Þú ert hér://2011

Enginn vill vin sem er frekja og fól

2019-08-13T14:01:29+00:0029. desember 2011|

Börnin fengu sína jólasýningu í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu í gærdag, Litla skrímslið og stóra skrímslið. Verkið er unnið upp úr bókum Áslaugar Jónsdóttur og félaga hennar Kalle Güettler frá Svíþjóð og Rakelar Helmsdal frá Færeyjum um þessar persónur, textann sér Áslaug um og sömuleiðis leikmyndina en búningana gerði Ásdís Guðný Guðmundsdóttir. Þórhallur Sigurðsson stýrir sýningunni. ... Lesa meira

Sagan af köllun skáldsins

2019-08-13T14:35:55+00:0027. desember 2011|

Heimsljós, skáldsaga Halldórs Laxness í fjórum bindum um skáldið og öreigann Ólaf Kárason, er margra eftirlæti. Leikgerðasmiðir hafa verið meðal aðdáenda hennar, og nokkra Ólafa hefur maður horft á gegnum tíðina þjást uppi á sviði undan þungum örlögum: Hjalta Rögnvaldsson í Þjóðleikhúsinu, Helga Björnsson og Þór Tulinius í Borgarleikhúsinu, og núna síðast tvíeykið Hilmi Snæ ... Lesa meira

Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins

2019-03-15T14:15:54+00:009. desember 2011|

Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins voru veitt í Brussel í þriðja sinn 28. nóvember síðastliðinn. Þá hlutu verðlaun höfundar frá tólf Evrópulöndum en áður höfðu höfundar frá 23 löndum hlotið verðlaunin, tólf árið 2009 og ellefu árið 2010. Ísland var í síðasta hópnum og tók Ófeigur Sigurðsson við verðlaununum fyrir Skáldsögu um Jón sem kom út hjá Máli ... Lesa meira

Kynusli á Nýja sviði

2019-08-13T14:40:27+00:0012. nóvember 2011|

Leikritið Konan áður eftir Roland Schimmelpfennig sem Þjóðleikhúsið sýndi fyrir fjórum árum er mér minnisstætt þótt mörg hafi maður séð stykkin síðan. Bæði var efnið óvenjulegt (ástkona birtist úr fjarlægri fortíð og hermir loforð um eilífa ást upp á mann annarrar konu) og aðförin að því þannig að áhorfandinn þurfti sífellt að púsla saman og ... Lesa meira

Eftir skjálftann

2019-08-13T14:44:45+00:0011. nóvember 2011|

Í Kvikunni í Grindavík vakna tveir karlar í hrundu húsi, Stefnir (Sveinn Ólafur Gunnarsson) og Jón (Víðir Guðmundsson). Þeir vita varla hvað hefur skeð. Var þetta jarðskjálfti? Eða hvað? Þeir eru hungraðir en það er engan mat að fá. Loks finnur Stefnir poka með nokkrum sneiðum af Samsölubrauði og laumast til að maula eina en ... Lesa meira

Vömb, keppur, laki, vinstur

2019-08-13T14:55:45+00:006. nóvember 2011|

Þær eru orðnar nokkrar kynslóðirnar sem hafa hlustað á Lög unga fólksins með Hrekkjusvínunum og sungið sig hásar með. Og ekki verður maður leiður á plötunni hvað sem hún er spiluð oft. Nú hefur hópur einlægra aðdáenda hennar spunnið sögu sem lögin eru fléttuð inn í og sett hana á svið. Stundum falla lögin eðlilega ... Lesa meira

Hverjum var Guðrún verst?

2019-08-21T16:49:34+00:0030. október 2011|

Mæðgurnar Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds frumsýndu í gærdag leikgerð Hallveigar á Laxdælu, Kjartan eða Bolli?, í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu undir stjórn Þórhalls Sigurðssonar. Í sýningunni leika þær mæðgur sem eru að taka til í dánarbúi móður og ömmu en stýra síðan brúðum sem leika fyrir okkur söguna af Laxdælu eins og Guðrún Ósvífursdóttir gæti ... Lesa meira

Eyvindur og Halla á atómöld

2019-08-21T16:27:51+00:0030. október 2011|

Það hræðilegasta hefur gerst: hryðuverkamenn hafa kastað atómsprengju á borgina og allir hafa farist. Nema Markús (Sveinn Ólafur Gunnarsson) og Lísa (Lilja Nótt Þórarinsdóttir) af því að Markús var svo snarráður að bjarga Lísu meðvitundarlausri á ögurstundu ofan í sprengjubyrgið sitt. Þannig hefst leikrit Dennis Kelly  sem leikhópurinn SuðSuðVestur frumsýndi í Tjarnarbíói í gærkvöld undir ... Lesa meira

Kirsuberjagarðurinn verður seldur

2019-08-21T17:01:16+00:0029. október 2011|

Þær eru býsna ólíkar sýningarnar tvær sem voru frumsýndar í stóru leikhúsunum í gærkvöld og fyrrakvöld, en þær eiga sameiginlegt að vera unnar af fyllstu alúð og ná háum listrænum hæðum. Sýningin í gærkvöld var á stóra sviði Borgarleikhússins á Kirsuberjagarðinum, einu vinsælasta leikriti Tsjekhovs. Leikstjóri var Hilmir Snær Guðnason en þýðingin eftir Jónas Kristjánsson ... Lesa meira

Þrjár konur

2019-08-22T16:48:16+00:0028. október 2011|

Í gærkvöld var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu leikritið Hreinsun eftir Sofi Oksanen undir stjórn Stefáns Jónssonar. Leikritið var fyrst sýnt í Finnska þjóðleikhúsinu 2007 og í framhaldi af því samdi höfundur skáldsögu með sama nafni um sömu persónur, og hún hefur farið eins og logi yfir evrópskan bókmenntaakur síðan. Sigurður Karlsson þýddi bæði leikverkið og skáldsöguna ... Lesa meira