Þú ert hér://2013

Rannsókn á kúgun

2019-06-12T11:57:03+00:0029. desember 2013|

Duttlungar lífsins hafa skikkað svo til að ég hafði aldrei séð Lúkas eftir Guðmund Steinsson fyrr en í gærkvöldi. Þá var það frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu á vegum leikhópsins Aldrei óstelandi og undir stjórn Mörtu Nordal. Verkið kom mér mjög þægilega á óvart, það er fantavel skrifað og uppsetningin er hugkvæm, markviss og mögnuð. ... Lesa meira

Hvað er þá orðið okkar starf?

2019-06-12T12:01:49+00:0027. desember 2013|

Hinir gömlu Grikkir hafa verið rúmfrekir í lífi mínu undanfarið ár. Fyrst var það Heródótus með Rannsóknir sínar sem ég las mér til mikillar ánægju síðastliðið sumar í þýðingu Stefáns Steinssonar. Í gærkvöldi varð svo yngri samtímamaður hans á vegi mínum, gamanleikjaskáldið Aristófanes, þegar Þingkonurnar hans voru frumsýndar á stóra sviði Þjóðleikhússins í þýðingu Kristjáns ... Lesa meira

Skrifaðu veröld

2019-06-14T16:01:52+00:009. desember 2013|

Pétur Gunnarsson: Íslendingablokk. JPV útgáfa, 2012. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2013 I Klæjar í fingurna að slá orð eins og „veröldin“ og trúa því að það iði allt af lífi eins og gerlar í dauðu kjötstykki? Nei, eins og loftið yfir heilli sinfóníuhljómsveit. (Sagan öll, 52) Einhvernveginn hefur mér alltaf þótt þetta ... Lesa meira

Valdsmenn orðsins

2019-06-14T15:27:45+00:009. desember 2013|

Þórarinn Eldjárn. Hér liggur skáld. Vaka-Helgafell, 2012. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2013 Við horfumst ekki alltaf í augu við að Íslendingasögurnar eru misvel saman settar. Sumar jafnvel svo þvælnar að þær hafa aldrei komist í almennan lestur og umræðu. Það á ekki síst við um hinar svokölluðu Eyfirðingasögur – sem bíða þess ... Lesa meira

Heiðarleiki eftir hentugleikum

2019-06-14T15:28:05+00:009. desember 2013|

Kristín Eríksdóttir. Hvítfeld – fjölskyldusaga. JPV útgáfa, 2012. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2013 Jenna Hvítfeld er sögumaður í stærstum hluta þessarar bókar og talar í fyrstu persónu. Hjá henni fær lesandinn allar sínar upplýsingar um hana sjálfa og viðburðaríkt líf hennar og mikið af upplýsingum um aðrar persónur. Lesandinn heldur í fyrstu ... Lesa meira

Niðurbælt pólitískt öskur

2019-06-14T15:11:58+00:009. desember 2013|

Gyrðir Elíasson. Suðurglugginn. Uppheimar, 2012. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2013 Árið 2012 sendi Gyrðir Elíasson frá sér tvær bækur; á vordögum kom ljóðabókin Hér vex enginn sítrónuviður og um haustið skáldsagan Suðurglugginn sem hér verður í forgrunni. Hvað sem ólíku formi og framsetningu líður er skyldleiki þessara bóka augljós þegar litið er ... Lesa meira

Til varnar náttúrunni / Gegn verksmiðjuvæðingu lífsins

2019-06-14T16:00:38+00:009. desember 2013|

Ófeigur Sigurðsson. Landvættir: Skáldsaga. Mál og menning, 2013. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2013 I Ég er ekki frá því að Skáldsaga um Jón & hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó komu hennar og nýrra tíma (Mál og menning 2010) eftir Ófeig Sigurðsson sé ein ... Lesa meira

Ekki er allt gull sem glóir

2019-06-12T12:07:21+00:0021. nóvember 2013|

Í gærkvöldi var nýtt leikverk eftir Berg Ebba Benediktsson, Jóreykur, leiklesið í Tjarnarbíó undir stjórn Þorsteins Bachmann. Leikritið Klæði sem var sýnt í Norðurpólnum fyrir rúmum þrem árum var líka eftir Berg Ebba; það fjallaði um ungt fólk og stefnumót; Jóreykur er mun viðameira verk og metnaðarfyllra. Við erum í upphafi leiks stödd á skrifstofu ... Lesa meira

Veruleikur

2019-06-12T12:21:28+00:0018. nóvember 2013|

Á mektarárum fringe-leikhúsanna á áttunda áratugnum í London var maður sífellt á leiksýningum á einhverjum fáránlegum stöðum og þess minntist ég í gærkvöldi  þegar ég var í hópi fólks að leita að Dansverkstæðinu við Skúlagötu, príla upp og niður stiga og inn og út eftir ranghölum sem ekki leiddu neitt. Loks voru réttar útidyr opnaðar ... Lesa meira

Refaveiðar

2019-06-12T12:25:48+00:0017. nóvember 2013|

Dystópíur eru í tísku um þessar mundir – skáldverk þar sem lýst er illum heimi og engin eða lítil von framundan. Nægir að minna á Hungurleikana vinsælu og benda á að nokkrar bækur koma út á íslensku nú í haust, bæði innlendar og þýddar, sem gerast í slíkum vondum heimi. Kannski stafar þetta af umræðum ... Lesa meira