Þú ert hér:///janúar

Skilaboðaskjóðan skilar sínu

2019-05-03T14:09:33+00:0029. janúar 2017|

Takið nú eftir, áhugamenn um úrvals barnasýningar: Leikfélag Mosfellssveitar og leikfélagið Miðnætti eru að sýna Skilaboðaskjóðuna eftir Þorvald Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson alla sunnudaga næstu vikur. Þetta er eldfjörug sýning og falleg ásýndum enda sama fólk sem að henni stendur og minnisstæðri verðlaunauppsetningu á Ronju ræningjadóttur 2014, leikstjórinn Agnes Wild, tónlistarstjórinn Sigrún Harðardóttir sem ... Lesa meira

Galdrakarl á Sögulofti

2019-05-03T14:28:07+00:0022. janúar 2017|

Geir Konráð Theodórsson skemmtir sér þessar vikurnar við að segja gestum á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi sögur af svarta galdri á Íslandi. Þeir eru þrír feðgarnir sem standa að sýningunni því Theodór Kristinn Þórðarson, faðir Geirs, leikstýrir honum og bróðirinn Eiríkur Þór sér um uppsetninguna. Uppsetningin er afar einföld eins og jafnan á þessu leiksviði. ... Lesa meira

Ennþá gerast ævintýr

2019-05-03T14:26:01+00:0022. janúar 2017|

Gömlu ævintýrin hafa lengi verið drjúg uppspretta barnaefnis, það veit Guðjón Davíð Karlsson (Gói) og nýtir sér vel í nýju barnaleikriti með söngvum, Fjarskalandi, sem var frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í dag. Vignir Snær Vigfússon semur lögin við texta Góa, Finnur Arnar Arnarson skapar undurfallegt ævintýraland á sviðinu, Lára Stefánsdóttir semur dansa og Selma ... Lesa meira

Pabbi minn er kona

2019-05-03T15:09:46+00:0014. janúar 2017|

Hannes Óli Ágústsson sýnir dirfsku með því að stíga fram og segja sögu sína og föður síns á Litla sviði Borgarleikhússins í sýningunni Hún pabbi. Þetta er einlæg og lágstemmd sýning eins og hæfir því viðkvæma efni sem hún fjallar um. Hannes Óli var um tvítugt þegar hann sá óvart mynd í heimilistölvunni sem var ... Lesa meira

Þegar bíóið er búið

2019-05-03T15:34:34+00:0012. janúar 2017|

Pulitzer-verðlaunaverkið Ræman eftir Annie Baker var frumsýnt í gær á Nýja sviði Borgarleikhússins undir stjórn Dóru Jóhannsdóttur. Það gerist í samnefndu kvikmyndahúsi, sem enn hefur ekki tekið stafrænni byltingu en notar ennþá gamaldags sýningarvél, og fjallar um þrjá illa launaða starfsmenn hússins og samskipti þeirra. Halldór Laxness Halldórsson (Dóri DNA) þýðir verkið og staðfærir. Þýðingin ... Lesa meira

Illt er að binda ást við þann …

2019-05-03T15:35:54+00:007. janúar 2017|

Eins og sjálfsagt flestar konur hef ég reynslu af karlmönnum eins og Sölva (Stefán Hallur Stefánsson) í leikritinu Gott fólk sem frumsýnt var í Kassanum í gærkvöldi (ég sá aðalæfingu kvöldið áður). Þetta er gasalega sætur strákur, orðheppinn og skemmtilegur, heillandi við fyrstu kynni, en þessir kostir valda því að hann er tregur til að ... Lesa meira

Kjötkveðjuhátíð á Rifi

2019-05-03T15:50:53+00:004. janúar 2017|

Það er einkar viðeigandi að setja upp leiksýningu byggða á skáldsögu franska rithöfundarins Jules Verne um leyndardóma Snæfellsjökuls í Frystiklefanum á Rifi undir Jökli. Journey to the Center of the Earth var frumsýnd milli jóla og nýárs undir stjórn Árna Kristjánssonar og við fórum í gær í kyrru og fallegu vetrarveðri að sjá hana. Leikið ... Lesa meira