Þú ert hér:///febrúar

Dagur í lífi Johnnys Roosters Byron

2019-06-18T11:59:19+00:0024. febrúar 2013|

Ég kom algerlega bláeygð á Fyrirheitna landið í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Af einhverjum ástæðum hafði ég ekkert heyrt og ekkert lesið um verkið, ekki einu sinni um öll verðlaunin og viðurkenningarnar sem það hefur fengið, bara séð auglýsingarmyndina af Hilmi Snæ á netbol, með lúmskt glott á fallegu andlitinu og sígarettu milli fingranna. Augljóst er ... Lesa meira

Sléttfull matskeið af sykri

2019-06-18T12:08:47+00:0023. febrúar 2013|

Ofurbarnfóstran Mary Poppins sviptist með austanvindinum inn á sviðið í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi í skrautsýningu sem varla hefur áður sést slík og þvílík hér á landi. Söngleikurinn sem Richard og Robert Sherman sömdu ásamt Cameron Mackintosh upp úr kvikmyndinni frá 1964 og bókum P.L. Travers um söguhetjuna krefst margra sviðslistamanna og mikillar tækni og Borgarleikhúsmenn ... Lesa meira

Sálarflækjur

2019-06-18T12:13:33+00:0014. febrúar 2013|

Það mætti halda að Hávar Sigurjónsson hefði lesið yfir sig í sálfræðiritum af ýmsu tagi meðan hann var að skrifa leikritið Segðu mér satt sem leikfélagið Geirfugl sýnir nú í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu undir stjórn Heiðars Sumarliðasonar. Þær voru allnokkrar sálarflækjurnar sem lesa mátti út úr hegðun fólksins á sviðinu og sumar illviðráðanlegar. Að sjálfsögðu ... Lesa meira

Ástir og örlög Borgfirðinga

2019-06-18T12:18:09+00:009. febrúar 2013|

Eiginlega er merkilegt hvað maður man vel eftir leiksýningunni Ormstungu frá því fyrir rúmum sextán árum – miðað við hvað maður hefur gleymt ótalmörgu sem hefur gerst síðan. En þessi ferska nálgun á Íslendingasögurnar, það heilagasta af öllu heilögu, var svo óvænt og svo rosalega fyndin og skemmtileg að sýningin hefur verið eins og grafin ... Lesa meira

Fangar hrunsins

2019-06-18T12:24:55+00:002. febrúar 2013|

Í leikritinu Nóttin nærist á deginum sem var frumsýnt á litla sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi notar höfundurinn, Jón Atli Jónasson, tvö ágeng fréttaefni frá síðustu árum og fléttar þau saman. Þetta eru annars vegar hrunið sem hefur skilið hjónin í verkinu eftir á eins konar eyðiey, í hálfkláruðu húsi í hverfi sem aldrei var byggt, ... Lesa meira