Þú ert hér:///janúar

Veröld ný og rafræn

2020-01-27T11:41:14+00:0026. janúar 2020|

Það er óvænt að sjá fólk flykkjast í leikhús, ekki til að horfa á leiksýningu heldur til að hlusta á fyrirlestur. Að vísu eru þeir aðilar báðir, sem nú fylla Borgarleikhúsið með sjálfum sér einum, ástríðufullir fræðimenn og vanir flytjendur en þetta virkar samt á mig sem merkilegt afturhvarf til tímanna fyrir tilkomu útvarpsins. Ég ... Lesa meira

Tvö ljóð

2020-02-10T14:06:12+00:0022. janúar 2020|

Eftir Valgerði Kristínu Brynjólfsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2019   Úr böndum stálgrár himinn hleypir brúnum niður í miðjar hlíðar lausbeislaður hvæsandi heybaggi lemur frá sér með bægslagangi á hrímfölu túni hvítur plastfugl á girðingu ber vængjum í staur og strekkist við að losna af gaddavírsstreng mórauður poki slær taktinn með víðihríslu ... Lesa meira

Eftir flóðið

2020-01-21T12:02:20+00:0021. janúar 2020|

Eyður / Mynd: Owen Fiene Samkvæmt verki Marmarabarna, Eyðum, sem ég sá á stóra sviði Þjóðleikhússins í gærkvöldi, byrjar maðurinn aftur sem safnari eftir Flóðið. Á sviðinu eru fimm mannleg reköld á eyðilegri strönd þegar tjaldið er dregið frá, ekkert er að sjá í umhverfi þeirra nema misjafnlega stórir plastbútar í ýmsum litum. ... Lesa meira

Þegar Hans klaufi hætti að vera klaufi

2020-01-20T13:10:20+00:0019. janúar 2020|

Leikhópurinn Lotta endurfrumsýndi í gær í Tjarnarbíó Hans klaufa eftir Snæbjörn Ragnarsson og leikhópinn undir stjórn Önnu Bergljótar Thorarensen og Þórunnar Lárusdóttur. Baldur Ragnarsson, Björn Thorarensen og Gunnar Ben tóku þátt í að semja lög og texta með leikhópnum en Þórður Gunnar Þorvaldsson sá um útsetningar. Einföld en þénug leikmyndin var í höndum leikaranna Andreu ... Lesa meira

Feður, synir og dætur

2020-01-18T18:13:05+00:0018. janúar 2020|

Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi í gærkvöldi nýtt leikrit eftir Tyrfing Tyrfingsson, Helgi Þór rofnar, á Nýja sviði Borgarleikhússins undir stjórn Stefáns Jónssonar. Eins og Tyrfingur vísaði í grískar goðsögur um Fedru og Hyppólýtus í síðasta verki sínu, Kartöfluætunum, vísar hann hér í goðsögurnar um Kassöndru og fleiri grískar hetjur, lætur örlög guða og mikilmenna endurspeglast í ... Lesa meira

Síðasta aftakan

2020-01-13T10:37:39+00:0013. janúar 2020|

Fáeinir atburðir í sögunni eru svo dramatískir og/eða dularfullir að Íslendingar geta ekki hætt að hugsa um þá. Strax koma í hugann fjölskylduharmleikurinn í Skálholti og hvarf Reynistaðabræðra. Eitt enn er svo morðbrennan á Illugastöðum á Vatnsnesi árið 1828 sem ótal ritverk, stór og smá, söngvar, kvikmyndir og leikverk, hafa verið gerð um og sér ... Lesa meira

Hlægilega sorglegur Tsjekhov

2020-01-12T12:13:31+00:0012. janúar 2020|

Nýjárs- og afmælissýning Leikfélags Reykjavíkur, Vanja frændi eftir Anton Tsjekhov, var frumsýnd í gærkvöldi á stóra sviði Borgarleikhússins undir stjórn Brynhildar Guðjónsdóttur. Gunnar Þorri Pétursson þýddi verkið á tilgerðarlausa, auðskiljanlega og fallega íslensku og öll textavinna í sýningunni var aðdáunarverð. Sú einkunn átti sannarlega við fleira. Við erum stödd á sveitasetri Aleksanders Serebrjakovs prófessors í ... Lesa meira

Táningar syngja um ást og kynlíf

2020-01-10T16:12:02+00:0010. janúar 2020|

Hópur fimmtán unglinga sem kallar sig Teenage Choir of Love and Sex endurfrumsýndi í gær dans- og söngvasýninguna The Teenage Songbook of Love and Sex í Tjarnarbíó. Hún var áður sýnd á Reykjavík Dance Festival síðastliðið haust þar sem hún vakti talsverða athygli. Enda er þetta bráðfjörug og skemmtileg sýning. Hún er eftir þau Ásrúnu ... Lesa meira

Elskuleg óreiða og hryllilegri hlutir

2020-01-22T13:45:36+00:009. janúar 2020|

Eftir Úlfhildi Dagsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2019   „Þarna voru stærðfræðileg form sem jafnvel Eviklíð ætti í vandræðum með að nefna – keilur mismunandi óreglulegar og strýtulaga, hjallar í ögrandi hlutföllum, stokkar með undarlegum þrútnum stækkunum, brotnar súlur í furðulegum mynstrum, og fimm arma eða fimm ása byggingar sinnissjúks hryllileika.“[1] Þessi ... Lesa meira

Áramótaskaupið og aðrar óspektir um áramót

2020-01-02T17:08:57+00:002. janúar 2020|

Eftir Kristínu Einarsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2011   Inngangur Kristín Einarsdóttir / Mynd: Aldís Pálsdóttir, Vikan Gamlárskvöldi eyða flestir Íslendingar með stórfjölskyldunni í hefðbundinni áramótaveislu sem samanstendur af hátíðlegum kvöldverði, flugeldasprengingum og áhorfi á áramótaskaup sjónvarpsins. Þarna eru afar og ömmur, pabbar og mömmur, ásamt fjölda barna á ýmsum ... Lesa meira