Þú ert hér:///desember

Nóra, Nóra

2019-08-24T13:41:42+00:0031. desember 2014|

Dúkkuheimili Hörpu Arnardóttur á stóra sviði Borgarleikhússins er án nokkurs vafa ein skemmtilegasta uppsetning á leikriti Ibsens sem ég hef séð. Ég hef séð róttækari uppsetningu (Thomas Ostermeier á Schaubühne í Berlín sem líka var látin gerast í samtíma okkar) og klassískari uppsetningu (Ingmar Bergman í Konunglega í Köben) en Anne Tismer og Pernilla August ... Lesa meira

Kolumkilli var hér

2019-05-22T12:30:18+00:0027. desember 2014|

Byrjunin á sýningunni á Sjálfstæðu fólki í Þjóðleikhúsinu er bæði snjöll og áhrifarík. Þó sést í útgefinni leikgerð að handritshöfundar hafa ekki ætlað að láta sýninguna byrja svona. Hugmyndin hefur komið seint til. Ung hjón standa fyrir miðju framsviði, þögul, hlið við hlið, en í stúkunni til hliðar sitja roskin hjón, mun glæsilegar búin en ... Lesa meira

„Ég hef þörf fyrir að jagast í raunveruleikanum …“

2019-04-03T15:22:45+00:008. desember 2014|

Stefnumót við Kristínu Eiríksdóttur Eftir Hauk Ingvarsson Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2011 1. nóvember 2001 var útkomu bókarinnar Ljóð ungra skálda fagnað í Þjóðmenningarhúsinu. Ritstjóri hennar var Sölvi Björn Sigurðsson en 1954 hafði afi hans, Magnús Ásgeirsson, ritstýrt safni með sama nafni sem markaði tímamót í íslenskri bókmenntasögu. Þar var órímaður skáldskapur ... Lesa meira

Sómi að Sóma þjóðar

2019-05-22T13:02:05+00:006. desember 2014|

Það er rífandi skemmtileg leiksýning í Tjarnarbíó núna á vegum Sóma þjóðar, stutt og snöfurleg sýning sem heitir eftir hríðskotabyssunum sem bárust til landsins á dögunum: MP5. Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson skrifuðu verkið og leika í því saman auk þess sem þeir leikstýra sér í sameiningu. Við erum stödd úti í geimi eftir um ... Lesa meira

„Það sem drífur mig áfram eru uppgötvanir …“

2019-04-03T15:22:41+00:005. desember 2014|

Stefnumót við Ófeig Sigurðsson Eftir Hauk Ingvarsson Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2011 Fyrir síðustu jól kom út skáldsaga með löngum en lýsandi titli; Skáldsaga um Jón & hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó komu hennar og nýrra tíma (Mál og menning 2010). ... Lesa meira