Þú ert hér:///október

Puffin etketera

2019-05-03T16:45:59+00:0029. október 2016|

Ég veit ekki hvað forsvarsmenn stjórnarflokkanna segðu ef þeir hefðu séð leiksýninguna sem frumsýnd var kvöldið fyrir kjördag. Extravaganza eftir Sölku Guðmundsdóttur, sem Soðið svið og Borgarleikhúsið frumsýndu í gær á Nýja sviði, er kolsvartur söng- og gamanleikur sem segir eins skýrt og verða má að hér á landi á (eins og skáldið sagði) sé ... Lesa meira

Heiðloftið bláa

2019-04-03T11:50:55+00:0026. október 2016|

Hugvekja Eftir Einar Má Jónsson Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2016 Kannske muna einhverjir eftir andrúmsloftinu fyrstu mánuðina eftir Hrunið. Þá fannst mönnum blasa við augum að frjálshyggjan hefði beðið endanlegt skipbrot og Hayek reynst falsspámaður, dómi sögunnar yrði ekki áfrýjað. Um leið fóru menn að muna eftir Keynes sem hafði verið ónefnanlegur ... Lesa meira

Ástin hefur … hendur sundurleitar

2019-05-03T17:02:19+00:0023. október 2016|

Íslenska óperan frumsýndi í gærkvöldi glæsilega uppsetningu Benjamins Levy hljómsveitarstjóra og Anthonys Pilavachi leikstjóra á óperunni Évgení Onegin eftir Tchaikovsky. Þetta er upphaflega söguljóð eftir þjóðskáld Rússa, Alexander Púshkin (1799–1837), sem var geysilega vinsælt meðal landa hans en lifir utan Rússlands fyrst og fremst í þeirri mynd sem Tchaikovsky gaf því. Texti óperunnar er eftir ... Lesa meira

… stundum er það líka verst

2019-05-03T17:01:34+00:0022. október 2016|

„Stundum er heima best, en stundum er það líka verst,“ söng Guðmundur Ingi Þorvaldsson háum karlaróm, sitjandi á hlálega litlum stól uppi á barborðinu, þegar gestir komu á frumsýningu Suss! í Tjarnarbíó í gærkvöldi. Stundum tóku meðleikarar hans undir og smám saman fékk hann fleiri og fleiri frumsýningargesti með sér í viðlagið: „Heimilisofbeldi er mannréttindabrot, ... Lesa meira

Tveir höfundar leita leikrits

2019-05-06T13:38:50+00:0021. október 2016|

Enn á ný býður Gaflaraleikhúsið upp á eldfjöruga unglingaskemmtun fyrir alla fjölskylduna. Stefán rís eftir þá Arnór Björnsson og Óla Gunnar Gunnarsson var frumsýnt í gærkvöldi undir stjórn Bjarkar Jakobsdóttur fyrir troðfullu og ákaflega hamingjusömu húsi. Þeir félagar voru 14 og 15 ára þegar þeir frumsýndu Unglinginn á sama stað í október 2013 þannig að ... Lesa meira

Lífið er fokking ringulreið

2019-05-06T13:44:49+00:0016. október 2016|

Alveg er greinilegt strax í upphafi stutta leikritsins með langa nafnið sem var frumsýnt í Kúlu Þjóðleikhússins í gærkvöldi, Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti, að einu persónu þess líður bölvanlega. Stefán Hallur Stefánsson stendur á miðju sviði Kúlunnar, framarlega, í leikhúsþoku og kvelst. Hann hreyfir sig ekki ... Lesa meira

Margfeldi merkingar

2019-05-24T13:43:03+00:0014. október 2016|

Linda Vilhjálmsdóttir. Frelsi. Mál og menning, 2015. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2016 við höfum margfaldað frelsið „Frelsi“ er eitt þessara stóru orða – kannski það stærsta – sem ekki verður skilgreint í eitt skipti fyrir öll því merking þess breytist í sífellu eftir því í hvaða samhengi það er notað (og misnotað), ... Lesa meira

Himnaverur og hrúðurkarlar

2019-05-24T13:22:20+00:0014. október 2016|

Jón Kalman Stefánsson. Eitthvað á stærð við alheiminn. Bjartur, 2015. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2016 … hvernig skyldi heimurinn líta út eftir að maður deyr? hvernig getur allt verið til þegar maður sér það ekki lengur? – eða hættir maður aldrei að sjá? Skurðir í rigningu 1996 I Í ekki svo mjög fjarlægri ... Lesa meira

Whiss-bang, whiss-bang, whiss-bang

2019-05-24T13:11:24+00:0014. október 2016|

Gunnar Þór Bjarnason. Þegar siðmenningin fór fjandans til: Íslendingar og stríðið mikla 1914–1918. Mál og menning, 2015. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2016 Á okkar tímalausu tímum þegar búið er að stroka út fortíðina, sagan er horfin út í veður og vind og sjóndeildarhringurinn nær lítið út fyrir stundlegan rembihnút hins glórulausa „nú“, ... Lesa meira

Kynusli á litla sviðinu

2019-05-06T14:59:23+00:008. október 2016|

Það var sérstæð blanda af rokktónleika- og árshátíðarstemningu á litla sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi þegar Hannes og Smári héldu þar tónleika og sögðu sögu sína fyrir fullu húsi af æstum aðdáendum. Halldóra Geirharðsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir leika þessa heiðursmenn, þær spila líka á hljóðfæri og syngja. Auk þess sömdu þær verkið með leikstjóra sínum, ... Lesa meira