Þú ert hér:///apríl

Maðurinn er alltaf einn

2024-04-20T14:08:58+00:0020. apríl 2024|

Það er orðið talsvert langt síðan Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi verkið X eftir Alistair McDowall á Nýja sviði en atvikin hafa hagað því þannig að ég sá það ekki fyrr en í gær. Jón Atli Jónasson hefur gert á því ágæta þýðingu; hæfilega geimskipslega leikmynd og búninga hannaði Sigríður Sunna Reynisdóttir en ágeng lýsingin er verk ... Lesa meira

Líf með silfurskottu

2024-04-05T16:21:18+00:005. apríl 2024|

Gunnar Smári Jóhannesson frumsýndi í gærkvöldi einleik sinn Félagsskapur með sjálfum mér í Tjarnarbíó undir stjórn Tómasar Helga Baldurssonar. Stílhreint leiksviðið sem nýtti rýmið á óvenjulegan hátt hannaði Auður Katrín Víðisdóttir en Íris Rós Ragnhildar sá um tónheiminn sem var óáreitinn. Lýsingin var viðamikil og flókin, breyttist eftir því hvar persónan var stödd í frásögnum ... Lesa meira

Nýtt blóð (og aðrir vessar) í sviðslistum

2024-04-05T08:50:13+00:004. apríl 2024|

Ég var svo heppin að ná að sjá útskriftarsýningar tveggja nemenda á sviðshöfundabraut LHÍ núna kringum páskana; bæði lofa góðu um framtíðina. Það fyrra var Mergur eftir Katrínu Lóu Hafsteinsdóttur, tónverk frekar en leikverk þó að vissulega byggi hver þátttakandi til sína persónu eftir föngum. Þeir fengu dálítinn tíma til að móta persónu sína því ... Lesa meira