Þú ert hér:///mars

Saga tengdamömmu

2019-07-24T19:26:18+00:0030. mars 2012|

Leikhópurinn Common Nonsense frumsýndi heimildarleikinn Tengdó á Litla sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi undir stjórn Jóns Páls Eyjólfssonar, og ég verð að segja að langt er síðan leiksýning kom mér jafnmikið á óvart. Í fyrsta lagi er ekki algengt að verk fjalli opinskátt um eina raunverulega manneskju, ennþá óalgengara er að sú manneskja sé lifandi og ... Lesa meira

Ný Lokasenna

2019-08-08T15:35:01+00:0028. mars 2012|

Ég sá í gærkvöldi leikritið Gálmu (= ólag, vandræði) eftir Tryggva Gunnarsson sem leikhópurinn Sómi þjóðar sýnir nú í Norðurpólnum. Tryggvi stýrir verkinu sjálfur. Við erum stödd í íslenskri sveit en óljóst er nákvæmlega hvenær. Málfar persóna er yfirleitt fremur gamaldags og framan af hélt ég að ég væri stödd einhvers staðar um miðja tuttugustu ... Lesa meira

Saga úr kreppunni

2019-08-08T16:06:31+00:0025. mars 2012|

Fátæka leikhúsið ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur frekar en venjulega heldur setur nú upp nýja þýðingu á tæplega sjötíu ára leikriti Tennessee Williams, Glerdýrunum, í Þjóðleikhúskjallaranum. Þýðandi og leikstjóri er Heiðar Sumarliðason. Leikritið gerist í kreppunni miklu á fjórða áratugnum og segir frá einstæðri móður með tvö uppkomin börn. Verkið er ... Lesa meira

Fjör á Hótel Volkswagen

2019-08-08T15:43:39+00:0025. mars 2012|

Gáta (eða brandari): Hvað komast margir fílar inn í Volkswagen bjöllu? Svar: Fimm. Þrír afturí og tveir frammí. Á Hótel Volkswagen í Borgarleikhúsinu eru líka fimm fílar – ég meina gestir – í skjóli hótelstjórans, Svenna (Hallgrímur Ólafsson). Einn gamall nasisti, Ludvig Rosencrantz (Þorsteinn Gunnarsson), hjónin Adrian Higgins (Halldór Gylfason) og Paul Jenkins (Jörundur Ragnarsson) ... Lesa meira

Ósköp er litla höndin þín köld

2019-08-08T16:19:49+00:0018. mars 2012|

Óperuleikstjórinn Jamie Hayes setti upp nokkrar sýningar hjá Íslensku óperunni í Gamla bíó og það er greinilegt á nýrri uppsetningu hans á La Bohème í Eldborgarsal Hörpu að hann hefur verið orðinn ansi leiður á þrengslunum á gamla staðnum. Þeir sem sáu uppsetningu hans á La Traviata fyrir um fjórum árum kannast við aðferðir hans ... Lesa meira

Straujárnið og viskíflaskan

2019-04-03T15:21:56+00:0014. mars 2012|

Flúxus og framúrstefna í íslenskri tónsköpun á sjöunda áratugnum Eftir Árna Heimi Ingólfsson Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2010 Tónlistin var seinþroska fyrirbæri í íslenskri menningarsögu. Við upphaf 20. aldarinnar átti hún sér tæpast tilverurétt ef undanskilinn er rímnakveðskapur í baðstofum landsmanna, sálmasöngur og harmóníumspil í sveitakirkjum. Fram yfir miðja öld beindust kraftar ... Lesa meira

Að hverju hlæjum við?

2019-08-08T16:28:46+00:0010. mars 2012|

Ég játa að ég tengdi sjaldan við gleðileiki Shakespeares á sýningu Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunnar, Úps!, í Tjarnarbíói í gærkvöldi sem Víkingur Kristjánsson stýrir. Jú, vissulega fór Hannes Óli Ágústsson einu sinni í kjól sem gat verið vísun í að á tímum Shakespeares voru kvenhlutverk leikin af körlum, og einu sinni tíndust allir þátttakendur inn á sviðið ... Lesa meira

Sýning ársins

2019-08-08T17:07:58+00:006. mars 2012|

Sýning ársins / Mynd: Björn Snorri Rosdahl Sviðslistahópurinn 16 elskendur skemmtu áhorfendum vel í Borgartúni 6 á sunnudagskvöldið þar sem þau bjuggu til óvænta „leiksýningu“ úr félagsfræðilegri rannsókn. Aðdragandinn var sá að Félagsvísindastofnun HÍ gerði athugun á því í samvinnu við 16 elskendur hvað Íslendingar vilja sjá í leikhúsi. Úr flóknum og margslungnum ... Lesa meira

Beisk barátta ills og góðs

2019-08-08T16:52:22+00:004. mars 2012|

Það var mikið hrópað og klappað í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi að lokinni þriggja tíma maraþonsýningu á Vesalingunum. Enda var ástæða til. Leikhúsið hafði tjaldað til mörgum sínum allrabestu söngkröftum, svið Finns Arnars Arnarsonar var óvænt og áhrifamikið, Tónlistin kom ekki úr hátölurum heldur beint upp úr gryfjunni undir styrkri stjórn Þorvalds Bjarna Þorvaldssonar, búningar Maríu ... Lesa meira

Hlustað eftir andardrætti orðanna

2019-06-28T15:37:42+00:001. mars 2012|

Jón Kalman Stefánsson. Himnaríki og helvíti, Harmur englanna, Hjarta mannsins. Bjartur 2007, 2009, 2012. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2012 Mitt í miklu andstreymi og mannraunum finnur strákurinn, aðalsöguhetjan í trílógíunni Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins, lífsþrótt sinn í knýjandi þörf fyrir orð. Ástin á skáldskapnum, þessum heimi innan spjalda ... Lesa meira