Eftir Davíð Hörgdal Stefánsson

Davíð Hörgdal Stefánsson

Davíð Hörgdal Stefánsson

Úr fjórðu ljóðabók Davíðs, Heimaslátrun og aðrar vögguvísur. Forsala bókarinnar stendur nú yfir á Karolina Fund og lýkur henni þann 14. nóvember.

 

Fjallið og ljóðið

Fjallið og ljóðið
sköpuð úr sama
hráefni

bæði gegnsæ
eins og byltingin
miskunnarlaus
þegar úr þeim hrynur

ég skrifa fjall
til að verja mig
yrki jörðina upp
og móta hvassan drangann

ég les fjall
til að hnoða
deigið í útlimina
kalla yfir mig hrun
og brosa á móti skriðunni