Herðubreið

2019-11-05T15:48:46+00:005. nóvember 2019|

Eftir Hönnu Óladóttur Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2019   Hanna Óladóttir / Mynd: Kristinn Ingvarsson Snarbrattar skriður, þverhníptar fannir, stórgrýttar torfærur. Við fyllumst stolti þegar við stöndum á toppnum. Þar er hvorki kalt né vinafátt, hamingjan áþreifanleg yfir sameiginlegum sigri. Umvafin fegurð þess rennum við saman í eitt.