Þú ert hér://2021

Skáldskapur á að vera sannar myndir af lífinu

2021-09-18T18:05:22+00:0018. september 2021|

Ólafur Egill Egilsson leikstjóri tekur fyrir hvert íkonið af öðru. Fyrst var það Elly, næst Bubbi og í gærkvöldi var frumsýnd í Kassanum rannsókn hans á lífi Ástu Sigurðardóttur, rithöfundar og myndlistarkonu. Ólafur er ekki að brjóta þessar helgimyndir en hann leggur sig fram um að vera heiðarlegur gagnvart þeim og þá kemur auðvitað í ... Lesa meira

Fangar stórborganna þrá hafið

2021-09-17T14:43:39+00:0017. september 2021|

Fátt veit ég skemmtilegra en að horfa á brakandi ferskt íslenskt leikrit sem talar skýrt og skemmtilega beint inn í samtímann. Þannig verk frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur í gærkvöldi á Litla sviði Borgarleikhússins: Þéttingu hryggðar eftir Halldór Laxness Halldórsson eða Dóra DNA. Leikstjóri var Una Þorleifsdóttir. Eva Signý Berger gerði fráhrindandi og fremur ólíklega leikmynd en ... Lesa meira

Á svölunum hjá Angelu Merkel

2021-09-14T09:41:25+00:0014. september 2021|

eftir Kristof Magnusson Bjarni Jónsson þýddi Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2016 Rithöfundum er ansi oft boðið út að borða. Hefðbundinn upplestur í dæmigerðri þýskri borg hefst klukkan 20 og lýkur klukkan 21, þá hefur maður um það bil hálftíma til þess að árita bækur, spjalla við fólkið, en verður svo að hraða ... Lesa meira

Þrjár á palli

2021-09-14T09:26:29+00:0011. september 2021|

Það var mikið hlegið í Gaflaraleikhúsinu í gær á frumsýningunni á Bíddu bara, samtali með söngvum eftir leikkonurnar þrjár sem flytja það, Björk Jakobsdóttur, Selmu Björnsdóttur og Sölku Sól Eyfeld, enda allar framúrskarandi gamanleikkonur. Kostulegir söngtextarnir eru líka eftir leikkonurnar en Karl Olgeirs kom að samningu flestra laganna með þeim. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir sem ... Lesa meira

Amma höfundarins

2021-09-14T09:19:04+00:008. september 2021|

Flöskuskeyti frá Bosníu eftir Ásgeir H. Ingólfsson Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2008   Ásgeir H. Ingólfsson / Mynd: Tyko Say Við höfum hlykkjast um bosníska fjallvegi í þrjá tíma þegar ég sé hana. Bílstjórinn kallar „Višegrad – stari grad“ og ég tek saman föggur mínar og stekk út úr bílnum, ... Lesa meira

Þín eigin ævisaga

2021-09-08T15:21:02+00:008. september 2021|

eftir Ásgeir H. Ingólfsson Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2021     Saša Stanišić / Mynd: Katja Saemann Saša Stanišić býr í Hamborg, en Hamborg kemur þó harla lítið við sögu í skáldskap hans. Önnur skáldsaga Stanišić, Fyrir veisluna (Vor dem Fest), gerist í Fürstenfeld, pínulitlum þýskum smábæ við pólsku landamærin, ... Lesa meira

Harmur aðskilnaðarins

2021-09-06T14:36:29+00:006. september 2021|

Mehmed Uzun eftir Mehmed Uzun Einar Steinn Valgarðsson þýddi Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2021   Ein af táknmyndum æsku minnar sem fylgir mér eins og skuggi er amma mín. Hún var áberandi hávaxin, með sterka andlitsdrætti eins og maður sér á sögulegum málverkum, kjólarnir hennar voru vitnisburður um gleymda sögu, ... Lesa meira

„Vellandi hatur, svellandi ást“

2021-09-06T11:04:14+00:005. september 2021|

Þjóðleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi eftir æðilanga bið leikgerð Þorleifs Arnar Arnarssonar á Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare. Þorleifur leikstýrir líka en dramatúrg er Hrafnhildur Hagalín. Einföld en lúmsk leikmyndin er Ilmar Stefánsdóttur, myndband er á vegum Nönnu MBS og Signýjar Rósar Ólafsdóttur en rosalegt búningafylliríið er verk Önnu Rúnar Tryggvadóttur og Urðar Hákonardóttur. Flókna ... Lesa meira

Það er ljóð sem mig langar að yrkja

2021-09-02T11:13:30+00:002. september 2021|

Ægir Þór Jahnke / Mynd: Sigtryggur Ari eftir Ægi Þór Jähnke Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2021   Mig langar að yrkja ljóð fyrir þá sem lesa ekki ljóð ljóð um basilíkuna í gluggakistunni hvernig hún hengir haus og fellir blöð hversu vel sem ég gæti að því að vökva hana ... Lesa meira

Forréttindahommi segir frá

2021-08-19T13:41:48+00:0019. ágúst 2021|

Bjarni Snæbjörnsson er holdgervingur lífsgleði svona til að sjá, glæsilegur maður, fríður sýnum með sérstaklega fallegt bros sem hann er óspar á. Það kemur eflaust mörgum vinum hans og öðrum samferðamönnum á óvart hvað hann segir í rauninni átakanlega sögu í söngleiknum um ævi sína, Góðan daginn, faggi, sem nú er sýndur í Þjóðleikhúskjallaranum. En ... Lesa meira