Þú ert hér:///október

Sæunn fær orðið

2022-10-29T11:00:43+00:0029. október 2022|

Besti vinur minn sór þess snemma dýran eið að verða leiðinlegt og erfitt gamalmenni. Auðvitað hlógum við að honum en stundum tekst honum ætlunarverkið, það verð ég að viðurkenna, oftar samt ekki. Sæunn (Guðrún S. Gísladóttir) í nýju leikriti Matthíasar Tryggva Haraldssonar, sem frumsýnt var á Litla sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi, veit að það eru ... Lesa meira

Leikur án orða

2022-10-24T12:06:05+00:0024. október 2022|

Leikhópurinn Baun í bala frumsýndi fyrir nokkru nýja algrímusýningu í Tjarnarbíó sem Ágústa Skúladóttir leikstýrir ásamt Orra Hugin Ágústssyni. Verkið heitir Hríma og segir frá fullorðinni einsetukonu, Hrímu (Aldís Davíðsdóttir) sem býr á afskekktum stað í heldur ótótlegu húsnæði gerðu mestmegnis úr teppum og lökum. Þar hefur hún lokað sig inni með gömlum minningum – ... Lesa meira

… og að bönum verða

2022-10-23T12:56:55+00:0023. október 2022|

Íslenska óperan sýndi í gær óperuna Brothers eða Bræður eftir Daníel Bjarnason á sviði Eldborgarsalarins í Hörpu. Óperan var samin eftir samnefndri kvikmynd danska leikstjórans Susanne Bier að beiðni Musikhuset í Árósum, frumsýnd þar 2017 og í Eldborg á Listahátíð 2018. Líbrettó er eftir Kerstin Perski, leikstjóri er Kasper Holten, Magnús Ragnarsson stjórnaði Kór Íslensku ... Lesa meira

Sísí fríkar út

2022-10-19T09:18:18+00:0018. október 2022|

Nokkrir dropar í bakkafulla læsislækinn Eftir Brynhildi Þórarinsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2015 BrynhildurÞórarinsdóttir / Mynd: Gassi Læsishasar – hverjum hefði dottið í hug að þessi tvö orð næðu saman? Það er þó varla hægt að lýsa umræðunni um læsi í haust á annan hátt. Forsíðufréttir með krassandi fyrirsögnum, yfirlýsingar ... Lesa meira

Það sem fer upp kemur aftur niður

2022-10-14T12:05:46+00:0014. október 2022|

Eftir Berglindi Ósk Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2022.   Við erum þrjú eftir á vökunni í einbýlishúsi í Árbænum. Ég, Svavar og Rebekka. Allir hinir farnir samviskusamlega heim. Við Svavar sitjum hlið við hlið í drapplituðum sófa. Á móti okkur situr Rebekka með tómlegt augnaráð bak við gleraugu sem gera ekkert fyrir ... Lesa meira

Trúðslæti um ást og missi

2022-10-12T15:56:18+00:0010. október 2022|

Við fórum loksins í Tjarnarbíó í gærkvöldi og sáum Hið stórfenglega ævintýri um missi eftir Grímu Kristjánsdóttur sem einnig leikur bæði hlutverkin, sjálfa sig og hliðarsjálfið Jójó trúð. Með henni á sviðinu er tónlistarmaðurinn Þórður Sigurðarson og einnig tekur virkan þátt í sýningunni ljósameistarinn Arnar Ingvarsson. Ég er ekki frá því að það staka atriði ... Lesa meira

Er ímynd raunveruleiki?

2022-10-12T15:36:20+00:009. október 2022|

Það hafa heldur betur orðið umskipti á Kassa Þjóðleikhússins. Þar hafa veggir verið fjarlægðir í anddyri og rýmið opnað þannig að maður trúði varla sínum eigin augum. Ekki spillir skemmtileg notkun rimla úr Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar eins og þetta hús hét á sinni tíð. Það fór því einkar vel á því að fyrsta frumsýning eftir ... Lesa meira

Fyrsta hvíta móðirin í geimnum

2022-10-06T12:25:52+00:006. október 2022|

eftir Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur og Jovönu Pavlović Kynþáttafordómar, hvítleikinn og mörk listarinnar Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2022     Jovana Pavlović Styttumálið svokallaða var áberandi í fjölmiðlaumræðu fyrri hluta þessa árs. Málið má rekja til þess þegar listaverk birtist óvænt á bílastæðinu við Nýlistasafnið þann 9. apríl sl., í ... Lesa meira

Skækjur, mæður, saumaklúbbsforsetar og aðrar kvenlegar verur

2022-10-04T10:21:35+00:004. október 2022|

Brynja Hjálmsdóttir: Kona lítur við. Una útgáfuhús 2021. 80 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2022. Ljóðið virðist blómstra þessi misserin. Ljóðaútgáfa er mikil, ljóðaupplestrar eru haldnir um allan bæ eða í streymi, ljóðum rignir inn í ljóðasamkeppnir og stöku ljóðabækur fá jafnvel gagnrýni í dagblöðum. Viðurkenningin Maístjarnan er veitt fyrir útgefna ljóðabók ... Lesa meira

Vængjaðar verur

2022-09-30T15:13:59+00:004. október 2022|

Auður Jónsdóttir: Allir fuglar fljúga í ljósið. Bjartur, 2021. 359 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2022.   Áföll og afleiðingar þeirra hafa litað bæði skáldskap og samfélagsumræðuna undanfarin ár og nýjasta bók Auðar Jónsdóttur, Allir fuglar fljúga í ljósið, hverfist í kringum það þema. Sigmund Freud var meðal þeirra fyrstu sem lagðist ... Lesa meira