Þú ert hér://2012

Vetrarmynd úr lífi skálds

2019-06-21T11:48:59+00:0012. desember 2012|

Haukur Ingvarsson. Nóvember 1976. Mál og menning, 2011. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2012 Sjónvarpið hefur ekki verið söguefni í íslenskum skáldsögum svo heitið geti. Eina dæmið sem kemur upp í hugann er úr Svartri messu Jóhannesar Helga sem er sprottin beint upp úr hatrömmum deilum samtíðarinnar um sjónvarpsútsendingar bandaríska hersins á Miðnesheiði ... Lesa meira

Segja vil ég sögu af sveinunum þeim …

2019-06-18T17:52:50+00:003. desember 2012|

Íslendingar eiga Jóhannesi úr Kötlum mikið að þakka að hann skyldi nota tíma sinn, orku og sköpunarkraft til að bræða saman gamlar sögur af Grýlu, Leppalúða og þeirra hyski, jólasveinum og jólaketti þar með töldum, og setja þær í aðgengilega, myndræna, fyndna og hæfilega grimma bragi handa fólki á öllum aldri. Sú góða bók Jólin koma er ... Lesa meira

Að lifa lengi á lyginni

2019-06-19T10:25:42+00:0012. nóvember 2012|

Sögurnar af Múnkhásen barón hafa skemmt fólki alveg síðan á 18. öld þegar hann sjálfur var á dögum, fyrst í hans eigin frásögn, svo í endursögnum, misjafnlega trúum frumsögunum, í bókum ýmissa höfunda og loks í útvarpi og kvikmyndum. Það er ákaflega vel til fundið af Gaflaraleikhúsinu að rifja upp þessar sögur í fjölskyldusýningu sinni ... Lesa meira

Bræður munu berjast …

2019-06-18T18:02:20+00:005. nóvember 2012|

Það er engu logið á uppsetningu Íslensku óperunnar á Il trovatore Verdis í Eldborgarsal Hörpu. Hljómsveitin leikur skínandi vel undir stjórn Carol I. Crawford, einsöngvararnir syngja hver öðrum betur og kórinn er flottur undir stjórn Halldórs E. Laxness. En eiginlega fannst mér sviðið hans Gretars Reynissonar stela senunni hvað eftir annað í göldróttri lýsingu Björns ... Lesa meira

Ólík andlit ástarinnar

2019-06-19T10:42:02+00:003. nóvember 2012|

Hvernig á maður að geta skrifað umsögn um sýningu þar sem leikarinn stígur niður af sviðinu og smellir á mann kossi eins og ekkert sé? Það var auðvitað „kyssikonan ægilega“, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, sem þetta gerði á frumsýningu Ástarinnar, einleiks með söngvum eftir Tómas R. Einarsson, í kjallara Þjóðleikhússins í gærkvöldi. Og leikhúsbloggarinn var ekki ... Lesa meira

Allt til bóta

2023-09-14T18:36:11+00:002. nóvember 2012|

Fyrsta sviðsverk Ragnars Bragasonar, Gullregn, ber þess merki að höfundurinn er vanur að vinna fyrir kvikmyndavélar. Verkið er samsett úr þrettán atriðum sem gerast með mislöngu millibili, það líða allt frá tíu mínútum að fjórum mánuðum á milli og þá er sviðið myrkvað – þar sem Ragnar hefði klippt í kvikmynd. Þetta verður svolítið gamaldags ... Lesa meira

Karamazov-fjölskylda á 21. öld

2019-06-19T11:08:48+00:0031. október 2012|

Það kemur fram í viðtali við Richard LaGravanese, annan höfund Bastarða sem nú eru sýndir í Borgarleikhúsinu, að innblásturinn hafi þeir Gísli Örn Garðarsson fengið úr skáldsögu Dostojevskís, Karamazov-bræðrunum. Þaðan spretta persónur verksins og litríkur textinn er undir áhrifum þaðan. Vissulega eru Bastarðar einfalt verk miðað við geysilanga og flókna skáldsöguna en írónían er lúmskari ... Lesa meira

Nýtt líf í skugga dauðans

2019-06-19T11:03:17+00:0028. október 2012|

Bíómynd Akis Kaurismäki I hired a contract killer (Ég réð mér leigumorðingja, 1990) var minnilega skemmtileg þó stutt væri (tæpar 80 mínútur). Agli Heiðari Antoni Pálssyni og áhöfn hans hjá Leikfélagi Akureyrar, sem völdu þetta verk, er því tvöfaldur vandi á höndum: að búa til frumlega og skemmtilega leiksýningu sem ekki gerir bíómyndinni skömm til ... Lesa meira

Vogur vinnur, vínið tapar

2019-06-19T11:09:04+00:0020. október 2012|

Það skemmtilegasta við að blogga um leikhús er hvað maður fær að sjá fjölbreytta flóru. Uppgötva hvað fólk getur verið að fást við ótrúlega ólíka hluti eiginlega á sömu þúfunni. Kvöldið eftir há-fagurfræðilega upplifun í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu fylgdumst við hjónin með meinfyndinni og dónalegri konu á fimmtugsaldri frá Hafnarfirði upplifa tráma lífs síns og ... Lesa meira

Í fréttum var þetta helst

2019-06-19T11:49:28+00:0018. október 2012|

Þau kalla sig VaVaVoom, myndrænt leikhús með bækistöðvar í London og Reykjavík, og í kvöld frumsýndu þau í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu brúðuleikhúsverkið Nýjustu fréttir eftir Sigríði Sunnu Reynisdóttur, Söru Martí Guðmundsdóttur sem líka leikstýrir, og leikhópinn allan. Þetta er orðalaust verk að heita má, að vísu heyrum við orðaflaum á mörgum tungumálum úr útvarpi og ... Lesa meira