Þú ert hér:///október

Hverjum var Guðrún verst?

2019-08-21T16:49:34+00:0030. október 2011|

Mæðgurnar Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds frumsýndu í gærdag leikgerð Hallveigar á Laxdælu, Kjartan eða Bolli?, í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu undir stjórn Þórhalls Sigurðssonar. Í sýningunni leika þær mæðgur sem eru að taka til í dánarbúi móður og ömmu en stýra síðan brúðum sem leika fyrir okkur söguna af Laxdælu eins og Guðrún Ósvífursdóttir gæti ... Lesa meira

Eyvindur og Halla á atómöld

2019-08-21T16:27:51+00:0030. október 2011|

Það hræðilegasta hefur gerst: hryðuverkamenn hafa kastað atómsprengju á borgina og allir hafa farist. Nema Markús (Sveinn Ólafur Gunnarsson) og Lísa (Lilja Nótt Þórarinsdóttir) af því að Markús var svo snarráður að bjarga Lísu meðvitundarlausri á ögurstundu ofan í sprengjubyrgið sitt. Þannig hefst leikrit Dennis Kelly  sem leikhópurinn SuðSuðVestur frumsýndi í Tjarnarbíói í gærkvöld undir ... Lesa meira

Kirsuberjagarðurinn verður seldur

2019-08-21T17:01:16+00:0029. október 2011|

Þær eru býsna ólíkar sýningarnar tvær sem voru frumsýndar í stóru leikhúsunum í gærkvöld og fyrrakvöld, en þær eiga sameiginlegt að vera unnar af fyllstu alúð og ná háum listrænum hæðum. Sýningin í gærkvöld var á stóra sviði Borgarleikhússins á Kirsuberjagarðinum, einu vinsælasta leikriti Tsjekhovs. Leikstjóri var Hilmir Snær Guðnason en þýðingin eftir Jónas Kristjánsson ... Lesa meira

Þrjár konur

2019-08-22T16:48:16+00:0028. október 2011|

Í gærkvöld var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu leikritið Hreinsun eftir Sofi Oksanen undir stjórn Stefáns Jónssonar. Leikritið var fyrst sýnt í Finnska þjóðleikhúsinu 2007 og í framhaldi af því samdi höfundur skáldsögu með sama nafni um sömu persónur, og hún hefur farið eins og logi yfir evrópskan bókmenntaakur síðan. Sigurður Karlsson þýddi bæði leikverkið og skáldsöguna ... Lesa meira

Fyrsta óperan í Hörpu

2019-08-23T14:09:47+00:0023. október 2011|

Það var gífurleg stemning í Hörpu á laugardagskvöldið: fullt í öllum sölum og þúsundir í húsinu. Þar að auki var verið að frumsýna fyrstu óperuna í Eldborg og mikil ánægja með þann áfanga. Menn óskuðu hver öðrum til hamingju með daginn eða buðu gleðilega hátíð. Óperan var sú gamalkunna Töfraflauta Mozarts, dýrlegt músíkstykki með nokkrum ... Lesa meira

„That‘s Entertainment“

2019-08-23T14:23:49+00:0017. október 2011|

Enn ein skemmtileg uppákoma var frumsýnd í Þjóðleikhúskjallaranum í gærkvöldi: Judy Garland kabarett með Láru Sveinsdóttur og djasshljómsveit Úlfs Eldjárns. Þar syngur Lára lög sem Judy Garland gerði fræg og segir frá stjörnunni milli laga, stiklar á stormasamri og oft átakanlegri ævi hennar og lætur lagavalið undirstrika frásögn sína. Leikstjóri er Charlotte Böving og hinar ... Lesa meira

Kóngsríki sé mitt leiksvið

2019-08-23T14:26:06+00:004. október 2011|

Sigurður Skúlason frumsýndi í fyrrakvöld í Þjóðleikhúskjallaranum einleik sinn og Benedikts Árnasonar leikstjóra, Hvílíkt snilldarverk er maðurinn, með bútum úr höfundarverki Shakespeares í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Þeir félagar hafa valið glæsilegar einræður og samtöl úr mörgum þekktustu verkum leikskáldsins og þó að flestar persónurnar væru karlkyns hikaði Sigurður ekki við að bregða sér í kvenhlutverk, ... Lesa meira