Þú ert hér://2023

Vitið þér enn – eða hvað?

2024-01-09T09:22:06+00:0027. desember 2023|

Þjóðleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi leikverkið Eddu eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur, Jón Magnús Arnarsson og Þorleif Örn Arnarsson sem einnig var leikstjóri sýningarinnar. Leikmyndina með sínum stílfærða Aski Yggdrasils fyrir miðju hannaði Vytautas Narbutas. Áheyrileg tónlist og flókin hljóðhönnun var í höndum Sölku Valsdóttur, Egils Andrasonar og Arons Þórs Arnarssonar en Salka var tónlistarstjóri. Karen Briem ... Lesa meira

Ljóð úr Vandamál vina minna

2023-12-06T15:58:18+00:0012. desember 2023|

eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur   Brot úr Vandamál vina minna. Bjartur-Veröld gefur út.       Vandamál vina minna Bakpokinn minn er keyptur notaður í öllum hólfum leitaði ég einhvers frá fyrri eiganda en þau voru tóm. Steypti strax innihaldi gömlu töskunnar í hann smeygði handleggjum í ólar byrjaði að safna. Enn ber ég hann á ... Lesa meira

Það er leikur að leika

2023-12-12T14:04:59+00:0011. desember 2023|

Áhugamannaleikfélagið Hugleikur hefur lengi verið meðal minna eftirlætisleikfélaga og þessa dagana er það að halda upp á fertugsafmæli sitt. Eins og það gjöfula félag sem það er gefur það okkur gjöf á afmælinu en væntir einskis á móti annars en að við komum og sjáum afmælissýninguna. Það gerði ég svikalaust í gær, fór í Gamla ... Lesa meira

Hans og Gréta enn í vanda stödd

2023-12-12T14:11:57+00:0010. desember 2023|

Barnaóperan Hans og Gréta eftir þýska tónskáldið Engelbert Humperdinck og Adelheid Wette, sem var frumsýnd í Þýskalandi 1893 (undir stjórn Richards Strauss), er nú sett upp í þriðja sinn á íslensku, að þessu sinni á vegum Kammeróperunnar í skemmtilegri nýrri þýðingu Bjarna Thors Kristinssonar. Sýningin er í Tjarnarbíó, það er Guðmundur Felixson sem leikstýrir en ... Lesa meira

Öræfaferð á aðventunni

2023-12-12T13:44:29+00:008. desember 2023|

Leikhópurinn Rauði sófinn hefur lagt undir sig Nýja sviðið í Borgarleikhúsinu og sýnir þar nýstárlega leikgerð af Aðventu Gunnars Gunnarssonar. Eiginlega teiknimyndargerð af sögunni með örfáum lykilsetningum sem að vísu eru sagðar upphátt en ekki skrifaðar inn í málbólur. Ég sé skýr fingraför Egils Ingibergssonar, Móeiðar Helgadóttur og Þórarins Blöndal á sýningunni, minnist með ánægju ... Lesa meira

Brot úr Vöggudýrabæ

2023-11-22T16:48:44+00:005. desember 2023|

eftir Kristján Hrafn Guðmundsson   Brot úr upphafskafla ljóðsögunnar Vöggudýrabær. Bjartur-Veröld gefur út.         ÞYNGDVELLIR       Ég man enn myndina á RÚV, sennilega sýnd 1990, um rúmensku börnin sem bönkuðu höfði í vegg á munaðarleysingjahælum, líktog þau voru kölluð. Líklega voru börnin ekkert kölluð. Einungis númer á blaði, ef það. ... Lesa meira

Lifandi leikhús

2023-12-06T16:14:01+00:004. desember 2023|

Heimildaleiksýningin Fúsi: aldur og fyrri störf eftir Agnar Jón Egilsson og viðfangsefnið, Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, var frumsýnd á vegum Monochrome og L.R. í litla sal Borgarleikhússins 17. nóvember en ég sá hana ekki fyrr en í gærkvöldi. Þetta er sérstæð sýning og um margt merkileg, og þó að hún sé helst til teygð á köflum ... Lesa meira

Orkusprengjan Fíasól

2023-12-06T16:11:21+00:003. desember 2023|

Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi í gær barnaleikritið Fíasól gefst aldrei upp á stóra sviðinu. Textinn er unninn upp úr fimm geysivinsælum bókum eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur sem komu út á tímabilinu 2004–2018, og ekki er það síst síðasta bókin, samnefnd leikverkinu, sem setur svip sinn á sýninguna. Leikgerðina unnu þær Maríanna Klara Lúthersdóttir og Þórunn Arna ... Lesa meira

Karlmennskukrísan

2023-11-30T14:11:49+00:0030. nóvember 2023|

Sverrir Norland: Kletturinn. Reykjavík: JPV útgáfa 2023, 212 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2023 Sverrir Norland er greinilega með hugann við karlmennskuna þessa dagana. Undanfarin misseri hefur hann haldið fyrirlestra undir yfirskriftinni „Hinn fullkomni karlmaður“ þar sem hann fjallar um karlmennsku í samtímanum og í nýjustu bók sinni, skáldsögunni Klettinum, er karlmennskan ... Lesa meira

Úthafsdjúpar kenndir

2023-11-30T13:56:09+00:0030. nóvember 2023|

Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Allt sem rennur. Benedikt, 2022. 158 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2023   Ljóðsögur, þar sem röð stuttra ljóða rekja tiltekna sögu eða samtengdar sögur, hafa verið nokkuð vinsæl bókmenntategund á undanförnum árum. Bergþóra Snæbjörnsdóttir er meðal þeirra skálda sem hafa náð sterkum tökum á þessu formi, og hún notar ... Lesa meira