Þú ert hér:///október

Ævintýri Dísu ljósálfs

2019-09-05T21:53:04+00:0024. október 2010|

Það er erfitt að ímynda sér örlagasögur barna úr nútímanum sem jafnist á við átakanlega hrakfarasögu Dísu litlu ljósálfs sem allir Íslendingar þekkja. Hún villist að heiman og lendir fyrst í vondri vist hjá mennskum hjónum, skógarhöggsmanni og konu hans, síðan í óhugnanlegri barnaþrælkun lengst ofan í jörðinni hjá moldvörpu; þaðan bjarga froskar henni og ... Lesa meira

Þegar gamli sorrý Gráni var felldur

2019-09-05T21:57:17+00:0016. október 2010|

Verið gæti að Finnski hesturinn eftir Sirkku Peltola sem Þjóðleikhúsið frumsýndi í gær verði fremur við smekk sjálfstæðismanna og vinstri grænna en samfylkingarmanna því þar er ekki alltaf talað vel um Evrópusambandið. En húmorinn mun áreiðanlega höfða til allra jafnt, einkum þó óborganleg persóna ömmunnar sem Ólafía Hrönn skapar á sviðinu og fylgir manni út ... Lesa meira

Sungið um ástir og hefnd

2019-09-05T22:03:12+00:0015. október 2010|

Sagan sem ópera Verdis Rigoletto segir er mögnuð og vel til fundið hjá leikstjóranum, Stefáni Baldurssyni, að flytja hana inn í undirheima Ítalíu í nútímanum. Með því minnir hann á að enn eru þeir feður til sem halda að þeir geti verndað dætur sínar með því að loka þær inni og enn er ungum stúlkum ... Lesa meira

Að vera eða ekki vera – þar er efinn

2019-09-05T22:10:22+00:0013. október 2010|

Ekki hef ég lengi séð eins vel heppnaða leikgerð skáldsögu á sviði og Fólkið í kjallaranum sem Borgarleikhúsið frumsýndi um helgina. Það sem gerði útslagið í leiktexta Ólafs Egils Egilssonar var hve mikið af auði sögunnar komst upp á sviðið, hve mörg atvik og hve mikið af togstreitunni og þjáningu efans sem þjakar aðalpersónuna. Þetta ... Lesa meira