Þú ert hér://2012

Að gæta bróður síns

2019-06-18T17:31:31+00:0030. desember 2012|

Þær voru ólíkar eins og stundum áður jólasýningar stóru leikhúsanna í Reykjavík. Í Macbeth Þjóðleikhússins var stílfærsla í algleymingi með tilfærslu í tíma og allt; í Músum og mönnum Leikfélags Reykjavíkur á stóra sviði Borgarleikhússins ríkir hefðbundið raunsæi, svo rækilega útfært að jaðrar við ofurraunsæi. En mig langar til að segja það strax að eftirbragðið ... Lesa meira

„Við erum rétt að byrja“

2019-06-18T17:38:03+00:0027. desember 2012|

Á undanförnum árum og áratugum hafa ótal ritgerðir og bækur verið skrifaðar um hegðun einræðisherra og harðstjóra út frá karakterum eins og Adolf Hitler, Jósep Stalín og Maó. Því væri eðlilegt að samtímaleikskáld okkar gæti samið gott verk um fyrirbærið. En það kemur á óvart að Shakespeare (f. 1564, d. 1616) skuli hafa vitað nákvæmlega ... Lesa meira

Slóði Hagmennisins

2019-06-21T18:17:52+00:0012. desember 2012|

Stefán Snævarr. Kredda í kreppu: Frjálshyggjan og móteitrið við henni. Heimskringla, háskólaforlag Máls og menningar, 2011. Einar Már Jónsson. Örlagaborgin: Brotabrot úr afrekasögu frjálshyggjunnar – fyrri hluti. Ormstunga, 2012. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2012 Ekki leið langur tími frá því þrír helstu bankar landsins féllu haustið 2008 uns bækur tóku að birtast um ástæður ... Lesa meira

Hryllilegar hremmingar á hálendinu

2019-06-21T17:48:54+00:0012. desember 2012|

Steinar Bragi. Hálendið. Mál og menning, 2011. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2012 Lítill hópur ungs fólks – tvö pör – fer í ferð upp á hálendið með það að markmiði að skynja náttúruna, efla vináttuna, eða bara flýja kreppuna um stund. Þau eru illa undir ferðina búin, tæknin sem á að tryggja ... Lesa meira

Bægifótur bankar á dyr

2019-06-21T15:42:43+00:0012. desember 2012|

Ármann Jakobsson. Glæsir. JPV útgáfa, 2011. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2012 Skáld og rithöfundar hafa gert sér ýmis erindi á slóðir Íslendingasagna, inn í þeirra tíma. Ófáir hafa komið sér í rómantískan ham til að minna á að „þá riðu hetjur um héruð“. Bæði vegna þess að um tíma voru öll ráð ... Lesa meira

Að ráða nánd af húsakynnum

2019-06-21T14:35:03+00:0012. desember 2012|

Oddný Eir Ævarsdóttir. Jarðnæði. Bjartur, 2011. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2012 Það er eins og að bera í bakkafullan læk að ljúka lofsorði á síðustu bók Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur, Jarðnæði. Bókin er auðvitað bæði tilnefnd og verðlaunuð, tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut Fjöruverðlaunin 2011, en þar að auki hefur hún fengið mikla ... Lesa meira

Aðgreining æxlis og sjúklings

2019-06-21T14:34:02+00:0012. desember 2012|

Steinunn Sigurðardóttir. jójó. Bjartur, 2011. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2012 1 Í skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur, jójó, beitir hinn herskái krabbameinslæknir Martin Montag geislabyssunni til að ráðast á æxlin í skjólstæðingum sínum. Hann segir æxlin vera „persónulega óvini sína“ og á hverjum morgni herðir hann sig upp „eins og stríðsmaður“ með því að ... Lesa meira

Sauðlauks upp í lygnum dali

2019-06-21T15:12:48+00:0012. desember 2012|

Sölvi Björn Sigurðsson. Gestakomur í Sauðlauksdal. Sögur, 2011. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2012 Fullt heiti þessarar skáldsögu er reyndar ívið lengra en hér að ofan greinir: Dálítill leiðarvísir um heldri manna eldunaraðferð og Gestakomur í Sauðlauksdal eður hvernig skal sína þjóð upp reisa úr öskustó. Þetta er í stíl og anda sögutímans, ... Lesa meira

Uppreisn gegn afhelgunarskyldunni

2019-06-21T12:19:04+00:0012. desember 2012|

Sigurður Pálsson. Ljóðorkusvið, Ljóðorkuþörf, Ljóðorkulind. JPV útgáfa, 2006, 2009, 2012. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2012 Hin dulda merking Í heimi þar sem fólk er stöðugt að leita að hughreystingu, vill efla sig og styrkja, til dæmis með hjálp fæðubótarefna, rétts mataræðis, jóga, líkamsræktar og lífsspekirita ýmiskonar, er ekki ólíklegt að sú spurning ... Lesa meira

Viska kattarins

2019-06-21T11:54:56+00:0012. desember 2012|

Vigdís Grímsdóttir. Trúir þú á töfra? JPV útgáfa, 2011. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2012 Saga bernsku minnar líður undir glerhvelfingunni innan múrsins og eftir á að hyggja hefði ég ekki viljað missa af neinu; það er ég viss um núna þótt ég hafi ekki alltaf hugsað þannig þegar ég var stelpa. (9) ... Lesa meira