Þú ert hér:///nóvember

Þrjú ljóð úr Urðarfléttu

2022-11-29T10:47:16+00:0029. nóvember 2022|

eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur Úr Urðarfléttu (2022). Una útgáfuhús gefur út.     Fellibylur   Eftir sýninguna faldi ég mig á bak við ruslatunnu á torginu. Ég var að reyna að skilja hvað hafði gerst. Í leikverkinu var barn sem tók í höndina á mér og vildi spá fyrir mér. Dimm og íhugul augu þess ... Lesa meira

Sælla er að gefa en þiggja

2022-11-28T15:34:10+00:0027. nóvember 2022|

Þau voru að sprengja enn eina gleðisprengjuna í Gaflaraleikhúsinu, Jól á náttfötunum eftir Gunnar Helgason og Felix Bergsson sem þeir leika líka ásamt Karli Olgeirssyni píanóleikara. Lögin smellnu semja þeir Jón Ólafsson og Máni Svavarsson, ljósunum sem taka fullan þátt í sýningunni stýrir Freyr Vilhjálmsson og leikstjóri er að sjálfsögðu Björk Jakobsdóttir sem líka sér ... Lesa meira

„Hvað er bók annað en mismunandi stafir á blaði?“

2022-11-21T13:53:18+00:0022. nóvember 2022|

Adolf Smári Unnarsson: Auðlesin. Mál og menning, 2022. 235 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2022 Auðlesin (2022) Auðlesin er önnur skáldsaga Adolfs Smára Unnarssonar en sú fyrri, Um lífsspeki ABBA og Tolteka (eða líf mitt sem Olof Palme), kom út árið 2017 og sagði frá lífi ungs manns í Reykjavík ... Lesa meira

Þegar allar dyr hafa lokast, þá brýtur kona vegg

2022-11-21T13:49:54+00:0022. nóvember 2022|

Margrét Tryggvadóttir. Sterk. Reykjavík: Mál og menning 2021. 280 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2022 Sterk (2021) Á síðasta ári hlaut skáldsagan Sterk eftir Margréti Tryggvadóttur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Hún hefur síðan aflað sér fleiri viðurkenninga, vakið athygli og umræðu og skyldi engan undra. Bókin fjallar um flókin málefni sem ... Lesa meira

Halló, þú gamli sársauki

2022-11-21T13:41:24+00:0022. nóvember 2022|

Eva Rún Snorradóttir. Óskilamunir. Reykjavík: Benedikt 2021, 147 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2022 Í Óskilamunum eftir Evu Rún Snorradóttur eru þrjátíu og þrjár frásagnir sem lesa má sem sjálfstæðar sögur – og ljóð inni á milli – en saman mynda þær einnig ákveðna heild sem opinberast bæði í gegnum rödd sögukonu ... Lesa meira

Það hlýtur að vera tilgangur

2022-11-21T13:59:05+00:0021. nóvember 2022|

Það var hressandi að láta óska sér til hamingju með afmælið við komuna í leikhúsið í gærkvöldi. Sú sem það gerði var í grænum búningi, ákaflega glaðleg á svipinn og sleikti sleikibrjóstsykur í óða önn og engin leið önnur en þakka fyrir hamingjuóskirnar þótt ég ætti ekki afmæli. Einnig tóku á móti gestum tveir óléttir ... Lesa meira

Tvö ljóð

2022-11-14T11:55:45+00:0014. nóvember 2022|

eftir Natöshu S. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2022   Natasha S. / Ljósmynd: Eva Schram Rústir ég sat á fornum rústum með fallegt útsýni yfir þök og fljót á hlýjum og björtum degi éclair í boxi við hlið mér og skrifaði póstkort til mín í rauðri viðvörun flaug ég heim ... Lesa meira

Tveggja mála fjölskyldudrama

2022-11-11T21:25:45+00:0011. nóvember 2022|

Á Íslandi eru tvö opinber tungumál en annað þeirra, íslenska táknmálið, sést ekki oft í stóru leikhúsum landsins. Það gerðist þó á frumsýningu leikritsins Eyju eftir Ástbjörgu Rut Jónsdóttur og Sóleyju Ómarsdóttur á litla sviði Þjóðleikhússins á fimmtudaginn í leikstjórn Andreu Elínar Vilhjálmsdóttur. Að sýningunni stendur O.N., sviðslistahópur sem samanstendur af döff og heyrandi listafólki, ... Lesa meira

Hamingjudag eftir hamingjudag

2022-11-06T13:18:37+00:006. nóvember 2022|

Af einhverri tilviljun hafði ég hvorki séð né lesið Hamingjudaga Samuels Beckett fyrr en í gærkvöldi, bara lesið um þá og það var skrítin lesning: kona í moldarhaug, föst upp að mitti og talar látlaust við mann sem bregst sjaldan við. En í gær sá ég Eddu Björgu Eyjólfsdóttur túlka þessa konu, hana Vinní, á ... Lesa meira

Skógurinn, bækurnar og vonin

2022-11-03T11:22:43+00:003. nóvember 2022|

eftir Sigþrúði Gunnarsdóttur Katie Paterson og Framtíðarbókasafnið í Ósló Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2022     „Velkomin á áttunda ár þessa hundrað ára langa listaverks. Takk fyrir að taka þátt í því með okkur,“ sagði listakonan Katie Paterson í Nordmarka-skóginum í útjaðri Óslóar í nýliðnum júnímánuði, þangað sem tveir höfundar voru komnir ... Lesa meira