Þú ert hér:///október

Að fara náttfari um geiminn

2019-05-27T15:58:43+00:0029. október 2017|

Leikhópurinn Gára Hengó frumsýndi í dag barnaleiksýninguna Íó – Undirheimaferð stúlku og hrafns í Tjarnarbíó. Höfundur er Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, leikstjóri er Aude Busson og Sigríður Sunna Reynisdóttir hannar leikmynd, búninga og brúður. Við komum inn til Hafrúnar þegar hún er háttuð og á að vera farin að sofa. Hún er óróleg, eirir ekki við ... Lesa meira

Á Íslandi erlendis

2019-05-27T11:21:45+00:0028. október 2017|

Ragnar Bragason hefur gert „öðruvísi“ utangarðsmenn að efni leikverka sinna – fólk sem af afar ólíkum ástæðum er utan við samfélag okkar „hinna“. Í Gullregni (2012) var það fólk sem alheilbrigt lifir á örorkubótum – kerfinu; í Óskasteinum (2014) voru það smákrimmar sem ætla að ná sér rækilega niðri á kerfinu með einu góðu bankaráni. ... Lesa meira

Hvers vegna var Natan myrtur?

2019-04-03T15:35:15+00:0027. október 2017|

Í gær frumsýndi leikhópurinn Aldrei óstelandi leikverkið Natan eftir Sölku Guðmundsdóttur og leikhópinn á Litla sviði Borgarleikhússins; stjórnandi var sem fyrr Marta Nordal og meðal leikenda voru bæði klassískar stjörnur hópsins og spennandi nýliðar. Efnið er líka klassískt í íslenskri sögu: morðið á Natani Ketilssyni á Illugastöðum í Húnavatnssýslu árið 1828 sem tvær manneskjur voru ... Lesa meira

Hrunadans

2019-05-27T12:49:48+00:0021. október 2017|

Það var mikið fjör í stóra sal Borgarleikhússins í gær þegar Guð blessi Ísland eftir þá Mikael Torfason og Þorleif Örn Arnarsson leikstjóra var frumsýnt, hopp og hí, loftfimleikar, myndbönd, gömul og ný, gamlar fréttaútsendingar, starwars-hljómsveit, lottóvél og bíll á sviðinu, ofboðslegur hávaði, sannkallaður Hrunadans með öllu í næstum þrjá og hálfan tíma. Þó hófst ... Lesa meira

Eitt hjónaband, þrjú pör

2019-04-03T16:48:07+00:004. október 2017|

Uppsala Stadsteater er eitt þeirra leikhúsa sem hafa sviðsett sjónvarpsleikrit Ingmars Bergmans, Scener ur ett äktenskap, rétt eins og Leikfélag Reykjavíkur hjá okkur. Sænska sýningin sætir tíðindum að ýmsu leyti og fékk gríðarlega góðar viðtökur – eins og okkar sýning – og meðal annars var henni boðið á sænska listahátíð í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í ... Lesa meira