Þú ert hér:///apríl

Hálf öld á Bessastöðum

2019-08-23T16:48:18+00:0028. apríl 2011|

Vesturport fylgir eftir Evrópsku leiklistarverðlaununum sem þau fengu fyrr í þessum mánuði með frumsýningu á Húsmóðurinni, farsakenndum gamanleik sem er sýndur á Nýja sviði Borgarleikhússins. Salnum er alveg umbylt af þessu tilefni. Nærri salarbreitt sviðið er þar sem sæti áhorfenda eru venjulega og þaðan gengur pallur út og klýfur áhorfendasvæðið snyrtilega í tvennt. Á sviðinu ... Lesa meira

Vandinn að verða afi

2019-08-24T12:01:54+00:0016. apríl 2011|

Maður var farinn að halda að unga fólkið væri búið að taka Hugleik yfir en nú kemur gamla liðið aftur á vettvang og hefur aldrei verið betra. Í leikritinu Einkamál.is eftir Árna Hjartarson sem var frumsýnt í húsnæði Hugleiks á Eyjarslóð í gærkvöldi undir stjórn Þorgeirs Tryggvasonar og Huldu B. Hákonardóttur er Rúnar Lund í ... Lesa meira

Ekkert elsku mamma

2019-08-24T12:32:41+00:0013. apríl 2011|

Krökkunum í Menntaskólanum í Kópavogi tókst merkilega vel að koma áhorfendum í Miðjarðarhafsstemningu í gærkvöldi þegar þau léku og sungu síðustu sýningu á Mamma mia! þó að fátt gæti minnt minna á gríska smáeyju en berangurslegt sviðið í húsnæði Leikfélags Kópavogs. Litleysi umhverfisins bættu þau upp með litríkum búningum, vel spilaðri músík, fjörugum söng og ... Lesa meira

Brestur á með söng

2019-08-24T12:53:13+00:009. apríl 2011|

Það er mótsögn í orðunum sígilt og dægurlag en þó er það svo að fátt er eins sígilt og dægurlag sem hefur lifað af. Það er ekki aðeins sígilt af því að það heldur áfram að vera vel samið, jafnvel snilldarlega gert, heldur getur það á augabragði kallað fram minningar, jafnvel um atvik sem við ... Lesa meira

Vaknandi vitund

2019-08-24T12:36:07+00:001. apríl 2011|

Vorið vaknar eftir þýska leikskáldið Frank Wedekind er hvalreki fyrir ungt áhugafólk um leiklist eins og nemendur í Kvennaskólanum sýna fram á þessa dagana. Leikfélag þeirra Fúría sýnir nú þetta rösklega aldargamla leikrit í skólanum sínum við Þingholtsstræti í þýðingu Hafliða Arngrímssonar og undir stjórn Kára Viðarssonar og túlkun krakkanna á kvíða, kvöl og alsælu ... Lesa meira