Þú ert hér:///október

Karamazov-fjölskylda á 21. öld

2019-06-19T11:08:48+00:0031. október 2012|

Það kemur fram í viðtali við Richard LaGravanese, annan höfund Bastarða sem nú eru sýndir í Borgarleikhúsinu, að innblásturinn hafi þeir Gísli Örn Garðarsson fengið úr skáldsögu Dostojevskís, Karamazov-bræðrunum. Þaðan spretta persónur verksins og litríkur textinn er undir áhrifum þaðan. Vissulega eru Bastarðar einfalt verk miðað við geysilanga og flókna skáldsöguna en írónían er lúmskari ... Lesa meira

Nýtt líf í skugga dauðans

2019-06-19T11:03:17+00:0028. október 2012|

Bíómynd Akis Kaurismäki I hired a contract killer (Ég réð mér leigumorðingja, 1990) var minnilega skemmtileg þó stutt væri (tæpar 80 mínútur). Agli Heiðari Antoni Pálssyni og áhöfn hans hjá Leikfélagi Akureyrar, sem völdu þetta verk, er því tvöfaldur vandi á höndum: að búa til frumlega og skemmtilega leiksýningu sem ekki gerir bíómyndinni skömm til ... Lesa meira

Vogur vinnur, vínið tapar

2019-06-19T11:09:04+00:0020. október 2012|

Það skemmtilegasta við að blogga um leikhús er hvað maður fær að sjá fjölbreytta flóru. Uppgötva hvað fólk getur verið að fást við ótrúlega ólíka hluti eiginlega á sömu þúfunni. Kvöldið eftir há-fagurfræðilega upplifun í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu fylgdumst við hjónin með meinfyndinni og dónalegri konu á fimmtugsaldri frá Hafnarfirði upplifa tráma lífs síns og ... Lesa meira

Í fréttum var þetta helst

2019-06-19T11:49:28+00:0018. október 2012|

Þau kalla sig VaVaVoom, myndrænt leikhús með bækistöðvar í London og Reykjavík, og í kvöld frumsýndu þau í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu brúðuleikhúsverkið Nýjustu fréttir eftir Sigríði Sunnu Reynisdóttur, Söru Martí Guðmundsdóttur sem líka leikstýrir, og leikhópinn allan. Þetta er orðalaust verk að heita má, að vísu heyrum við orðaflaum á mörgum tungumálum úr útvarpi og ... Lesa meira

„Skáldskapur er ofsafengin leit að sannleikanum“

2019-06-23T23:06:45+00:0016. október 2012|

Sigurður Pálsson. Bernskubók. JPV útgáfa, 2011. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2012 Leit, angist, framandleiki, útskúfun, sársauki, ráf og órói eru sterk leiðarstef í fyrstu ljóðabókum Sigurðar Pálssonar en eftir því sem bókunum fjölgar verða fögnuður og fegurð fyrirferðarmeiri. Angistin og lífsháskinn víkja hægt og sígandi fyrir óþrjótandi lífsgleði og æðruleysi. Þar með ... Lesa meira

Landnámsmaður og útlagi

2019-06-23T23:11:09+00:0016. október 2012|

Jón Yngvi Jóhannsson. Landnám: Ævisaga Gunnars Gunnarssonar. Mál og menning, 2011. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2012 „Hver er þá margumtöluð „staða Gunnars Gunnarssonar“ í íslenskum bókmenntum?“ spyr Jón Yngvi Jóhannsson undir lok hinnar ríflega 500 blaðsíðna bókar sinnar um ævi Gunnars og verk hans. Segja má að bók Jóns Yngva sé öðru ... Lesa meira

Á trúnó með Magnúsi Hjaltasyni

2019-06-19T11:24:05+00:0015. október 2012|

Alltaf er ég svolítið hissa á áhuga manna á Magnúsi Hj. Magnússyni, persónu hans og skrifum – það er að segja eftir að Halldór Laxness hafði nýtt sér dagbækur hans í sitt mikla verk, Heimsljós. En auðvitað getur verið athyglisvert að skoða Magnús í ljósi Ólafs Kárasonar Ljósvíkings, íhuga muninn á frummynd og eftirmynd. Þetta er ... Lesa meira

Ólíkindalæti

2019-06-19T11:29:32+00:0013. október 2012|

Gagnrýnendur eru sem kunnugt er þekktir fyrir að fyrirlíta gamanleiki og farsa, helstu kassastykki leikhúsanna, þeir (gagnrýnendurnir) eru auðvitað svo háfleygir að það rignir upp á nasirnar á þeim og þess vegna þola þeir ekki að fólk bara skemmti sér í leikhúsinu. Nú vil ég alls ekki vera af þessari sort, enda leiðist mér yfirleitt ... Lesa meira

Dagleiðin langa inn í hrun

2019-06-19T11:35:10+00:0012. október 2012|

Jónsmessunóttin sem nýtt leikrit Hávars Sigurjónssonar tekur heiti sitt af er raunar aldrei nefnd beinlínis í verkinu svo ég tæki eftir á frumsýningunni í kvöld. En á Jónsmessunótt fara alls kyns vættir á kreik, að minnsta kosti hjá Shakespeare, og vel gæti Hávar verið að vísa í það með titlinum. Alltént er enginn hörgull á ... Lesa meira