Þú ert hér:///febrúar

Njáls saga Einars Kárasonar

2023-02-27T11:19:52+00:0027. febrúar 2023|

Það er býsna djarft af Einari Kárasyni að ætla sér að endursegja Njálu alla á tveim tímum. Njála er lengst allra Íslendingasagna, helmingi lengri en þær næstu á eftir (Egla, Grettla og Laxdæla), skiptist í þrjá allólíka hluta, er geysilega mannmörg og viðburðir flóknir og samanfléttaðir þannig að oft þarf að nema staðar og hugsa ... Lesa meira

Um vellíðan eða …?

2023-03-06T21:32:53+00:0026. febrúar 2023|

Fjórmenningarnir í uppistandshópnum VHS frumsýndu nýja sýningu í Tjarnarbíó í gærkvöldi undir heitinu VHS velur vellíðan. Boðorð tímans er að við eigum að stunda líkamsrækt og hugsa vel um líkamann og öll fjögur hefja þau atriðið sitt á stuttu vídeói til að minna á þetta boðorð. Vilhelm Neto fer í nudd, Hákon Örn í ræktina, ... Lesa meira

Hera Nótt með allt á hreinu

2023-02-27T11:18:36+00:0023. febrúar 2023|

Herranótt (eða Hera Nótt eins og Herranæturstjórn kallar þetta afkvæmi sitt) Menntaskólans í Reykjavík frumsýndi í gærkvöldi sína útgáfu af söngleiknum/kvikmyndinni Með allt á hreinu í Gamla bíó undir stjórn Völu Fannell. Ég tek fram undir eins að ég sá ekki frumsýninguna, því miður, heldur aðalæfingu kvöldið áður og eins og allir vita er aðalæfing ... Lesa meira

Konur eru konum verstar

2023-02-20T13:13:32+00:0020. febrúar 2023|

Það er líf og fjör í Tjarnarbíó þetta misseri sem oftar og í gærkvöldi sá ég nýjustu sýninguna þar, Samdrætti eftir Mike Bartlett, tveggja kvenna verk undir stjórn Þóru Karítasar Árnadóttur. Kristín Eiríksdóttir þýðir, Sean Mackaout sér um leikmynd og búninga, lýsingin er á hendi Ólafs Ágústs Stefánssonar og Valgeir Sigurðsson sá um tónlist og ... Lesa meira

Tól með sál

2023-02-16T10:00:59+00:0016. febrúar 2023|

Kristín Eiríksdóttir: Tól. JPV útgáfa, 2022. 349 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2023. Í riti sínu Stjórnspekinni skrifaði forngríski heimspekingurinn Aristóteles fræga greiningu á stöðu þræla innan borgríkisins gríska. Þrællinn er, eins og hann orðaði það, organon empsykhon, þ.e. tæki, eða tól, með sál. Hann er þannig aðeins til á forsendum meistara ... Lesa meira

Hundrað ára samfélagsspegill

2023-02-16T09:53:26+00:0016. febrúar 2023|

Kristín Svava Tómasdóttir: Farsótt - Hundrað ár í Þingholtsstræti 25.   Sögufélag 2022, 350 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2023.   Brúna tvílyfta timburhúsið númer 25 við Þingholtsstræti á sér langa og fjölbreytta sögu. Fyrst var þar sjúkrahús, síðan stofnun til að einangra þá sem veiktust af þeim farsóttum sem gusu upp ... Lesa meira

Hvað var ég að lesa?

2023-02-16T09:50:03+00:0016. febrúar 2023|

Eiríkur Örn Norðdahl og Elías Rúni: Frankensleikir – eða hinn nýi Aurgelmir. Mál og menning, 2022. 94 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2023.   Ég skal viðurkenna að ég varð nær forviða þegar ég frétti af þessari bók. Jólasaga úr penna Eiríks Arnar Norðdahl? Barnabók sem hefst á því að tilvist jólasveina er ... Lesa meira

Kennsluvænn kjörgripur

2023-02-15T14:29:54+00:0016. febrúar 2023|

Ármann Jakobsson, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Jón Yngvi Jóhannsson, Margrét Eggertsdóttir og Sveinn Yngvi Egilsson: Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi. Hið íslenska bókmenntafélag, 2021. 840 bls. 2 bindi. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. bindi 2023. [...] menning verður til í því hvernig líkingar eru búnar til á milli hluta, í því hvernig ákveðnar ... Lesa meira

Að vera eða vera ekki pabbi

2023-02-15T14:02:02+00:0013. febrúar 2023|

Þjóðleikhúsið endurfrumsýndi um helgina leiksýningu Kára Viðarssonar og Maríu Reyndal Prinsinn á Litla sviðinu í samstarfi við Frystiklefann á Rifi. Þar var verkið einmitt heimsfrumsýnt síðastliðið vor og síðan hefur það ferðast um landið. Það er gott til þess að vita að margir hafi fengið tækifæri til að sjá það því að þetta er þörf ... Lesa meira

Óður endurtekur leikinn

2023-02-15T14:01:28+00:0012. febrúar 2023|

Sviðslistahópurinn Óður frumsýndi í gærkvöldi í samstarfi við Þjóðleikhúsið gamanóperuna Don Pasquale eftir Gaetano Donizetti í Þjóðleikhúskjallaranum og rifjaði upp fyrir mér hve ljúft var á Ástardrykknum í hittifyrra á sama stað. Það voru líka að töluverðu leyti sömu kraftar sem dilluðu áhorfendum í gærkvöldi, sama tónskáld, sami hugkvæmi leikstjóri (Tómas Helgi Baldursson), sama fína ... Lesa meira