Þú ert hér:///september

Spilaborg rís og fellur

2019-09-05T22:26:59+00:0024. september 2010|

Borgarleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi leikritið Enron eftir Lucy Prebble, „heitasta leikritið í heiminum í dag“, eins og leikhúsið auglýsir. Þetta er vissulega tímabært stykki, en við erum svo heppin að hafa fengið okkar eigin hrunleikrit – verk eins og Þú ert hér, Ufsagrýlur og Góðir Íslendingar, fyrir nú utan það sjónarspil sem veruleiki okkar er ... Lesa meira

Husk at leve – mens du gør det

2019-09-05T22:32:32+00:0013. september 2010|

Danir eiga gífurlegan fjársjóð í sönglögum af öllu tagi, fyndnum og harmþrungnum, léttum og einföldum og þungum og flóknum, barnalögum og lögum um ellina, ástarljóðum og – ekki síst – söngljóðum um lífið og tilveruna. Hversdagsvitur ljóð sem gott er að grípa til þegar þörf er á andlegum styrk í dagsins önn. En Charlotte Bøving ... Lesa meira

Kastið hömlunum – komið með til Transilvaníu

2019-09-05T22:57:21+00:0012. september 2010|

Hof, nýja menningarhúsið á Akureyri, er fallega staðsett, skemmtilega hugsað og hannað og þangað er gott að koma. Og fyrsta frumsýning Leikfélags Akureyrar í húsinu, á Rocky Horror Show, tæplega fertugum söngleik eftir Richard O’Brien í fyrrakvöld, tókst svo vel að ég gæti best trúað að blessun væri yfir húsinu. Vissulega eru gallar á húsakynnunum. ... Lesa meira