Þú ert hér:///nóvember

Ekki mættu allir sem boðið var

2019-05-27T11:38:11+00:0024. nóvember 2014|

Leikhópur Mörtu Nordal og Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur, Aldrei óstelandi, frumsýndi í gærkvöldi leikgerð hennar og leikhópsins af verðlaunabók Einars Kárasonar, Ofsa, í Kassa Þjóðleikhússins. Verkið segir frá aðdraganda eins hörmulegasta glæps Sturlungaaldar, Flugumýrarbrennu, og endar á brennunni sjálfri. Þetta er auðvitað kvikmyndaefni og ekki augljóst hvernig má laga það að litlu sviði og fáum leikendum ... Lesa meira

Í pottinn búið

2019-05-22T13:18:37+00:0022. nóvember 2014|

Skýjasmiðjan sýnir nú í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu látbragðs- og brúðuleikinn Fiskabúrið sem er ætlaður börnum frá 18 mánaða til sex ára. Ég fór með einn þriggja ára sem fannst alveg æðislega gaman og annan sex ára, vanan leikhúsmann, sem var stilltari í hrifningu sinni en ánægður þó. Svo langt sem það nær bendir það til ... Lesa meira

„Í leik með víddir og veruleika“

2019-06-13T22:03:06+00:0020. nóvember 2014|

Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir. Stúlka með maga: Skáldættarsaga. JPV útgáfa, 2013. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2014 I Margvíslegar tilraunir hafa verið gerðar innan hinnar sögulegu skáldsögu á undanförnum áratugum, kenndar við póstmódernískan leik og uppreisn gegn stöðnuðu formi. Á sama tíma hefur þetta bókmenntagervi, það er að segja skáldskapur sem staðsettur er ... Lesa meira

„… mitt á milli lífs og sögu“

2019-06-13T17:11:00+00:0020. nóvember 2014|

Sigrún Pálsdóttir. Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga. JPV útgáfa, 2013. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2014 Þegar flett er í gegnum gömul ljósmyndasöfn þá er erfitt að velta því ekki fyrir sér að allt fólkið á myndunum sé dáið. Hver af þessum tvívíðu flötum varðveitir eitt einasta brotabrot úr sekúndu heillar ævi. Fólkið ... Lesa meira

Ekki stundarfriður fremur en áður

2019-05-22T13:26:05+00:0018. nóvember 2014|

Stúdentaleikhúsið sýnir nú í Perlunni sína útgáfu af Stundarfriði Guðmundar Steinssonar, verki sem Þjóðleikhúsið frumsýndi í mars 1979 og sló þá öll aðsóknarmet í því húsi auk þess sem það var sýnt víða um lönd og er jafnvel enn. Það fer sérstaklega vel á því að láta ungar manneskjur taka þetta verk fyrir því ef ... Lesa meira

Þegar Dóri litli var dæmdur vanhæfur Íslendingur

2019-05-22T13:38:47+00:0016. nóvember 2014|

Aldursbilið milli barns og unglings er ekki langt og ekki vel afmarkað en spennandi vegna þess hvað við erum opin, óræð og óráðin einmitt þá. Það er til dæmis þá sem við fáum gjarnan þá þráhyggju að við séum ekki í alvörunni þau sem okkur er sagt að við séum. Við getum ómögulega verið börn ... Lesa meira

Id, ego, superego

2019-05-22T13:42:59+00:008. nóvember 2014|

Gaflaraleikhúsið í Hafnarfirði er að gera skemmtilega tilraun með sérstakri Ungmennadeild við húsið. Hygg ég að einhverju hafi ráðið um þá ákvörðun hvað Unglingurinn þeirra Arnórs Björnssonar og Óla Gunnars Gunnarssonar gekk vel í fyrra. Höfundarnir voru þá 14 og 15 ára. Í fyrstu sýningu hinnar nýju deildar, Heili, hjarta, typpi, eru það litlu eldri ... Lesa meira

Feður og sonur

2019-05-22T13:51:09+00:001. nóvember 2014|

Það var mikið hlegið í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi á frumsýningu farsans Beint í æð. Þar var farið yfir versta daginn í lífi Jóns Borgars (Hilmir Snær Guðnason), taugasérfræðings og yfirlæknis á Landakoti, en Gísli Rúnar Jónsson hefur þýtt og staðfært verk Rays Cooney, It runs in the family. Leikstjóri er Halldóra Geirharðsdóttir sem hefði líka ... Lesa meira