Ísak Regal Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2021 Ísak Regal // Mynd: Jon Buscall Ég er stödd í strætó og stór og mikil svört kona horfir á mig eins og ég sé dóttir hennar. Hún er bæði áhyggjufull og vonsvikin á svipinn. Ljósin í strætónum flökta – perurnar eru að ... Lesa meira

„Orðspor never dies“

2021-03-25T10:18:54+00:0012. mars 2021|

Það verður ekki frýnilegt lífið eftir hrun siðmenningarinnar ef marka má verk Kolfinnu Nikulásdóttur, The last kvöldmáltíð. Það var frumsýnt í Tjarnarbíó í gærkvöldi á vegum leikhópsins Hamfara undir stjórn Önnu Maríu Tómasdóttur. Þar hittum við síðustu eftirlifendurna í óræðri framtíð, eins konar fjölskyldu, pabba, mömmu, stúlku og tvo drengi (skyldleikinn er óljós), sem hafa ... Lesa meira

„Týnd er æra, töpuð er sál“

2021-03-08T13:07:50+00:005. mars 2021|

  Dæmdar konur fyrri alda fá nú uppreist æru hver af annarri. Bubbi Morthens söng um þær í titillagi plötunnar 18 konur og nefndi þar sérstaklega Þórdísi Halldórsdóttur sem vígði Drekkingarhyl árið 1618. Þórdís fékk svo um sig heila skáldsögu síðastliðið haust þegar Þóra Karítas Árnadóttir gaf út Blóðberg. Og nú hefur leikflokkurinn Svipir tekið ... Lesa meira

„Ætlarðu ekki að klára úr glasinu þínu drengur?“

2021-03-05T09:59:37+00:005. mars 2021|

Af gömlum miðum um Elías Mar eftir Guðmund Andra Thorsson Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2020   Elías Mar Hafi Vögguvísa verið Catcher in the Rye Íslands, full af rokkaðri borgarangist æskumanns nýrra tíma ­– þá var Elías Mar nokkurs konar Salinger Íslands og lék um hann leyndardómsfullur ljómi aðgerðaleysisins: frábær ... Lesa meira

Elena

2021-02-24T11:09:12+00:0024. febrúar 2021|

eftir Ewu Marcinek Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2021   Ewa Marcinek // Mynd: Patrik Ontkovic Elena fæddist þann 22. nóvember 1982. Sporðdreki, hugrökk og ástríðufull, eða Bogmaður, sjálfstæð og jákvæð. Stjörnurnar gátu ekki ákveðið sig.  Makedónía fæddist þann 8. september 1991. Meyja. Stjarnan Spika skín skærast. Örlát og hagsýn. Það ... Lesa meira