Þú ert hér:///maí

Tvö ljóð

2021-05-26T16:09:49+00:0026. maí 2021|

Eftir Kari Ósk Grétudóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021     Endurskin   þið báðuð okkur vinsamlegast að vera ekki lengur á meðal ykkar svoleiðis að við hættum að vera meðal ykkar létum okkur hverfa urðum undirgefnar afturgöngur friðsælla grafa þegar við urðum ónæm fyrir leysiefnunum stóðum við upp kveiktum eld ristum ... Lesa meira

„Allt sem þú gerir breytist í reynslu“

2021-05-19T11:46:25+00:0019. maí 2021|

Ferðalag um sjálfsævisöguleg skrif Jóns Gnarr Eftir Gunnþórunni Guðmundsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2016 ‚Reynslusaga‘ er nokkuð gott íslenskt orð sem er full ástæða til að dusta rykið af og jafnvel hrista svolítið upp í. Vissulega hefur það ekki mjög bókmenntalegan blæ yfir sér, jafnvel mætti segja að það væri notað sem ... Lesa meira

Besta veisla í heimi?

2021-05-19T11:35:25+00:0016. maí 2021|

Öll eigum við frá blautu barnsbeini og fram á þennan dag minningar um veislur, góðar og slæmar og allt þar á milli. Það er jafnmikill unaður að vakna morguninn eftir virkilega vel heppnaða veislu, hvort sem er á manns eigin vegum eða annarra, og það er ööömurlegt að vakna eftir misheppnaða veislu og neyðast til ... Lesa meira

Hvernig er veðrið?

2021-05-19T10:57:42+00:0015. maí 2021|

Sirkuslistahópurinn Hringleikur frumsýndi í gær í Tjarnarbíó sirkuslistaverkið Allra veðra von í Tjarnarbíó í samstarfi við leikhópinn Miðnætti. Úr síðarnefnda hópnum koma m.a. leikstjórinn Agnes Wild, búninga- og sviðsmyndahöfundurinn Eva Björg Harðardóttir og tónlistarstjórinn Sigrún Harðardóttir, en höfundar verksins eru liðsmenn Hringleiks, Bryndís Torfadóttir, Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Meyvant Kvaran, Nick Candy og Thomas Burke. Eins ... Lesa meira

Refillinn í Bayeux

2021-05-14T11:00:09+00:0014. maí 2021|

Landnámssetrið í Borgarnesi heldur upp á fimmtán ára afmæli og nýja opnun eftir langt „kóf“ með sögustund um óvenjulegt efni. Reynir Tómas Geirsson læknir stóð nýlega að útgáfu á bókinni Dvergurinn frá Normandí eftir Lars-Henrik Olsen sem kona hans, Steinunn Jóna Sveinsdóttir, þýddi og sem segir frá tilurð refilsins fræga sem saumaður var í Kent ... Lesa meira

Ljósmóðir í Vesturbænum

2021-05-12T22:36:11+00:0012. maí 2021|

Auður Ava Ólafsdóttir. Dýralíf. Benedikt bókaútgáfa, 2020. 205 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021.   Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng. Gleymist þó aldrei eilífa lagið við pílagrímsins gleðisöng. (Matthías Jochumsson)   Það er óneitanlega ættarsvipur með aðalpersónunum í skáldsögum Auðar Övu Ólafsdóttur. Þær eru verulega færar á sínu sviði, ef ... Lesa meira

Þegar jarðskorpan rís

2021-05-12T22:24:27+00:0012. maí 2021|

Sigríður Hagalín. Eldarnir: Ástin og aðrar hamfarir. Benedikt bókaútgáfa, 2020. 287 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021 Sigríður Hagalín er ekki í neinum feluleik í þriðju skáldsögu sinni, Eldunum. Sagan hefst í lokuðu rými þar sem sögukona okkar liggur og berst við að ná andanum, reynir að láta síðustu súrefnisdreggjarnar endast meðan ... Lesa meira

Frelsið til að mæta óréttlætinu

2021-05-12T18:28:33+00:0012. maí 2021|

Kristín Marja Baldursdóttir. Gata mæðranna. JPV útgáfa, 2020. 243 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021     Mæðgna- og systrasambönd eru Kristínu Marju Baldursdóttur hugleikin í mörgum verka hennar og nýjasta verk hennar, Gata mæðranna, einkennist af óskýrum mörkum og ruglingi þessara hlutverka og fjölskyldutengsla kvenna. Á þeim byggir bæði söguflétta og ... Lesa meira

„Nú var hún komin á ská við heiminn“

2021-05-12T18:18:01+00:0012. maí 2021|

Elísabet Jökulsdóttir. Aprílsólarkuldi. JPV útgáfa, 2020. 143 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021   Þótt Elísabet Jökulsdóttir sé oft bráðfyndin í verkum sínum er hún öðrum þræði tregans höfundur. Hún er höfundur sem „skrifar sig frá“ erfiðum tilfinningum og óþægilegum minningum. Hún hefur syrgt móður sína (Dauðinn í veiðafæraskúrnum, 2017 og Hvaða ... Lesa meira

Baráttan gegn málaglundroðanum

2021-05-12T18:10:26+00:0012. maí 2021|

Kristján Eiríksson. Lifandi mál lifandi manna: Um esperantotímabil Þórbergs Þórðarsonar. JPV útgáfa, 2020. 425 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021   Sjálfsagt vita allir sem áhuga hafa á Þórbergi Þórðarsyni og skrifum hans að Þórbergur var altalandi og -skrifandi á alþjóðamálinu esperanto og vann ötullega að útbreiðslu málsins á Íslandi. Hversu stór ... Lesa meira