Þú ert hér:///febrúar

Stúlkan frá hafinu

2020-02-29T15:31:28+00:0029. febrúar 2020|

Í fyrrakvöld sá ég einleik Gretu Clough Sæhjarta í Tjarnarbíó. Greta er bandarísk en rekur brúðuleikhúsið Handbendi frá Hvammstanga þar sem hún býr. Sýningin er á ensku. Egill Ingibergsson hefur búið verkinu undurfagra umgjörð sem hann gerði ennþá fegurri með mjúkri lýsingu en Sigurður Líndal Þórisson leikstýrir. Greta situr á sviðinu í hvítum, síðum náttkjól ... Lesa meira

Lífssaga kvikmyndar

2020-02-26T16:01:21+00:0026. febrúar 2020|

eða hvernig Saga Borgarættarinnar varð þjóðkvikmynd Íslands[1] Eftir Erlend Sveinsson Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2020   Hvernig má það vera að aðeins örfáum mánuðum eftir að Íslendingar öðluðust fullveldi frá Dönum geri danskur kvikmyndaflokkur út leiðangur til Íslands til að taka stórmynd eftir sögu Íslendings? Í kjölfarið nær þessi þögla kvikmynd slíkum ... Lesa meira

Þroskasaga spýtustráks

2020-02-24T13:40:46+00:0023. febrúar 2020|

Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi í dag á Litla sviði Borgarleikhússins leikgerð Ágústu Skúladóttur, Karls Ágústs Úlfssonar og leikhópsins á Ævintýrum spýtustráksins Gosa. Þessi lífseiga saga Ítalans Carlos Collodi, sem kom fyrst út sem framhaldssaga í ítölsku barnablaði á árunum 1881–82, er í eðli sínu afar vel útfærð siðræn uppeldisfræði, svo skýr og opinská að það má ... Lesa meira

Erum við búin að fá nóg?

2020-02-24T13:50:47+00:0022. febrúar 2020|

Þjóðleikhúsið frumsýndi í gær á stóra sviðinu leikritið Útsendingu sem Lee Hall vann upp úr handriti Paddys Chayefsky að kvikmyndinni Network frá 1976. Leikstjóri Útsendingar er Guðjón Davíð Karlsson, Kristján Þórður Hrafnsson þýðir en Egill Eðvarðsson á heiðurinn af viðamikilli og glæsilegri leikmyndinni sem sýnir okkur króka og kima sjónvarpsstöðvar auk einkaheimila. Helga I. Stefánsdóttir ... Lesa meira

„Veröldin er full af ónotuðum sögum“

2020-02-20T09:44:08+00:0018. febrúar 2020|

Steinunn G. Helgadóttir: Raddir úr húsi loftskeytamannsins. JPV útgáfa, 2016. Samfeðra. JPV útgáfa, 2018. Sterkasta kona í heimi. JPV útgáfa, 2019. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2020. Raddir úr húsi loftskeytamannsins (2016). Þegar Steinunn G. Helgadóttir sendi frá sér skáldverkið Raddir úr húsi loftskeytamannsins árið 2016 varð ljóst að ný og ... Lesa meira

Skrímsli verður (ekki) til

2020-02-18T09:34:21+00:0018. febrúar 2020|

Sjón. Korngult hár, grá augu. JPV útgáfa, 2019. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2020. Titillinn Korngult hár, grá augu kallar umsvifalaust fram mynd af norrænni manneskju, ljósri yfirlitum. Það að hárið sé korngult en ekki bara ljóst býr til tengingar við sveitasælu, jafnvel sakleysi. Bókarkápan sýnir sömuleiðis ungan, brosandi dreng, myndin þó pixluð ... Lesa meira

Sköpunarsagan

2020-02-18T09:34:11+00:0018. febrúar 2020|

Auður Jónsdóttir. Tilfinningabyltingin. Mál og menning, 2019. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2020.  „Allt í einu langaði hana svo að kyssa og vera lifandi eins og sjórinn.“[1] Hjónabandssögur eru ekki óalgengir merkimiðar á skáldsögum þessa dagana. Það er ekki langt síðan að Dagar höfnunar Elenu Ferrante, Saga af hjónabandi Geirs Gulliksen og jafnvel ... Lesa meira

‚Hetjur‘ og tilfinning fyrir efa

2020-02-18T09:34:03+00:0018. febrúar 2020|

Bragi Ólafsson. Staða pundsins: sjálfsævisaga, en ekki mín eigin. Bjartur, 2019. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2020. Það er alveg svakalega mikið að gerast í skáldsögu Braga Ólafssonar, Staða pundsins. Samt gerist eiginlega ekki neitt, eins og títt er í sögum hans, en eins og hann bendir á í viðtali þá gerir hann ... Lesa meira

Samhengisleysi

2020-02-18T09:33:56+00:0018. febrúar 2020|

Bergur Ebbi. Skjáskot. Mál og menning, 2019. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2020. Í harmleikjum Shakespeares taka áhorfendur gjarnan eftir því að aðalpersónan er horfin af sviðnu í fjórða þætti; aðrar persónur verksins, og um leið minni háttar, eru þá í forgrunninum um stundarsakir og atburðir taka á sig einhverja lykkju. Þeir sem ... Lesa meira

Anna og Hanna á tímaflakki

2020-02-17T09:46:51+00:0015. febrúar 2020|

Þjóðleikhúsið frumsýndi í gær í Kúlunni Þitt eigið leikrit II – Tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson undir stjórn Stefáns Halls Stefánssonar. Þar gefst lítill tími til að halla sér aftur og slaka á því hvað eftir annað þurfa áhorfendur að taka ákvörðun um framhald atburðarásarinnar og sýna vilja sinn með því að styðja á hnapp ... Lesa meira