Þú ert hér:///nóvember

Ekki er allt gull sem glóir

2019-06-12T12:07:21+00:0021. nóvember 2013|

Í gærkvöldi var nýtt leikverk eftir Berg Ebba Benediktsson, Jóreykur, leiklesið í Tjarnarbíó undir stjórn Þorsteins Bachmann. Leikritið Klæði sem var sýnt í Norðurpólnum fyrir rúmum þrem árum var líka eftir Berg Ebba; það fjallaði um ungt fólk og stefnumót; Jóreykur er mun viðameira verk og metnaðarfyllra. Við erum í upphafi leiks stödd á skrifstofu ... Lesa meira

Veruleikur

2019-06-12T12:21:28+00:0018. nóvember 2013|

Á mektarárum fringe-leikhúsanna á áttunda áratugnum í London var maður sífellt á leiksýningum á einhverjum fáránlegum stöðum og þess minntist ég í gærkvöldi  þegar ég var í hópi fólks að leita að Dansverkstæðinu við Skúlagötu, príla upp og niður stiga og inn og út eftir ranghölum sem ekki leiddu neitt. Loks voru réttar útidyr opnaðar ... Lesa meira

Refaveiðar

2019-06-12T12:25:48+00:0017. nóvember 2013|

Dystópíur eru í tísku um þessar mundir – skáldverk þar sem lýst er illum heimi og engin eða lítil von framundan. Nægir að minna á Hungurleikana vinsælu og benda á að nokkrar bækur koma út á íslensku nú í haust, bæði innlendar og þýddar, sem gerast í slíkum vondum heimi. Kannski stafar þetta af umræðum ... Lesa meira

„Öll hvarf heimsins blíða“

2019-06-12T12:29:09+00:004. nóvember 2013|

Pétur Eggerz leikari flytur um þessar mundir einleik sinn um Jón Steingrímsson, Eldklerkinn, í Hallgrímskirkju undir stjórn Sigrúnar Valbergsdóttur og var fyrsta sýningin í gær. Textann byggir hann á sjálfsævisögu Jóns sem er með merkustu ævisögum eftir Íslending á öllum öldum og þar er hápunkturinn auðvitað reynsla Jóns af Skaftáreldum og sjálf eldmessan. Um einfalda en ... Lesa meira

Mömmuleikur

2019-06-12T13:25:23+00:003. nóvember 2013|

Mikið getur maður verið þakklátur fólki sem kynnir fyrir manni nýja mannlífskima. Í gærkvöldi frumsýndi Lab Loki í Tjarnarbíói nýtt leikrit eftir Lilju Sigurðardóttur um infantílisma – það fyrirbæri þegar fullorðið fólk langar til að verða lítil börn á ný. Stóru börnin heitir verkið og það er Rúnar Guðbrandsson sem stýrir. Vel heppnaða leikmynd og ... Lesa meira