Þú ert hér:///september

Ljóð eru alltaf í uppreisn

2019-09-20T11:19:02+00:0027. september 2017|

Viðtal Silju Aðalsteinsdóttur við Sigurð Pálsson Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2006 Sigurður Pálsson er einn þekktasti og afkastamesti starfandi rithöfundur á landinu. Hann var hluti af hinni öflugu ljóðbylgju á miðjum áttunda áratug síðustu aldar og vinnur nú að þrettándu ljóðabók sinni sem væntanleg er í haust. Auk þess hefur hann sent ... Lesa meira

Sterkastur er sá sem stendur einn

2019-05-27T11:27:10+00:0023. september 2017|

Fyrsta frumsýning haustsins á stóra sviði Þjóðleikhússins, ein hátíðlegasta stund ársins. Freyðivín í fordrykk, forsetinn í húsinu, margir í sínu besta pússi. Eiginlega leitt að ekki skyldi vera hlé til að maður gæti notið þess betur að horfa á hátísku haustsins 2017 allt í kringum sig. Og svo var verkið klassískt og þó brýnt: Óvinur ... Lesa meira

Glæpurinn eða refsingin

2019-04-03T16:57:59+00:0022. september 2017|

Flókin fjölskyldumál eru viðfangsefni Tyrfings Tyrfingssonar í Kartöfluætunum sem voru frumsýndar á Litla sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi undir styrkri og hugmyndaríkri stjórn Ólafs Egils Egilssonar. Þetta er þriðja verk Tyrfings sem ég sé á sviði; síðast var það Auglýsing ársins en þar áður Bláskjár og einþáttungurinn Skúrinn á sléttunni. Að mínu mati – alla vega ... Lesa meira

Eru tvisvar tveir fjórir eða fimm?

2019-04-30T11:36:15+00:0016. september 2017|

Það var auðvitað stórfurðulegt að sitja við Nýja svið Borgarleikhússins að kvöldi viðburðaríks dags með stjórnarslitum og valdsmannslegri ræðu forsætisráðherra og horfa á frumsýningu á 1984, leikgerð Roberts Icke og Duncans MacMillan á sígildri skáldsögu Georges Orwell. Heyra sífellt vísað til óendanlegs og takamarkalauss valds „Flokksins“ sem öllu ræður í fortíð og nútíð, sem breytir ... Lesa meira

Að skammast sín – en fyrir hvað?

2019-04-30T12:28:35+00:0012. september 2017|

Í gærkvöldi var frumsýnt í Kúlu Þjóðleikhússins verk sem að efni og uppsetningu brýtur að ýmsu leyti blað í íslenskri leikhússögu. Verkið heitir Smán og er eftir Bandaríkjamanninn Ayad Akhtar sem hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir það árið 2013. Leikstjóri er Þorsteinn Bachmann en þýðendur eru Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson. Smán gerist í New York á ... Lesa meira

Innviðir skáldskaparins

2019-05-22T17:13:49+00:006. september 2017|

Álfrún Gunnlaugsdóttir. Fórnarleikar. Mál og menning, 2016. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2017 Hús ættarinnar tekur miklum breytingum í skáldsögu Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, Fórnarleikar. Sagan segir frá fjórum kynslóðum sem búa í þessu húsi, einhversstaðar nærri miðbæ Reykjavíkur, samskiptum þeirra, minningum, arfleifð og átökum. Framvindan er nokkuð línuleg og byggist á öru flökti milli ... Lesa meira

Andartök: ígildiheims sem var heill

2019-05-23T11:44:22+00:006. september 2017|

Þorsteinn frá Hamri. Núna. Mál og menning, 2016. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2017 Núna er 21. ljóðabók Þorsteins frá Hamri á rúmrar hálfrar aldar skáldferli. Þó að allar þær bækur beri greinileg höfundareinkenni og myndi ákveðna samfellu hefur hver og ein eitthvað nýtt og ferskt fram að færa, og þessi er engin ... Lesa meira

Með fullt hús af hlæjandi áhorfendum

2019-06-19T11:46:31+00:003. september 2017|

Þeir eru orðnir svolítið grárri um höfuðið strákarnir í Með fulla vasa af grjóti en þeir hafa sannarlega engu gleymt og reynast eiginlega alveg eins fimir og kraftmiklir og áður. Þjóðleikhúsið tekur nú upp í þriðja sinn þessa feiknalega vinsælu sýningu á verki Marie Jones um tvo lánlitla pilta í írsku sveitaþorpi og „kvikmyndaævintýri“ þeirra; ... Lesa meira